Orð og tunga - 01.06.2014, Blaðsíða 18

Orð og tunga - 01.06.2014, Blaðsíða 18
6 Orð og tungn sem átti sér merka sögu. Upp hófst leit að fornum rithefðum sem víða gat af sér hreintungustefnu. Skýr greinarmunur var gerður á tungu- málum og mállýskum og þurfti hvert tungumál að hafa ritmáls- staðal.4 Einnig var mikilvægt að geta sýnt fram á að ritmálið ætti sér einhverja stoð í samtímanum á meðal alþýðu manna og litið var á þjóð og tungumál sem einingu, þar sem tungumálið væri ein helsta birtingarmynd þjóðareðlisins (sbr. Leerssen 1999:103-107). Orofin tengsl forníslensku og alþýðumáls samtímans fólu því í sér beinan pólitískan ávinning fyrir land og þjóð og ummælum um slíkt ber að taka með miklum fyrirvara. 3 Afmörkun og aðferðafræði 3.1 Fyrri athuganir I sögulegri umfjöllun um S3-orðaröð í íslensku er jafnan gert ráð fyrir að tímabilið 1600-1850 skeri sig úr vegna aukinna erlendra áhrifa (sbr. t.d. Jakob Jóh. Smára 1920:13, Heycock & Wallenberg 2013). Heycock & Wallenberg (2013) athuguðu stöðu persónubeygðrar sagnar í auka- setningum með neitun og öðrum miðlægum5 atviksorðum í íslensk- um frásagnartextum frá 12. öld til 21. aldar. Þau komust að því að á umræddu tímabili hafi S3 tíðkast með allt að 40% hlutfallstíðni í ákveðnum gerðum setninga, en síðan horfið nær algerlega. Þau vekja athygli á að á 17. og 18. öld komi S3 í íslensku einmitt helst fyrir í 4 Aðgreining milli tungumáls og mállýsku kemur skýrt fram hjá Rask (1818:278-279) í umfjöllun hans um íslensku andspænis færeysku. Eins og skandinavísku meginlandsmálin er íslenska að hans mati tungumál („spráket pá sjelfva Island") en aftur á móti talar hann um færeysku sem mállýsku („en folkdialekt"). 5 Mismunandi ao. hegða sér á ólíka vegu (sjá t.d. Maling 1980, Höskuld Þráinsson 2010, Asgrím Angantýsson 2011 og tilv. í þessum ritum). Staða sumra ao. er mjög frjáls en annarra fastskorðaðri, t.d. náttúrulega and- spænis alltaf í aðalsetningum (< > táknar breytilega stöðu, * að tiltekin staða sé ótæk): (i) Jón <náttúrulega> les <náttúrulega> fyrir svefninn <náttúrulega> (ii) Jón *<alltaf> les <alltaf> fyrir svefninn *<alltaf> í (ii) sést að alltaf verður að standa strax á eftir persónubeygðri sögn, ólíkt náttúrulega í (i). Atviksorð eins og alltaferu þess vegna kölluð miðlæg og í þann flokk falla m.a. tíðaratviksorð og neitun. Vegna fastrar stöðu sinnar veita þau traustari vísbendingar um setningafræðilega stöðu annarra hluta setningarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.