Orð og tunga - 01.06.2009, Síða 93
83
Kristján Árnason: Að bera sér orð í munn
slavnesku í norrænu (sbr. Ásgeir Blöndal Magnússon 1989 s.v. torg)
og á sama hátt er orðið geyser tökuorð úr íslensku í ensku, og telst
ekki stórvægilegt og „veitimálin" hafa litla þýðingu í samfélagi töku-
málsins. Svipað má vafalaust segja um þau tiltölulega litlu áhrif sem
keltneska hefur haft á íslenskt mál (sbr. Helga Guðmundsson 1997).
Dæmið snýst hins vegar við þegar efnahagslegur og menningar-
legur styrkur veitimálsins er meiri en tökumálsins. Dæmi um það eru
latnesk áhrif á germönsku á miðöldum og frönsk áhrif á ensku. Og við
slíkar aðstæður geta áhrifin komið fram í hljóðkerfinu, jafnvel þannig
að ný hljóðform verði til. Það er vel þekkt að /p/ er ekki í orðum af
germanskri rót, heldur í tökuorðum eins og prestur og pálmi og í ensku
er tannvaramælt /v/ til komið vegna tökuorða eins og venj 'mjög' og
victory 'sigur' (sbr. lat. verus 'sannur' og victoria 'sigur').5 Og eins og
dæmin sanna geta áhrifin orðið yfirþyrmandi, þannig að tökumálin
hreinlega veslast upp (eins og mörg indánamál í Ameríku) og þegar
menn „tapa" móðurmálinu (talað er um language attrition, sbr. neðan-
málsgrein 2) eða að til verður blendingsmál eða pidgin.
Út frá þessu má ímynda sér einhvern ás eða skala þar sem greint
er milli málgerða eftir því hversu mikil blöndun býr að baki þeim.
Byrja má á að hugsa sér hreint mál sem byggir á heimafengnu efni,
mál sem hefur tiltekið magn af tökuorðum og á endanum raunveru-
legt blendingsmál (pidgin eða kreól, sem kallað er þegar börn alast upp
við blendingsmál). Þegar danska og íslenska eru bornar saman með
þessum hætti er oft sagt að íslenska sé tiltölulega „hrein", en danska
sé tiltölulega „blönduð" (þótt varla sé eðlilegt að tala um kreól í því
tilviki). En rétt er þó að taka fram að þetta hreinleikahugtak er auðvit-
að afstætt. Það fer eftir því við hvað er miðað. Þótt stöðluð danska frá
19. öld og upphafi þeirrar 20. hafi í sér þætti sem rekja má til erlendra
áhrifa, ekki síst þýskra, getur sú tunga talist „hrein" danska miðað við
þau áhrif sem fram hafa komið frá ensku á 20. og 21. öld, því augljós-
lega koma sífellt ný tökuorð inn í dönsku. Og í raun er íslenska langt
5Ekki eru skýr dæmi um það í seinni tíma íslensku að ný hljóð verði til fyrir er-
lend áhrif. Hugsanlegt er að nýjungar í framburði á borð við það sem kallað hefur
verið „Texas-x", þ.e. þegar orð eins og vaxa eru borin fram með lokhljóði [vaksa] í
stað [vaxsa] stafi af áhrifum frá ensku. Einnig mætti láta sér detta í hug að svokallað
„tjaldmæli", þegar orð eins og tjald eru borin fram með tvinnhljóði: [tsjalt], en ekki
sem [thjalt] sé það að einhverju leyti fyrir ensk áhrif. Það er þó engan veginn augljóst
að þessar framburðamýjungar eigi rætur að rekja til slíkra áhrifa; í báðum tilvikum
getur sem best verið um að ræða eðlilegar hljóðbreytingar.