Orð og tunga - 01.06.2009, Page 61
Giiðrún Kvaran: Enginn lifir orðalaust
51
Það var tekið að láni í íslensku sem kurt 'hirð; hæverska'. Merking-
in 'hirð' féll snemma í gleymsku en 'hæverska' lifði lengur, einkum í
orðasambandinu með kurt og pí 'hæversklega, með sóma'. Lítið hefur
verið fjallað um frðnsk áhrif á málið sérstaklega. Alexander Jóhann-
esson skrifaði þó grein 1944 undir heitinu Menningarsamband Frakka
og íslendinga þar sem hann nefndi um 200 tökuorð sem hann taldi
tekin beint úr frönsku eða úr frönsku um annað mál. Flest orðanna
voru gömul og fengin úr riddarabókmenntum. Yngri rannsóknir hafa
fækkað þessum orðum Alexanders en eftir lifa þó t.d. asni, burgeis,
piíta í merkingunni 'hóra', séra, látún og klaret. Af sögnum má nefna
dubba sem upphaflega merkti 'slá til riddara' en lifir nú í sambandinu
að dubba sig upp 'búa sig upp á' og uppdubbaður 'prúðbúinn'. Þess má
geta að allmörg tökuorð koma aðeins fyrir á prenti í riddarasögum og
er því óvíst að þau hafi náð inn í almennt mál þess tíma. En heim-
ildir eru um þau og þar af leiðandi teljast þau hluti sögulegs íslensks
orðaforða (sjá t.d. Jakob Benediktsson 1964:97).
3.5 Tökuþýðingar
En nýyrði voru mynduð á mörgum öðrum sviðum en innan kristni og
bókmennta. í fyrstu málfræðiritgerðinni, sem samin var á 12. öld lík-
legast sem kennslurit, eru notuð íslensk fræðiheiti í stað latneskra til
að gera efnið eins skiljanlegt og hægt var. Þar má nefna orðin raddar-
stafir og hljóðstafir fyrir vocales á latínu og samhljóðendur og samhljóð fyr-
ir consonantes (Hreinn Benediktsson 1972:50-51). Orðin eru vissulega
löguð eftir latínunni en sú ákvörðun „fyrsta málfræðingsins" að nota
einvörðungu íslensk málfræðiheiti varð til þess að latnesk málfræði-
heiti náðu ekki að festast í málinu eins og hjá nágrannaþjóðunum.
Mjög víða var notast við tökuþýðingu við aðlögun latneskra orða
að forníslensku. Þá er hver liður latneska orðsins þýddur með orð-
um af íslenskum stofni. Oft er vísað til orðsins samviska um tökuþýð-
ingu úr latínu en það kemur fyrir í norskri heimild frá 13. öld og
er þýðing á orðinu conscientia. Ernst Walter (1976b) dró saman mörg
önnur orð sem mynduð voru með forskeytinu sam- fyrir latneska for-
skeytið con-. Meðal þeirra eru sameilífur fyrir coaeternus, sa?nfagna fyrir
congaudere, samkunda fyrir convivio, samtengja fyrir conjungere og sam-
þræll fyrir conservus.