Orð og tunga - 01.06.2009, Page 31
Ásta Svavarsdóttir og Veturliði Óskarsson: Annarleg sprek ...
21
nýja sið og iðkun hans og á næstu öldum fjölgaði orðum af erlend-
um uppruna jafnt og þétt. Einkum voru orðin af latneskum rótum
eða tengdust hinum kristna menningarheimi á einhvern hátt ef þau
voru af fornenskum eða fornþýskum uppruna. Inn á milli slæddust
alls kyns orð af öðrum toga sem ekki síst tengdust verslun og við-
skiptum, riddaramennsku og hirðlífi. Erfitt er að áætla fjölda tökuorða
í tungumálinu á einhverjum tilteknum tíma en ekki mun vera fjarri
því að 600-800 orð af erlendum uppruna, samsetningar og afleidd orð
meðtalin, sé að finna í elstu ritum fram undir miðja 13. öld (Veturliði
Óskarsson 1997:134).
Á 14. öld fer að bera á orðum af nýjum toga. Um þær mund-
ir var Hansasambandið allsráðandi í kaupmennsku á Eystrasalti og
mjög áhrifamikið einnig vestan Eystrasalts, allt frá Björgvin til Lund-
úna, og sótti ennfremur langt inn á meginlandið eftir fljótaleiðum að
sunnan og austan, alla leið til Rússlands. Hansakaupmönnum fylgdu
fjölmargar nýjungar, hlutir, hugmyndir og tíska, og mál þeirra, mið-
lágþýskan, var „alþjóðamál" síns tíma, það mál sem menn þurftu að
kunna einhvern snefil í ef þeir ætluðu sér að eiga samskipti við þá
og jafnvel ná sér í skerf af velsældarkökunni. í fylgi hansakaupmanna
og í kjölfar þeirra lá straumur iðnaðarmanna frá Norður-Þýskalandi
til Danmerkur, Svíþjóðar og Noregs. Sums staðar varð miðlágþýska
annað mál stjórnsýslu. ísland var að vísu við útjaðar byggðra bóla en
þangað hlutu hin erlendu áhrif líka að ná eins og þau höfðu ævinlega
gert í tímans rás þótt áhrifin yrðu ekki sambærileg við þá flóðbylgju
sem skall á nágrannamálunum.
Áhrifa miðlágþýskunnar gætti talsvert fyrr í dönsku, sænsku og
norsku en í íslensku en einnig í þessum málum er straumurinn þó
sterkastur á 14. og 15. öld. Dæmi eru til um orð í íslenskum ritum
frá 13. öld sem orðsifjabækur telja að séu úr miðlágþýsku en í mörg-
um tilvikum er réttara að tengja þau fornsaxneskum áhrifum fremur
en miðlágþýskum — eða a.m.k. annars konar áhrifum en þeim sem
hansakaupmenn báru ábyrgð á.2
Frá íslenskum sjónarhóli er rétt að tala um þau orð, sem hér eru
eignuð hansakaupmönnum, sem norsk og dönsk að uppruna því lang-
2Veturliði Óskarsson (2003:153-176) rekur allmörg vafaorð af þessu tagi og ræðir
á öðrum stað (2005) nánar vandann við að greina á milli fomsaxneskra og miðlág-
þýskra áhrifa. — Rétt er að minna á að fornsaxneska er forstig miðlágþýsku og venja
er að skilja á milli þessara tveggja málstiga ca. 1150-1200.