Orð og tunga - 01.06.2009, Síða 41
Ásta Svavarsdóttir og Veturliði Óskarsson: Annarleg sprek ...
31
um aðkomuorðum, þ.e.a.s. orðum af erlendum uppruna sem ekki eru
dæmi um í málinu fyrr en eftir 1945, voru m.a. rannsakaðir dagblaða-
textar frá síðasta hluta 20. aldar. í íslenskum dagblöðum frá árunum
1975 og 2000* * 8 reyndust um 67% aðkomuorða komin úr ensku (upp-
flettiorð) og 71% dæma um slík orð (lesmálsorð; sbr. Selback og Sand-
oy 2007:27). Auk þess má gera ráð fyrir að a.m.k. hluti þeirra orða
sem eiga uppruna sinn í öðrum málum hafi borist í íslensku gegnum
ensku. ítalska orðið pizza nær t.d. ekki verulegri útbreiðslu í íslensku
fyrr en ítalsk-amerískar skyndibitakeðjur skjóta hér rótum á síðustu
áratugum 20. aldar þótt því bregði fyrir fyrr. í textunum frá 1975 eru
engin dæmi um orðið en aftur á móti 9 dæmi (að samsetningum með-
töldum) í textum frá árinu 2000.
Manna á meðal er því oft haldið fram að ensk áhrif í íslensku
samtímamáli séu gríðarlega mikil en nýlegar rannsóknir sem byggja
á greiningu margvíslegra texta styðja ekki þessa skoðun, a.m.k. ekki
ef litið er til slíkra orða sem hlutfalls af textunum í heild. Aðurnefnd-
ir dagblaðatextar voru athugaðir í heild, þ.e.a.s. jafnt auglýsingar og
ýmiss konar dægurmálaefni sem fréttir og ritstjórnargreinar. I þeim
reyndust vera liðlega 500 dæmi um rúm 300 nýleg aðkomuorð og
hlutfall þeirra í textunum var 0,17% af lesmálsorðum; það þýðir að af
hverjum 10.000 orðum voru 17 aðkomuorð (Selback og Sandoy
2007:26). Þetta er lægsta hlutfall aðkomuorða í þeim sjö Norðurlanda-
málum sem voru rannsökuð.9 í annarri nýlegri rannsókn komu fram
svipaðar niðurstöður. Talin voru öll orð úr ensku, bæði gömul og ný,
þ. á m. nöfn á fólki, stöðum, bókum, kvikmyndum o.fl., í safni texta af
ýmsu tagi, bæði úr talmáli og ritmáli, alls tæplega 200.000 lesmálsorð-
um (Ásta Svavarsdóttir 2004a). í safninu reyndust vera rúmlega 1.100
dæmi um orð úr ensku og þau voru um 0,6% allra lesmálsorða. Það er
talsvert hærra hlutfall en í dagblaðatextunum en hafa verður í huga að
þar voru nöfn ekki meðtalin. Auk þess eru allir textarnir í síðarnefndu
rannsókninni frá því í kringum aldamót og í dagblöðunum var hlut-
fall aðkomuorða talsvert hærra í textum frá árinu 2000 en í þeim eldri
(0,21% á móti 0,1%; sjá Selback og Sandoy 2007:32).
Hlutfall aðkomuorða getur tæplega talist mjög hátt í þessum
sAthuguð voru alls átta tölublöð af íslenskum dagblöðum: Dagur (1 tbl. frá hvoru
ári), Dagblaðið (1975), DV (2000), Morgunblaðið (1 tbl. frá hvoru ári), Tíminn (1975) og
Vísir (1975).
9Hlutfall aðkomuorða reyndist vera hæst í norsku (rúmlega 1%) og fyrir utan ís-
lensku var það lægst í finnsku (rúmlega 0,2%).