Orð og tunga - 01.06.2009, Qupperneq 97
Kristján Árnason: Að bera sér orð í munn
87
og fær þar með nýja merkingu. Fjölda annarra dæma má finna um
þetta. Þannig merkir orðið sjoppa annað en enska orðið shop og sögnin
teika merkir, eins og minnst var á, allt annað en enska sögnin to take.
Þegar þessi orð koma inn í málið verður til ný merkingareining eða
„semem".6
Spurningin sem hér vaknar er hversu skjótt þessi merkingarlega
aðlögun á sér stað. Og í raun má spyrja hvort það sé yfirleitt hugs-
anlegt að erlent orð sem notað er í íslenskum texta hafi nokkurn tíma
sömu merkingu og þegar það er notað í upphaflega samhengi veiti-
málsins. Ein skilgreining á merkingu orða, sem kennd er við breska
málfræðinginn J.R. Firth, er að hún sé summa þeirra mállegu aðstæðna
sem þau eru notuð við („the sum of its linguistic environments", sbr.
Singleton 2000:20), og samkvæmt þeim skilningi hlýtur notkun orðs í
nýju tungumáli að hafa áhrif á merkingu þess við það eitt að koma í
hið framandi umhverfi.
Vera kann að þessi túlkun sé í róttækara lagi og vissulega ekki
í samræmi við það sem málræktarmenn myndu vilja segja um það
hvenær orð öðlast þegnrétt í máli, en í henni felst þó eitthvert sann-
leikskorn, og því oftar sem erlend orð eru notuð í íslensku, því líklegra
er að þau þrói með sér sérstaka merkinu, ólíka veitimálinu.
3.2 Beygingarleg og hljóðkerfísleg aðlögun
Ekki hefur hér verið mikið sagt um beygingarlega aðlögun tökuorða,
en hún er auðvitað eitt af því sem má nota sem mælikvarða um að-
lögun. I seinni tíma málfræðikenningum er orðhlutagerð (morfólógía)
oft talin eiga heima í orðasafni, og margt mælir með því að líta á
beygingu orða (þ.e. formbreytileika eftir setningarlegu og merkingar-
legu umhverfi) sem hluta af orðakerfinu. Samkvæmt því er hentugt að
lýsa beygingu orða í orðasafninu, þannig að beygingarmyndir, a.m.k.
kennimyndir og „kenniföll", væru skráðar undir „flettunum".
Meðal þess sem mælir með því að líta á beygingarmyndir íslenskra
orða sem hluta af orðasafninu er sú staðreynd að beygingu fylgja svip-
uð hljóðlögmál og vissri gerð af orðmyndun, sem er orðin inngróin í
orðin eða „lexíkalíseruð" (sbr. Kristján Árnason 2005a:301-312, Þor-
6Hér má nefna að í dönsku, sem hefur mikið af tökuorðum úr ensku og öðrum
málum, hafa orð eins og city 'miðbær' fengið aðra merkingu en enska orðið sem það
á rætur til, sem merkir '(stór) borg'.