Orð og tunga - 01.06.2009, Síða 12

Orð og tunga - 01.06.2009, Síða 12
2 Orð og tunga Síðan er sagt frá því að nýyrði einkenna oft málsnið formlegra að- stæðna og ritaðra texta en tökuorð, í sömu eða svipaðri merkingu, einkenna aftur á móti fremur málsnið óformlegra aðstæðna og talaðs máls. Ræddar eru erlendar hliðstæður þessa samheitaástands og rakið hvernig það má skýra með nýyrðastefnu. Loks er niðurlagskafli þar sem ályktanir og niðurstöður eru dregn- ar saman. 2 Nýyrði, nýyrðastefna og hreintungustefna Merking orðsins nýyrði er nokkuð breytileg í íslenskri umræðu (Jón Hilmar Jónsson 1988:6 o.fl.). Því er rétt að gera strax grein fyrir því að hér verður orðið nýyrði notað í merkingunni 'nýtt orð úr arftekn- um formum'. Hér er því horft á formhliðina eingöngu, ekki merking- una. Orðið tökuorð er haft um aðfengið orð með allfastan sess í orða- forðanum. Það er jafnan að mestu eða öllu leyti að formi til aðlagað íslenskum framburði, rithætti og beygingu. Þessi tvískipting í nýyrði og tökuorð er þó umdeilanleg og ónákvæm enda gerir hún litla grein fyrir mismunandi eðli tökuþýðinga, tökumerkinga og nýmerkinga og sneiðir hjá muninum á tökuorðum og þeim aðkomuorðum sem hafa ekki beinlínis fengið sess í orðaforðanum. Einnig má nefna að fjölda- mörg samsett orð eru í senn mynduð úr nýyrði og tökuorði, þ.e. orð á borð við þotubensín. Þá vaknar spurningin í hvorn flokkinn slík orð falli.1 Það er kallað nýyrðastefiw að aðhyllast markvissa og sýnilega við- leitni til að auðga íslenskan orðaforða með því að mynda ný orð úr eldri íslenskum orðhlutum en sneiða hjá erlendum formum. Sú við- leitni hefur lengi verið eitt helsta og þekktasta einkenni á formstýring- unni í íslenskri málrækt.2 Halldór Halldórsson (1971b) rekur íslenska hreintungustefnu aftur til Arngríms lærða og talar um nýyrðastefnu sem eina grein hennar (1971b:221-222). (1) Nýyrðastefna: ein grein hreintungustefnu (Halldór Hall- dórsson 1971b:222) ‘Ég hef raunar haldið því fram að réttast væri að nota orðið nýyrði um öll ný orð hvort sem þau eru úr innlendum eða erlendum efniviði; tökuorð væru þar skoðuð sem einn undirflokkurinn (Ari Páll Kristinsson 1990:26-27). 2Um hugtökin málrækt, formstýringu o.flv sjá Ara Pál Kristinsson (2006, 2007).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.