Orð og tunga - 01.06.2014, Blaðsíða 157
Jónína Hafsteinsdóttir: Þveit
145
fengið heiti sitt af „þveit" sem höggvin var í ísinn? í nágrannalöndum
fengu ruddir blettir og skikar í skógum nafnið Þveit og voru nýttir
til ræktunar og búsetu. Gæti ekki „þveitin" - rennan eða vökin - í
ísilögðu vatninu á sama hátt hafa orðið ígildi nafns og að lokum fest
sig í sessi sem slíkt og tekið til alls vatnsins?
Sagnir eru um nykur og fleiri kynjaskepnur í Þveitinni og hafa
ýmsir, sem farið hafa yfir hana á ís, einkum síðla dags, heyrt þar
drunur og ólæti mikil og hefur ekki þótt ráðlegt að vera þar einn á ferð
í myrkri (Guðmundur Jónsson Hoffell 1946:84-85). Svipaðar sagnir
skráði Sigfús Sigfússon í þjóðsagnasafni sínu (Islenskar pjóðsögur
og sagnir IV 1982:93-94) en nefnir vatnið Þveiti (hk.). Freistandi er
að álykta að þarna kunni að búa að baki varúðarráðstöfun, jafnvel
sumpart vegna „þveitarinnar" í ísnum. Brestir í ís geta einmitt verið
merki þess að hann sé ótraustur og vert að fara þá að öllu með gát.
Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur séð ástæðu til að brýna fyrir al-
menningi að fara ekki út á ís sem orðinn sé ótraustur vegna hláku og
snúa ævinlega við ef brestir heyrast (Skessuhorn 24. janúar 2008).
Heimildaskrá
Aasen, Ivar. 1918. Norsk ordbok med dansk forklaring. 4. útgáfa. Kristiania:
Cammermeyer.
Byggðasaga = Byggðasaga Austur-Skaftafellssýslu. I—III. 1971-1976. Reykjavík:
Bókaútgáfa Guðjóns O. Guðjónssonar.
Dam, Peder og Johnny Gogsig Jakobsen. 2007. Danske middelalderlige ryd-
ningsbebyggelser. í: Birgit Eggert, Bente Holmberg og Bent Jorgensen
(ritstj.). Nordiske navnes centralitet og regionalitet. Rapport fra NORNAs 35.
symposium pá Bomholm 4.-7. maj 2006, bls. 35-59. NORNA-Rapporter
82.
Fellows-Jensen, Gillian. 1994. Vikinger i England og Normandiet: Hv'ad sted-
navnene fortæller. I: Gillian Fellows-Jensen og Bente Holmberg (ritstj.).
Vikingetidcns sted- og personnavne. Rapport fra NORNAs 22. symposium i
Kobenhavn 14.-16. januar 1993, bls. 67-87. NORNA-Rapporter 54.
Guðmundur Jónsson Hoffell. 1946. Skaftfellskar þjóðsögur og sagnir. Akureyri:
Þorsteinn M. Jónsson.
Guðrún Guðmundsdóttir. 1975. Minningar úr Hornafirði. Reykjavík: Hið ís-
lenska bókmenntafélag.
Hald, Kristian. 1950. Vore stednavne. Kaupmannahöfn: Udvalget for Folke-
oplysnings Fremme.
Holmberg, Bente. 2007. Centralitet og regionalitet i Bornholms sted- og
personnavne. I: Birgit Eggert, Bente Holmberg og Bent Jorgensen (ritstj.).