Orð og tunga - 01.06.2009, Síða 106
96
Orð og tunga
íslenskan fer, eða hefur gjarna farið, aðra leið en færeyska, því
langflest tökuorð hafa fram að þessu tekið aðaláherslu á fyrsta at-
kvæði, sbr. diskótek, stúdent, Aristóteles o.s.frv. En eins og dæmin sanna
eru slettur í íslensku máli þó oft með áherslu á öðrum stað en fyrsta
atkvæði. Þannig var greinileg áhersla á þriðja atkvæðinu í informeisjon
eins og það var borið fram í símtalinu sem vitnað var til í (1), og áður
hefur verið minnst á framburð orða eins og prósent og intellígent með
áherslu á síðasta atkvæðinu: [prou'sent], [intdi'cent]. Hér ber þó að
hafa í huga að þessi orð eru oftast borin fram með íslensku hljóðafari
að öðru leyti en áherslunni, t.d. aftraddast /n/ (í órödduðum fram-
burði) á undan harðhljóðinu /t/ í orðunum prósent og intellígent hjá
þeim sem á annað borð hafa óraddaðan framburð við þessar aðstæð-
ur. Og í síðarnefnda orðinu er notað íslenskt framgómmælt [c], en ekki
enskt [d^], og framburðurinn er ekki heldur eins og í dönsku, sem
hefur uppgómmælt lokhljóð í samsvarandi orði (en líklegast er orðið
upphaflega fengið þaðan).
Kristján Árnason (1996) fjallar um það hvernig hægt sé að gera
grein fyrir þessari sambúð „germanskrar" og „rómanskrar" áherslu í
íslensku og færeysku. Þar er ræddur sá möguleiki að þegar orð eins
og Securitas, sem oftast er borið fram með áherslu á þriðja síðasta at-
kvæði eins og tíðkast í mörgum Evrópumálum, sé það gert með því
að fella það í sama flokk og form eins ó'vitlaus og hálfleiðinlegur, sem
hálfpartinn er farið með eins og orðasambönd. Sé þetta gert er hægt
að halda þeirri reglu að orðáhersla sé á fyrsta atkvæði, en viss form,
þar á meðal erlendar myndir eins og infor'meisjon séu undanþegnar
þessu. Þannig lagi þessar erlendu „slettur" sig að heimakerfinu með
því að líkja eftir formum sem fyrir eru. Niðurstaðan var að þegar það
gerist í íslensku að áhersla er látin falla á seinna atkvæðið í dæmum
eins og þessum sé það gert með þeim hætti að orðin eru slitin í sundur
og farið með þau eins og orðasambönd. Þetta er raunar ekki bundið
við tökuorð eða forskeytt orð eins og þau sem nefnd voru, því það er
algengt að orð séu slitin í sundur, eins og þegar orðið Vestmannaeyj-
ar er borið fram: Vestmanna - eyjar með þyngri áherslu á seinni liðn-
um en þeim fyrri. Þetta gerist þannig að búin eru til tvö orð, og sam-
kvæmt reglum um setningaráherslu er hið síðara líklegra til að bera
áherslu.
Þetta þýðir það með öðrum orðum að ekki er (enn sem komið er)
ástæða til að gera ráð fyrir að í íslensku orðasafni séu orð sem hafa