Orð og tunga - 01.06.2009, Page 86

Orð og tunga - 01.06.2009, Page 86
76 Orð og tunga misbrestur á þessu og einhver truflun (interference) frá móðurmálinu er nánast óhjákvæmileg.2 Nú á tímum verður enska sífellt fyrirferðarmeiri í íslensku mann- lífi. Þetta kemur annars vegar fram sem bein notkun á ensku við hlið íslensku á vissum mikilvægum sviðum mannlífsins, atvinnu, vísind- um og listum. En þetta kemur einnig fram í vaxandi notkun enskra tökuorða, einkum í töluðu máli (sbr. t.d. Kristján Árnason 2005b, 2006, Hanna Óladóttir 2005). Hér vakna spurningar um það með hvaða hætti þetta gerist. Hver er staða tungumálanna hvors gagnvart öðru, og hvað felst í því að „sletta ensku", eins og það er kallað? í þessari grein verður leitað skilnings á þeim lögmálum sem gilda um þessa sambúð og hvað „fer fram" þegar ensk orð eru tekin inn í íslenskan texta, og þá einkum talað mál. Þótt margir sem láta sig varða viðgang íslenskrar tungu séu á- hyggjufullir og berjist beinlínis gegn erlendum orðum og vísi þeim heldur „úr málinu", er nauðsynlegt fyrir málfræðinga og þar á meðal orðabókarmenn að horfast í augu við þessi áhrif og lögmálin sem þau lúta. Spurningin er hvenær orð verða íslensk, t.d. þannig að þau verði viðfangsefni íslenskrar orðfræði (lexíkólógíu). Hér á eftir verður mælt fyrir þeirri fræðilegu túlkun að um leið og eitthvert orð sé komið í texta (talaðan eða skrifaðan) sem teljast má íslenskur, í þeim skilningi að þeir sem „mæltir eru á íslensku" séu að ræða eða rita á því máli, sé það í rauninni orðið íslenskt í einhverj- um skilningi sem hluti af málkerfi (eða málkunnáttu) og þar með orð- ið viðfangsefni þeirra sem fjalla með fræðilegum hætti um íslenskan orðaforða. Þetta kann að þykja róttæk túlkun, og vissulega væri hugs- anlegt að setja önnur greinimörk um það hvenær orð teljist íslenskt. En rétt er að leggja áherslu á að sú niðurstaða sem hér er mælt fyrir hefur ekkert með það að gera hvað teljast má æskileg þróun orðaforðans. 2Á 19. öld tók mývetnskur maður, Jón Jónsson í Vogum, sér það fyrir hendur að læra ensku af bókum. Þessi fátæki en stórhuga bóndi hafði áætlanir um að flytjast af landi brott og gerði sér grein fyrir því að nauðsynlegt væri að hafa vald á heimstung- um. Til að þjálfa sig í enskunni skrifaði hann sögu sín sjálfs, sem birtist í ensku tíma- riti, Fraser's Magazine, 1877 og hefur verið gefin út í íslenskri þýðingu (sbr. Jóns saga Jónssonar 1968). En þótt Voga-Jón hafi náð nokkrum tökum á ritaðri ensku, var raunin önnur með framburðinn, og til er frásögn enskra ferðamanna af því þegar Jón gaf sig á tal við þá í Mývatnssveit (tilv. rit, bls. 133). Jón bar landi sínu ekki vel söguna, en þeir ensku höfðu gaman af að spjalla við hann, þótt hann „þekkti engin ensk hljóð", heldur notaði sinn íslenska framburð.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.