Orð og tunga - 01.06.2009, Qupperneq 129
Baldur Jónsson: Klambrar saga
119
ber í huga að sumir máldagarnir eru beinar eða óbeinar uppskriftir úr
eldri máldögum.2 3
Engin örugg merki er að sjá í þessum gögnum um annað en hina
upphaflegu beygingu (þg. Klömbur, ef. Klambrar), og sama er að segja
um Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns? Þessi gamla beyging
hefir raunar tórt að nokkru leyti fram á þennan dag, en eftir 1800 má
búast við ýmiss konar ruglingi.
í manntalinu 1703 heita allir bæirnir Klömbur, og norðlensku bæ-
irnir halda því nafni áfram í manntölum á 19. öld.4 En í manntal-
inu 1801 hefir bærinn undir Eyjafjöllum fengið nafnið Klambra, síð-
an Klömbrur (kv. ft.) í manntalinu 1816 (sjá bls. 170 og 171) og aftur
Klambra í manntalinu 1845.
Norðanlands hefir nefnifallsmyndin Klömbur enst eitthvað lengur,
en snemma á 19. öld er einnig kominn ruglingur á nafnið þar, þótt ekki
sjáist í manntölum, þar sem nafnið er einungis í nefnifalli. I sýslu- og
sóknalýsingum Bókmenntafélagsins, sem samdar voru skömmu fyrir
miðja 19. öld, er beyging nafnsins orðin blendin, og má ætla að Klömb-
ur hafi þá almennt verið skilið sem fleirtöluorð, en dráttur verður á
því, að nýtt nefnifall, Klömbrur eða Klambrar, líti dagsins ljós nyrðra.
Enn fremur má benda á sjálfa útgáfu fornbréfasafnsins, þar sem
registrið er oft í ósamræmi við skjalið sem út er gefið og vísað til.
Þótt bær sé nefndur Klömbur í útgáfunni, heitir hann e.t.v. „Klömbrur"
eða „Klambra" í registrinu. Misræmi af þessu tagi, milli registurs og
2Í bréfi einu frá 16. öld er bæjarnafnið í Vesturhópi í einu handriti skrifað „klumb-
ur" (DI 9:385), en það er eflaust misritun. í danskri þýðingu sama bréfs (DI 9:386)
stendur „Klombur", sbr. einnig „klombur" í neðanmálsgrein á sömu síðu.
3Þetta kann að vera ofmælt. Mörg dæmanna í fornbréfasafni eru um Klambrar land,
sem oftast er skrifað í einu orði, en í eitt skiptið er það stafsett „jklajmbraland". Það
er úr máldaga Maríukirkju að Borg undir Eyjafjöllum, sem talinn er frá 1371, en hand-
ritið er frá 1607. - í Gíslamáldögum, frá 1570 og síðar, segir að kirkjan að Borg undir
Eyjafjöllum eigi „Klambrarland" (svo ritað). Þessir máldagar eru varðveittir í upp-
skriftum frá 17. öld. í einni þeirra, JS 147 4to, frá um 1655 stendur „Klambraland".
Útgefandi fornbréfasafns segir (DI 15:546) að hún sé ónákvæm. - Hér hefir ekki ver-
ið lagt mikið upp úr þessum dæmum, því að í samsetningum hefir lengi verið flökt
á endingunum -a og -ar í lok fyrri liðar, og má því vera að „[klajmbraland" sé ekki
annað en ónákvæmur ritháttur (sbr. Pál Bjamarson 1921-1923:278). Hins vegar gæti
slík ónákvæmni, bæði í rithætti og framburði, hafa stuðlað að breytingu á beygingu
orðsins klömbur og þannig verið nokkur vitnisburður um að gamla beygingin væri
orðin ótrygg í sessi.
4Í manntalinu 1801 er margt stafsett á danska vísu, m.a. „Klömber" (í Vesturhópi).