Orð og tunga - 01.06.2014, Blaðsíða 106
94
Orð og tunga
viðkomandi þjóðtungu og ensku. Markmiðið er að hvorugt málanna
ryðji hinu úr vegi í háskólastarfseminni.
Engum blöðum er um það að fletta að enska er ráðandi tungumál
um þessar mundir í hinu alþjóðlega menntunar- og vísindasamfélagi
sem íslensku háskólarnir eru hluti af (sjá t.d. Ammon 2010:113-116).
Háskólayfirvöld standa frammi fyrir því að móta og framfylgja stefnu
um sambúð íslensku og ensku í stjórnun, rannsóknum, kennslu
og samskiptum almennt í íslenska háskólasamfélaginu; sambúð
sem tryggir vöxt og viðgang íslensku sem kennslu- og vísindamáls
jafnframt því sem kostir ensku og enskukunnáttu eru nýttir eins og
við á í alþjóðlegu menntunar- og fræðaumhverfi. Hvað sem líður
stærð og námsframboði ber öllum íslensku háskólunum að rækja það
tvíþætta hlutverk að sinna jafnt innlendum þörfum sem alþjóðlegu
fræðasamfélagi. Eftirfarandi kaflar fjalla á einn eða annan hátt um
það vandasama verkefni.
I 2. kafla hér á eftir, Háskólar og skjalfest málstefna, er greint frá
íslenskri málstefnu, lögum um íslenskt mál og skjalfestri málstefnu
íslenskra háskóla að svo miklu leyti sem hún liggur fyrir. í 3. kafla,
sem nefnist Útgáfumál, er að finna úttekt á því á hvaða tungumáli
íslenskir háskólastarfsmenn birta einkum rannsóknir sínar og á hvaða
máli doktorsritgerðir eru skrifaðar við íslenska háskóla. 4. kafli nefnist
Kennslumál og þar má sjá hver hlutur ensku og íslensku er í grunnnámi
og í framhaldsnámi í íslensku háskólunum. I 5. kafla, Háskólastarfsemi
þvert á landamæri og þjóðerni, er m.a. greint frá samsetningu nemenda-
og kennarahópsins í íslensku skólunum m.t.t. ríkisfangs. í 6. kafla,
Niðurlagi, er að finna stutta samantekt og lokaorð.
2 Háskólar og skjalfest málstefna
2.1 Opinber málstefna og háskólar á íslandi
Alþingi samþykkti árið 2011 Lög um stöðu íslenskrar tungu og ís-
lensks táknmáls, að tillögu sérfræðinganefndar mennta- og menning-
armálaráðherra. Löggjöfin markar ákveðin tímamót í sögu íslenskrar
málræktar og málstefnu. í lögunum er kveðið á um að íslenska sé
þjóðtunga íslendinga og opinbert mál á íslandi (1. gr.) og að íslenska
sé opinbert mál lslands á alþjóðavettvangi (12. gr.). Lögin mæla svo
fyrir að ríki og sveitarfélög beri ábyrgð á að varðveita og efla íslenska
tungu og skuli sjá til þess að hún sé notuð (5. gr.); þjóðtungan sé sam-