Orð og tunga - 01.06.2009, Síða 144
134
Orð og tunga
feril orðanna klömbur, klömbrur og klambra. Elstu samsetningarnar hafa
klambrar- að fyrri lið, sem vill síðar breytast í klambra-, einkum þar sem
síðari liðurinn byrjar á samhljóði.
í máldögum og skjölum allt frá 1318 til loka 16. aldar eru nokkur
dæmi um samsetninguna Klambrarland (einu sinni ritað í tveimur orð-
um), þar sem átt er við Klömbur í Aðaldal eða Klömbur undir Eyja-
fjöllum. En í uppskriftum frá 17. öld eru dæmi um ritháttinn Klambra-
land (sjá 3. nmgr.). Tillmeigingar til að fella niður r-ið er því farið að
gæta eigi síðar en á 17. öld. í jarðabók Árna og Páls (8:192-193) eru
nefndir Klambrar ábúendur en bæði Klambrarmenn og Klambramenn í
Húnavatnssýslu.
Loks eru til samsetningar sem byrja á klömbru-, en um þær eru eng-
ar heimildir fyrr en fleirtöluorðið klömbrur er komið til sögunnar á 17.
öld. Sennilegt er að slíkar samsetningar séu frá síðustu (fjórum) öld-
um, kenndar við klömbrur, ellegar orðnar til við umskipti, þannig að
klömbru- hafi verið sett, þar sem klambra(r)- var áður, og máltíska ráð-
ið því. Forliðnum klambrar- var því meiri hætta búin sem fleiri hurfu
frá því að beygja orðið klömbur á forna vísu og fleirtöluorðið klömbrur
varð algengara. Sjá Baldur Jónsson 2008:75-77 og 87-88.
I köflunum um einstaka bæi hér á undan hafa verið nefnd allmörg
dæmi, þar sem telja má nokkuð ljóst að skipt hafi verið um forlið í
örnefnum, þ.e. klömbru- hefir komið í stað eldra klambra(r)- (sjá einkum
2.4). Þau dæmi verða ekki endurtekin hér. En auk þeirra er vitað um
fáein samsett örnefni sem gerð skal grein fyrir að lokum.
í örnefnaskrá Fjarðar í Seyðisfirði er Klambrafoss talinn meðal fossa
í Fjarðará. Líklega hefir hann upphaflega heitið Klambrarfoss og ver-
ið kenndur við klömbrina, þ.e. klettaþrengslin, sem hann fellur um.
Hún sést vel á ljósmyndinni (bls. 135) sem tekin var 21. sept. 2008,
þegar vatn var með minnsta móti í ánni. Nú er þessi foss einnig kall-
aður Klömbrufoss þar eystra, og er það enn eitt dæmi þess að forliður
breytist við umskipti en ekki hljóðbreytingu.33
í lýsingu Ölveshrepps 1703 eftir Hálfdan Jónsson á Reykjum er
getið um Klambrargil í Reykjadal í Ölfusi. Þar er gamla beygingin á
klömbur í fullu gildi.34 í heimildum frá síðari hluta 20. aldar er þetta
33Ég þakka Hjörleifi Guttormssyni fyrir að fræða mig um þennan foss og útvega
mynd af honum. Myndina tók Jóhann Sveinbjömsson, bæjargjaldkeri á Seyðisfirði,
og nefndi hann Klömbnifoss í orðaskiptum sínum við Hjörleif.
MSjá Hálfdan Jónsson 1979:241. Gilið er nefnt Klambragil í útgáfu lýsingarinnar í