Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2013, Síða 76

Náttúrufræðingurinn - 2013, Síða 76
Náttúrufræðingurinn 76 þó að leitað hafi verið á helstu sandsíla svæðum umhverfis eyjarnar og allt austur að Vík. Raunar hafa yfirleitt fengist svo fá sandsíli þar að aldurshlutföll í sýnunum segja litla sögu. Á sama tíma veiddist meira af síli á öðrum svæðum. Svo virðist sem stofn sandsílis í nágrenni við Vestmannaeyjar hafi orðið fyrir áfalli sem hefur nánast þurrkað hann út. Ástand á stofni sandsílis við Vestmannaeyjar var því augljós- lega lakara en á öðrum stöðum þar sem þó fundust eldri síli við upphaf rannsóknanna. Alls staðar vantaði þó 2005 árganginn sem hefði átt að finnast í athugunum sumarið 2006. Afrakstur rannsókna sumarið 2007 var svipaður og árið áður þar sem áfram var ördeyða við Vestmanna- eyjar og Vík. Rannsóknirnar það sum ar staðfestu að árgangar sand- síl is frá 2005 og 2006 voru alls staðar afar litlir. Í ágúst 2007 bárust fréttir af umtalsverðu magni sandsílis víða á grunnslóð við landið sunnan- og vestanvert. Svo virðist sem sandsíla- seiði hafi borist inn á svæðin eftir að rannsóknaleiðangri sumarsins lauk. Athuganir á sandsílum sem aflað var í grennd við Vestmannaeyjar og einnig í Faxaflóa haustið 2007 sýndu að þetta voru seiði sem höfðu klak- ist þá um vorið. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að í rannsóknaleiðangri 2007 fengust ekki sérstaklega mörg seiði nema í Breiðafirði. Einnig virt- ust lundar í Vestmannaeyjum ekki finna þessi seiði fyrr en í byrjun ágúst því þá vakti athygli að pysjur hættu að drepast í varpholunum. Síðan hefur árgangurinn frá 2007 verið ríkjandi í stofni sandsílis víðast hvar. Þessar rannsóknir á sandsíli sýna að nýliðun í stofninn, metin sem fjöldi eins árs fiska, hefur mis farist öll árin frá 2005 ef undanskilinn er 2007 árgangurinn. Bæði árin 2009 og 2010 fannst talsvert af seiðum á öðrum svæðum en við Suðurströnd ina, en þau skiluðu sér ekki í stofn inn sem eins árs gamlir fiskar. Hlut fallslega mikið fannst af seiðum sumarið 2012 á öllum rannsókna svæðum en það hlutfall magnast upp vegna þess hve litlir aðrir ár gang ar eru. Þá er einnig rétt að vekja athygli á því að fáir ýsumagar innihéldu sandsíli haustið 2012 sem getur bent til lélegrar nýliðunar sandsílis enn eitt árið. Tímasetning sandsílaleiðangra hentar ekki sérlega vel til athugana á seiðum frá vorinu. Ástæðan er sú að sandsílaseiðin sem klekjast út um vorið eru uppi í sjó fyrri hluta sumars. Um mitt sumar byrja seiði að grafa sig í sandinn og verða þá fyrst veiðanleg í plóginn. Þó er líklegt að mikið magn sandsílaseiða kæmi í ljós á þeim svæðum sem athuguð eru, ef seiðin væru til staðar. Stöðugt er leitað að sandsíli með fiskileitartækjum á rannsókna- bátnum og einnig er áhersla lögð á að fylgjast með atferli sjófugla og hvala sem geta gefið vísbendingar um hvar sandsíli er að finna. Í rann- sókn um undanfarin ár var fjöldi seiða mestur árin 2007, 2009 og 2010, en einungis 2007 árgangurinn skil- aði góðri nýliðun. Þá má benda á að þau sandsílaseiði sem fengust sumarið 2007 voru óvenjulega stór. Að teknu tilliti til þess virðist sem leiðangur í júlí geti þrátt fyrir allt veitt vísbendingar um styrk árgangs þess árs. Fjöldi sandsíla í ýsumögum virðist einnig vera í samræmi við aðrar athuganir á styrk árganga. Mjög fá sandsíli fundust í ýsu- mög um haustin 2003 til 2010, með þeirri undantekingu að haustið 2007 fundust sandsíli í fjórðungi þeirra. Það bendir einnig til þess að tals- verður hluti sandsíla sem ýsa étur á haustin séu seiði frá vorinu sem hugsanlega mætti nýta sem vísbend- ingu um styrk árgangsins. Ástæður þessara hrakfara hjá sandsíli liggja ekki fyrir. Þó má nefna að á þeim svæðum sem rann- sóknir hafa verið stundaðar hefur orðið markverð aukning í stofnum síldar Clupea harengus og ýsu, en stofnar beggja tegunda uxu mjög hratt upp úr aldamótum og voru í hámarki árin 2008 og 2006.35 Sama má segja um stofn skötusels Lophius piscatorius sem óx mikið á árunum frá 2002 til 2005.36 Aukning í þessum þremur tegundum, sem éta egg, seiði og fullorðin sandsíli, gæti hafa aukið afrán á sandsíli á rannsókna- svæðunum. Ef þetta er eina skýr- ingin á lélegu ástandi sandsílis þá þyrfti afránið að hafa verið mest við Vestmannaeyjar og einnig þyrfti afrán á sandsílaseiði að hafa verið minna 2007 en næstu árin bæði fyrir og eftir það. Það virðist ekki mjög líklegt þótt nákvæmar upplýs- ingar vanti. Makríl Scomber scombrus hefur einnig fjölgað mikið undan- farin sumur í íslenskri landhelgi.35 Makríll er þekktur afræningi á sandsíli í Norðursjó37 en hér við land er fæðan aðallega smávaxin krabbadýr.38 Það er því augljóst að makríll getur haft neikvæð áhrif á sandsíli með samkeppni við það um fæðu og með afráni. Ólíklegt virðist að notkun á dragnót á sandsílasvæðum kunni að hafa orsakað þau vandræði sem stofn sandsílis er í. Til að svo megi vera þyrfti sókn með dragnót að sveiflast í takti við breytingar á stofn stærð eða nýliðun hjá sandsíli. Handbærar upplýsingar virðast afsanna þessa kenningu þar sem sókn með dragnót hefur verið til- tölulega stöðug frá síðustu alda- mótum.39 Einnig hafa ekki fundist neikvæð áhrif af dragnót á lífríki hafsbotnsins hér við land.40 Þá má benda á að hrunið í stofni sandsílis við Vestmannaeyjar varð bæði á svæðum þar sem dragnótaveiðar eru leyfðar og bannaðar. Því verður að telja ólíklegt að skýring á breyt- ing um í stofni sandsílis tengist drag nótaveiðum. Auk afráns og samkeppni um fæðu geta verið aðrar ástæður fyrir bresti í nýliðun sandsílis, svo sem breytingar í umhverfinu. Frá því hrygningu sandsílis lýkur um ára- mót og þar til hrogn klekjast út vorið eftir getur margt gerst. Hraði eggþroska ræðst fyrst og fremst af sjávarhita, seltu og birtu en sömu þættir ráða einnig tímasetningu klaks.41 Sú tímasetningin getur verið afdrifarík því seiðin þurfa fljótlega eftir klak að finna hentuga fæðu. Hafi hækkun sjávarhita við landið flýtt klaki sandsílis án þess að hafa samsvar andi áhrif á fæðuhópa seiðanna gætu þau hafa drepist úr
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.