Orð og tunga - 01.06.2009, Side 43

Orð og tunga - 01.06.2009, Side 43
Ásta Svavarsdóttir og Veturliði Óskarsson: Annarleg sprek ... 33 en riti því hlutfall þeirra er hæst í öðrum ritmálshluta textasafnsins, reyndar þeim hluta sem geymir persónuleg og óformleg skrif sem að jafnaði standa nær daglegu tali en formlegt ritmál. Umfang aðkomu- orða í texta virðist því fremur ráðast af málsniði og stíl en miðlinum sem slíkum. Ýmislegt fleira en eðli textans getur haft áhrif á fjölda og tíðni að- komuorða; t.d. er því oft haldið fram að ungt fólk noti fremur erlend orð en þeir sem eldri eru. Hluti af áðurnefndu textasafni, þ.e.a.s. dag- bókarfærslur sem voru uppistaðan í óformlega ritmálshlutanum, hef- ur verið athugaður með tilliti til aldurs þeirra sem skrifuðu textann. Þá var umfang og einkenni orða sem komin eru úr ensku borið saman milli aldursflokka (Ásta Svavarsdóttir 2004b). í ljós kom að slík orð eru talsvert algengari í textum yngri skrifaranna en þeirra eldri — hlutfall þeirra er um 0,8% lesmálsorða hjá þeim sem eru undir fertugu en ein- ungis um 0,4% hjá fólki yfir fertugu. Hlutfallið verður þó að teljast lágt hjá báðum hópum; það jafngildir því að átta af hverjum þúsund orðum í textum yngri skrifaranna séu ættuð úr ensku að ýmiss konar nöfnum meðtöldum. Niðurstöður rannsókna sem hér hafa verið raktar sýna að hæp- ið væri að tala um „holskeflu" erlendra áhrifa þótt þær bendi vissu- lega til þess að hlutfall þeirra fari vaxandi. Hins vegar má ljóst vera að umfang orða af erlendum uppruna er mjög mismikið í íslenskum textum og tali. Mun meira ber á slíkum orðum við óformlegar aðstæð- ur, bæði í tali og riti, en í málnotkun við formlegri aðstæður og ungt fólk notar þau í ríkara mæli en þeir sem komnir eru yfir miðjan ald- ur. Þannig fæst t.d. allt önnur mynd af málinu ef eingöngu er litið til óformlegra samskipta milli ungs fólks þegar það talar eða skrifar um popptónlist eða tölvuleiki en ef einungis er horft á ritstjórnargreinar eða fréttir í Morgunblaðinu. Hæpið er að líta á annað hvort sem full- trúa fyrir íslenskt nútímamál í heild sinni, slík dæmi eru í besta falli fulltrúar fyrir málnotkun í textum af svipuðu tagi. Munur textateg- unda að þessu leyti er heldur ekki nýr af nálinni. Síðla árs 1921 skrif- aði Halldór Laxness vini sínum Þórbergi Þórðarsyni bréf frá útlöndum þar sem m.a. má finna þennan kafla (sbr. Pétur Gunnarsson 2007:128; skáletrun greinarhöfunda): báðar [greinarnar eru] hripaðar niður í logandi bráð og þó einkum sú síðari, um trachomið, hún er til orðin í ógur- legri inspiration út af hneykslinu heima í Reykjavík. Hvar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.