Orð og tunga - 01.06.2009, Side 97

Orð og tunga - 01.06.2009, Side 97
Kristján Árnason: Að bera sér orð í munn 87 og fær þar með nýja merkingu. Fjölda annarra dæma má finna um þetta. Þannig merkir orðið sjoppa annað en enska orðið shop og sögnin teika merkir, eins og minnst var á, allt annað en enska sögnin to take. Þegar þessi orð koma inn í málið verður til ný merkingareining eða „semem".6 Spurningin sem hér vaknar er hversu skjótt þessi merkingarlega aðlögun á sér stað. Og í raun má spyrja hvort það sé yfirleitt hugs- anlegt að erlent orð sem notað er í íslenskum texta hafi nokkurn tíma sömu merkingu og þegar það er notað í upphaflega samhengi veiti- málsins. Ein skilgreining á merkingu orða, sem kennd er við breska málfræðinginn J.R. Firth, er að hún sé summa þeirra mállegu aðstæðna sem þau eru notuð við („the sum of its linguistic environments", sbr. Singleton 2000:20), og samkvæmt þeim skilningi hlýtur notkun orðs í nýju tungumáli að hafa áhrif á merkingu þess við það eitt að koma í hið framandi umhverfi. Vera kann að þessi túlkun sé í róttækara lagi og vissulega ekki í samræmi við það sem málræktarmenn myndu vilja segja um það hvenær orð öðlast þegnrétt í máli, en í henni felst þó eitthvert sann- leikskorn, og því oftar sem erlend orð eru notuð í íslensku, því líklegra er að þau þrói með sér sérstaka merkinu, ólíka veitimálinu. 3.2 Beygingarleg og hljóðkerfísleg aðlögun Ekki hefur hér verið mikið sagt um beygingarlega aðlögun tökuorða, en hún er auðvitað eitt af því sem má nota sem mælikvarða um að- lögun. I seinni tíma málfræðikenningum er orðhlutagerð (morfólógía) oft talin eiga heima í orðasafni, og margt mælir með því að líta á beygingu orða (þ.e. formbreytileika eftir setningarlegu og merkingar- legu umhverfi) sem hluta af orðakerfinu. Samkvæmt því er hentugt að lýsa beygingu orða í orðasafninu, þannig að beygingarmyndir, a.m.k. kennimyndir og „kenniföll", væru skráðar undir „flettunum". Meðal þess sem mælir með því að líta á beygingarmyndir íslenskra orða sem hluta af orðasafninu er sú staðreynd að beygingu fylgja svip- uð hljóðlögmál og vissri gerð af orðmyndun, sem er orðin inngróin í orðin eða „lexíkalíseruð" (sbr. Kristján Árnason 2005a:301-312, Þor- 6Hér má nefna að í dönsku, sem hefur mikið af tökuorðum úr ensku og öðrum málum, hafa orð eins og city 'miðbær' fengið aðra merkingu en enska orðið sem það á rætur til, sem merkir '(stór) borg'.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.