Orð og tunga - 01.06.2014, Blaðsíða 145
Kristín Bjarnadóttir: Beygingarlýsing íslensks nútímamáls
133
nota á gögnin í leiðréttingarhugbúnað. Lausnin í BÍN er að styðjast við
tíðnitölur og málkenndina. Orðmyndum sem koma sárasjaldan fyrir,
jafnvel í ótraustum heimildum, og þykja að auki verulega ankanna-
legar er því sleppt. Þetta er of frjálslegt fyrir þá sem vilja að verkið
sýni málið aðeins eins og það á að vera „að bestu manna vitund" en of
íhaldssamt fyrir þá sem vilja fá allt með, ef það hefur á annað borð sést
í málinu. Þar sem BIN er ætlað að þjóna tveimur herrum, máltækni
og almennum notendum, verður að fara bil beggja. Sérstök ástæða
er til að fara varlega vegna þess að notendur vefsíðunnar virðast oft
gera ráð fyrir því að BIN sé vottunaraðili um það sem talið er rétt
mál, þrátt fyrir að í athugasemdunum með beygingardæmunum sé
oft tekið fram að tiltekin afbrigði séu ekki í samræmi við núgildandi
stafsetningu eða stefnu stífustu málræktarmanna.17
Lýsingin á beygingarkerfinu í BÍN takmarkast af því að leitað er að
einstökum beygingarmyndum eftir því sem ástæða þykir til en ekki
viðhöfð allsherjar orðmyndaleit í ómörkuðum texta, enda er slík að-
gerð óframkvæmanleg. Astæðan er m.a. sú að margræðni beyging-
armynda í íslensku er gríðarleg, bæði innan beygingardæmis og á
milli þeirra. Sem dæmi má nefna orðmyndina minni sem kemur fram
í fjórum orðum, alls í 36 beygingarmyndum.18
Margræðnin er augljós af tölum um beygingarmyndir og orð-
myndir í BIN. Þar eru 5,8 milljón beygingarmyndir (þ.e. orðmyndir
með marki eða greiningarstreng) en orðmyndir eru 2,8 milljónir. Af
þeim eru 1,8 milljón orðmyndir sem bara koma fyrir á einum stað,
þ.e. ótvíræðar eða einræðar orðmyndir. Milljón orðmyndir eru því
margræðar. I Töflu 4 eru tölur um tvíræðni beygingarmynda en þar
eru tölurnar hærri þar sem beygingarmynd er orðmynd með marki
eða greiningarstreng.
17 I BIN erætlast til þess aðnotendur myndi sér skoðun sjálfir. M.ö.o. er spumingunni
um það hvað er gott og rétt ekki svarað í BIN. Til þess skortir einfaldlega rann-
sóknir.
18 Orðmyndin minni: miðstig af lýsingarorðinu lítill (20 beygingarmyndir), sögnin
minna (10 beygingarmyndir), hvorugkynsnafnorðið minni (5 beygingarmyndir) og
svo þágufall eintölu, kvenkyn af eignarfornafninu minn.