Orð og tunga - 01.06.2014, Blaðsíða 163
Ritfregnir
151
í Evrópurétti, sem fjallar um sambandið milli ríkisborgararéttar, tungumáls
og minnihlutasamfélaga víðs vegar í Evrópu. I tveimur greinum er vísað
beint til málstefnu Norðurlanda frá 2006 (http://www.norden.org/is/utgafa/
utgefid-efni/2007-746/at_download/publicationfile) þar sem m.a. er kveðið
á um samhliða tungumálanotkun, bæði hvað varðar sambúð opinbers máls
og minnihlutamála í einstökum ríkjum og sambúð þjóðtungnanna og ensku.
Annars vegar fjallar Anne Holmen um efnið frá sjónarhóli minnihlutahópa
í Danmörku í greininni „Does the Nordic concept of parallel language use
apply to minority children in Denmark?". Hins vegar fjallar Birna Arn-
bjömsdóttir um samband þjóðtungunnar, dönsku og ensku á Islandi og í
Færeyjum í greininni „Four Languages in a Changing Nordic Linguistic
Environment". Hún beinir einkum sjónum að því hversu gott vald íslenskir
og færeyskir háskólanemar hafa á dönsku og ensku, hvaða áhrif það hefur
á nám þeirra að þurfa að nota önnur mál en móðurmálið í námi sínu og
hvemig megi auka færni þeirra í því samhengi. Þessar greinar, einkum grein
Birnu, eru áhugaverðar í samanburði við grein Ara Páls Kristinssonar og
Haraldar Bernharðssonar í þessu hefti þar sem þeir fjalla um notkun íslensku
og ensku í háskólum á íslandi í ljósi málstefnu Norðurlanda en þeir nálgast
efnið úr svolítið annarri átt.
Sigurður Jónsson, Christer Laurén, Johan Myking & Heribert Picht.
Pamllellsprnk og domene / Parallelsprog og domæne / Parallellsprcík och
domdn / Samhliða mál og umdæmi / Rinnakkaiskieli ja domeeni. Oslo:
Novus forlag. 2013. (196 bls.) ISBN 978-82-7099-726-8.
I bókinni er umræða um málstefnu Norðurlanda, bæði í heild og innan ein-
stakra ríkja eða svæða. Sérstök áhersla er lögð á hugtökin „samhliða mál" (d.
parallelsprog) og „umdæmi" (d. domæne), merkingu þeirra og notkun, eink-
um í tengslum við sérfræðimál, t.d. í háskólum. í því sambandi er m.a. gerð
grein fyrir stöðunni í hverju málsamfélagi fyrir sig. Höfundarnir eru nor-
rænir íðorðafræðingar.
Ný rit í nafnfræði
Talsvert kom út um norræna nafnfræði á árinu 2013 eins og fyrri ár, ekki
síst í tímaritum en einnig í útgáfum Norrænu nafnfræðisamtakanna (NORNA,
Nordiska samarbetskommittén för namnforskning). A árinu 2013 komu út
NORNA-rapporter 89 og 90 og hafa að meðaltali komið út um tvö hefti á ári
síðan samtökin voru stofnuð 1971.1 NORNA-rapporter eru einkum gefin út
greinasöfn sem tengjast ráðstefnum og þingum samtakanna.
Novn í strandamentanini/Navne i kystkulturen. Forelæsninger fra det 41.
NORNA-symposium i Tórshavn 2.-4. juni 2011. Redaktion Tina K. Ja-
kobsen, Kristin Magnussen, Anfinnur Johansen og Eivind Weyhe.