Orð og tunga - 01.06.2014, Blaðsíða 130
118
Orð og tunga
eða fyrsta mál (s.s. Bretland, írland, Kanada, Ástralía, Nýja-Sjáland,
Suður-Afríka) eru alls ekki meðal 10 helstu upprunalanda stúdenta sem
leita til Islands. Bandaríkjamönnum hefur raunar fjölgað í íslenskum
háskólum frá 2001 en hlutfallslega þó mun minna en stúdentum frá
Þýskalandi, Frakklandi, Póllandi, Kína og fleiri löndum þar sem
enska er ekki algengasta fyrsta mál. Hvað varðar háskólakennarana er
svipaða sögu að segja. Af erlendum akademískum starfsmönnum (135
manns) við íslensku háskólana haustið 2010 voru t.a.m. aðeins 17%
(23 manns) samanlagt frá Bretlandi, Bandaríkjunum og Kanada. Þetta
sýnir að aukin enskunotkun í háskólastarfi, m.a. á íslandi, stafar fyrst
og fremst af því að enska er alþjóðlegt samskiptamál og vísindamál
sem þjóðir heims nota til viðbótar við eigin tungumál. Það er m.ö.o.
daglegt brauð í háskólum eins og í öðrum samfélagsgeirum að enska,
töluð og rituð, sé samskiptamál tveggja eða fleiri einstaklinga sem
tala hana ekki sem móðurmál eða fyrsta mál.
160
140
Mynd 17. Tíu alengustu upprunalönd erlendra stúdenta í Háskóla íslands árið 2011.
Byggt er á tölum á vef Háskóla íslands (Erlendir nemendur í Háskóla íslands).
6 Niðurlag
Enska hefur orðið sífellt fyrirferðarmeiri í íslenskri háskólakennslu
og rannsóknarstarfi undanfarna áratugi og einkum eftir aldamót. Er-
lendum nemendum og starfsmönnum hefur jafnframt fjölgað stór-
lega, sbr. yfirlitið í 5. kafla hér á undan. Kennsla fer að nokkru leyti
fram á ensku, einkum í framhaldsnámi. í 4. kafla hér á undan kom
t.a.m. fram að skólaárið 2010-2011 voru 11,7% allra námskeiða í Há-
skóla Islands og 23,4% allra námskeiða í Háskólanum í Reykjavík
kennd á ensku. Lokaritgerðum á ensku fjölgar. Úttekt í 3. kafla sýnir