Orð og tunga - 01.06.2014, Blaðsíða 164
152
Orð og tunga
(NORNA-rapporter 89.) Uppsala: NORNA-förlaget. 2013. (380 bls.)
ISBN 978-917-276-088-2.
I ritinu eru 19 greinar sem tengjast nöfnum og strandmenningu á einn eða
annan hátt. Greinarnar fjalla bæði um örnefni og mannanöfn í strandmenn-
ingunni á Norðurlöndum, frá Finnlandi í austri til íslands í vestri en nær
líka allt suður til Hollands. Fjallað er bæði um nútímanöfn og nöfn frá mið-
öldum og síðmiðöldum. Við sögu koma m.a. nöfn á seglskútum við Finn-
landsstrendur (Anita Schybergson), nöfn á veiðistöðum við Island (Svavar
Sigmundsson) og nöfn sem koma fyrir í Knýtlinga sögu (Alexandra Petrule-
vich). Guðrún Kvaran á greinina „Islandske person- og gadenavne tilknyttet
havet". Þar er sagt frá eiginnöfnum fólks eins og Ægir og Unnur og sam-
setningum með Haf-, Mar- og Sæ- og einnig frá götum sem draga heiti sitt af
sjónum. Þá fjallar Peder Gammeltoft um stöðu örnefnarannsókna í nútím-
anum og skyggnist inn í framtíðina. Ritinu lýkur með samantekt yfir um-
fjöllunarefnið eftir Mats Wahlberg. Greinar eru á dönsku, norsku og sænsku
með útdráttum á ensku eða þýsku. Ritið kallast á við NORNA-rapporter 41
frá 1989 sem ber titilinn Stadnamn i kystkulturen.
Nanm i stadsmiljö. Handlingar frán NORNA:s 42 symposium i Helsing-
fors den 10-12 november 2011. Redigerade av Leila Mattfolk, Maria
Vidberg och Pamela Gustavsson. (NORNA-rapporter 90.) Helsing-
fors: Institutet för de inhemska spráken og NORNA-förlaget. 2013.
(270 bls.) ISBN 978-952-544-682-1.
1 ritinu eru sextán greinar eftir jafnmarga höfunda. Greinarnar fjalla á ein-
hvern hátt um nöfn í borgum og öðru þéttbýli, hvort sem um er að ræða nöfn
á stöðum eða fólki. Þannig er þarna að finna greinar sem fjalla sérstaklega
um rannsóknasviðið þéttbýlisnöfn (urban names, urbane namn) (Gunnstein
Akselberg), um slangur í Helsinki (Mona Forsskáhl), um mannanöfn í
sænskum bæjum á 17. öld (Katharina Leibring og Kristina Neumiiller), um
hvernig þéttbýlisnöfn eru notuð í auglýsingaskyni (Staffan Nyström) og
um óformleg nöfn sem verða til meðal bama í þéttbýli í Gautaborg, m.a. í
fleirtyngdu umhverfi (Maria Löfdahl og Sofia Tingsell). Þá fjallar Marianne
Blomqvist um þær leifar sem kýr hafa skilið eftir í örnefnum í strandhéruðum
Finnlands frá miðöldum til nútíma. Greinarnar eru á norsku og sænsku en
með enskum útdráttum.
Upplýsingar um hvernig hægt er að panta ritin er að finna á heimasíðunni
www.noma.org.
Ainiala, Terhi, Minna Saarelma og Paula Sjöblom. Names in Focus.
An Introduction to Finnish Onomastics. Þýð.: Leonard Pearl. (Studia
Fennica Linguistica 17.) Helsinki: Suomalaisen Kirjallisuuden Seu-
ra. 2012. (287 bls.) ÍSBN 978-952-222-387-6.
Þriðja ritið sem hér verður nefnt ber titilinn Names in Focus. An Introduction to
Finnish Onomastics. Það kom upphaflega út á finnsku árið 2008. Höfundamir