Orð og tunga - 01.06.2009, Page 41

Orð og tunga - 01.06.2009, Page 41
Ásta Svavarsdóttir og Veturliði Óskarsson: Annarleg sprek ... 31 um aðkomuorðum, þ.e.a.s. orðum af erlendum uppruna sem ekki eru dæmi um í málinu fyrr en eftir 1945, voru m.a. rannsakaðir dagblaða- textar frá síðasta hluta 20. aldar. í íslenskum dagblöðum frá árunum 1975 og 2000* * 8 reyndust um 67% aðkomuorða komin úr ensku (upp- flettiorð) og 71% dæma um slík orð (lesmálsorð; sbr. Selback og Sand- oy 2007:27). Auk þess má gera ráð fyrir að a.m.k. hluti þeirra orða sem eiga uppruna sinn í öðrum málum hafi borist í íslensku gegnum ensku. ítalska orðið pizza nær t.d. ekki verulegri útbreiðslu í íslensku fyrr en ítalsk-amerískar skyndibitakeðjur skjóta hér rótum á síðustu áratugum 20. aldar þótt því bregði fyrir fyrr. í textunum frá 1975 eru engin dæmi um orðið en aftur á móti 9 dæmi (að samsetningum með- töldum) í textum frá árinu 2000. Manna á meðal er því oft haldið fram að ensk áhrif í íslensku samtímamáli séu gríðarlega mikil en nýlegar rannsóknir sem byggja á greiningu margvíslegra texta styðja ekki þessa skoðun, a.m.k. ekki ef litið er til slíkra orða sem hlutfalls af textunum í heild. Aðurnefnd- ir dagblaðatextar voru athugaðir í heild, þ.e.a.s. jafnt auglýsingar og ýmiss konar dægurmálaefni sem fréttir og ritstjórnargreinar. I þeim reyndust vera liðlega 500 dæmi um rúm 300 nýleg aðkomuorð og hlutfall þeirra í textunum var 0,17% af lesmálsorðum; það þýðir að af hverjum 10.000 orðum voru 17 aðkomuorð (Selback og Sandoy 2007:26). Þetta er lægsta hlutfall aðkomuorða í þeim sjö Norðurlanda- málum sem voru rannsökuð.9 í annarri nýlegri rannsókn komu fram svipaðar niðurstöður. Talin voru öll orð úr ensku, bæði gömul og ný, þ. á m. nöfn á fólki, stöðum, bókum, kvikmyndum o.fl., í safni texta af ýmsu tagi, bæði úr talmáli og ritmáli, alls tæplega 200.000 lesmálsorð- um (Ásta Svavarsdóttir 2004a). í safninu reyndust vera rúmlega 1.100 dæmi um orð úr ensku og þau voru um 0,6% allra lesmálsorða. Það er talsvert hærra hlutfall en í dagblaðatextunum en hafa verður í huga að þar voru nöfn ekki meðtalin. Auk þess eru allir textarnir í síðarnefndu rannsókninni frá því í kringum aldamót og í dagblöðunum var hlut- fall aðkomuorða talsvert hærra í textum frá árinu 2000 en í þeim eldri (0,21% á móti 0,1%; sjá Selback og Sandoy 2007:32). Hlutfall aðkomuorða getur tæplega talist mjög hátt í þessum sAthuguð voru alls átta tölublöð af íslenskum dagblöðum: Dagur (1 tbl. frá hvoru ári), Dagblaðið (1975), DV (2000), Morgunblaðið (1 tbl. frá hvoru ári), Tíminn (1975) og Vísir (1975). 9Hlutfall aðkomuorða reyndist vera hæst í norsku (rúmlega 1%) og fyrir utan ís- lensku var það lægst í finnsku (rúmlega 0,2%).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.