Orð og tunga - 01.06.2014, Blaðsíða 23
Heimir Freyr: Afstaða sagnar til neitunar á 19. öld
11
vænta að hlutfall S3-orðaraðar sé hærra á fyrri hluta aldarinnar en
eftir 1850. Þessi spá gengur að miklu leyti eftir, sbr. töflu 1.
Tímabil S2 S3 Hlutfall S3
f.hl. 19. aldar 225 178 44,2%
1875 161 28 14,8%
1900 350 41 10,5%
Tafln 1. Breytan S2/S3 í blöðum og tímaritum, 19. öld
Fyrir 1850 er hlutfall S3 hátt og í sumum textum svo hátt (hæst tæp
78%) að ekki er augljóst hvort bæri að telja S2 eða S3 hina ómörkuðu
orðaröð (sjá viðauka, töflu 7). Árin 1875 og 1900 hefur hlutfall S2
aukist mjög á kostnað S3, þó að í sumum tímaritum sé hlutfall S3
enn á bilinu 20-35%. Munurinn á 1800-1850 og 1875 er tölfræðilega
marktækur en ekki munurinn á 1875 og 1900." Þessar niðurstöður
þarf auðvitað ekki að túlka svo að eiginleg málbreyting hafi orðið,
t.d. ef stílfræðileg viðmið ritmáls hafa færst nær mæltu máli. Þá er
ekki óhugsandi að málstýring ritstjóra á einstökum blöðum skipti
máli; sumir ritstjórar á síðari hluta 19. aldar munu hafa verið miklir
málhreinsunarmenn (sbr. kafla 5). Þetta þarf hvort tveggja að kanna
nánar og á stærra safni en hér liggur til grundvallar.
Til þess að fræðast nánar um eðli breytileikans er forvitnilegt að
skoða hlutfall S3 í ólíku setningafræðilegu umhverfi. Tafla 2 sýnir
dreifingu eftir tegund aukasetningar og sýnd eru dæmi um hverja
gerð í (11) og (12), annars vegar S2 og hins vegar S3.
Tegund aukasetningar 1800-1850 1875 1900
Atvikssetningar Tilvísunarsetningar Skýringarsetningar Spurnarsetningar 48,5% (94/194) 79,3% (23/29) 35,4% (58/164) 50,0% (3/6) 21,3% (20/94) 36,4% (4/11) 4,9% (4/81) 0,0% (0/3) 14,6% (23/158) 25,0% (6/24) 5,3% (11/207) 50,0% (1/2)
Tafla 2. Hlutfall S3 af heildardæmafjölda eftir tegund aukasetningar.
ii
Kí-kvaðratspróf Pearsons sýnir að tölfræðilega marktækur munur er á f.hl. 19.
aldar og 1875, p-gildi = 0,000000000005291. Á 1875 og 1900 er munurinn ekki töl-
fræðilega marktækur, p-gildi = 0,1699.