Jólakver

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Jólakver - 01.12.1924, Qupperneq 15

Jólakver - 01.12.1924, Qupperneq 15
ifr &b: KÁTT ER Á JÓLUNUM •\-v\ Æ HN GIN hátíð er meiri fagnaðarhátíð en jóla- hátíðin. Hún er móðir allra annara hátíða, því hún er haldin í minningu þess, sem er upp- haf hins raikla gleðiboðskapar, — í minningu þess, að frelsari mannanna fæddist í heiminn. Á engri há- tíð er eins mikið um dýrðir og á jólunum. Allir fagna komu jólanna, og allir kosta kapps um að hafa þá svo mikla viðhöfn og svo mikinn fögnuð, sem föng eru á. En einkum eru það börnin, sem hlakka mjög til jólanna. „Kátt er á jólunum; — koma þau sennu, segja börnin, þegar jólin nálgast. Löngu, löngu áður en jólin koma spyrja börnin, hvort nú sé langt til jólanna, og ef illa liggur á þeim, þegar jólin eru í nánd, þarf oft eigi annað en kveða við þau þessa gömlu vísu: „Það skal gefa börnum brauð, að bíta í á jólunum, kertaljós og klæðin rauð, svo komist þau úr bólunum, væna flís af feitum sauð, er fjalla gekk á hólunum. Nú er hún gamla Grýla dauð; gafst hún upp á rólunum“.

x

Jólakver

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólakver
https://timarit.is/publication/1211

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.