Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2013, Síða 80

Náttúrufræðingurinn - 2013, Síða 80
Náttúrufræðingurinn 80 Framleiðsla á etanóli úr flóknum lífmassa með hitakærum bakteríum Inngangur Framleiðsla á etanóli úr lífrænum efnum með gerjun örvera hefur verið þekkt mjög lengi. Gersvepp- urinn Saccharomyces cerevisae hefur verið notaður frá örófi alda til framleiðslu á víni og bjór og við gerjun á brauði og öðrum bökunar- vörum. Notkun sveppsins til að fram leiða etanól sem notað er sem lífeldsneyti er hins vegar nýrra af nálinni og má rekja til Brasilíu á fyrri hluta síðustu aldar og síðar einnig til Bandaríkjanna en þessi lönd eru langstærstu etanól fram- leiðendur í heiminum í dag.1 Hrá- efnið sem þessi lönd nota er annars vegar tvísykran súkrósi, unnin úr sykurreyr í Brasilíu og sterkja, sem unnin er úr korni, aðallega maís, í Bandaríkjunum.1 Bæði þessi hráefni eru tiltölulega auðniðurbrjótanleg og þurfa litla formeðhöndlun fyrir gerjun. Í þessum löndum hafa stjórn völd sett á laggirnar stór verkefni til þess að auka þessa framleiðslu. Þetta hefur nú á síðari árum sætt mikillar gagnrýni vegna margvíslegra ástæðna. Í fyrsta lagi er þessi framleiðsla etanóls í beinni samkeppni við fóður og matvæla- framleiðslu og hefur leitt til hækk- unar á matvælaverði í heiminum í dag.2 Í öðru lagi er þessi etanól framleiðsla ekki eins umhverfisvæn og menn töldu í upphafi. Oft þarf t.d. að ryðja land til ræktunar og þó svo að um sé að ræða endur- nýjan legan orkugjafa þá þarf að sá plöntunum á ræktunarsvæði, ná í það eftir að ræktun lýkur, formeð- höndla lífmassann fyrir gerjunina auk eimingar á eftir gerjun.3 Við langflesta af þessum þáttum er not- uð orka sem er ekki endurnýjanleg. Á síðari árum hefur því áhugi manna beinst að framleiðslu á etanóli úr s.k. flóknum lífmassa (e. lignocellulosic biomass). Slíkur lífmassi er til staðar í öllum plöntum og samanstendur af sellullósa, hemisellulósa og tréni (e. lignin) (1. mynd). Sellulósi er glúkósa fjölliða en hemisellulósi er samsettur úr margvíslegum sykrum sem inni- halda bæði hexósur og pentósur auk annarra sykurafleiða.4 Fjöl lið- urnar eru samofnar í lífmassanum en til að nýta bæði sellulósa og hemi sellulósa til etanólframleiðslu þarf fyrst að losa um þær og aðskilja. Þetta er yfirleitt gert með því að nota margvíslega efnafræðilegar formeðhöndlanir en oftast er væg sýra eða vægur basi notaður.3 Eftir slíka formeðhöndlun þarf síðan að vatnsrjúfa (e. hydrolyse) fjölliðurnar í einsykrur áður en hægt er að gerja þær í etanól. Gerjun slíks hráefnis er því mun dýrari kostur en að nota einfaldari lífmassa eins og sterkju og sykrur. Yfirlit yfir framleiðslu etan óls úr einföldu hráefni (sykrur, Jóhann Örlygsson Möguleg framleiðsla á etanóli með gerjun örvera hitakærra baktería hefur á síðari árum verið talsvert rannsökuð í heiminum til fram leiðslu á lífrænu eldsneyti og þá aðallega sem mótvægi við fram leiðslu jarðefnaeldsneytis. Megin ástæða aukinnar umfjöllunar á slíkri framleiðslu er vegna hækk- andi hitastigs á jörðinni, en aukinn styrkur koltvísýrings vegna bruna jarð- efnaeldsneytis er talinn valda því. Etanól er ein tegund lífræns eldsneytis sem hægt er að framleiða með gerjun og hefur framleiðslan aukist gríðar lega á síðari árum, aðallega þó úr einföldum sykrum og hráefni sem er í beinni samkeppni við fóður og matvæli. Augu manna hafa því beinst að etanólframleiðslu úr öðru hráefni eins og t.d. flóknum lífmassa (e. lignocellulose). Farið verður yfir þá gerj unar ferla sem gersveppir og bakterí ur nota til framleiðslu á etanóli en hitakærar bakteríur skoðaðar sér stak lega, og þá aðallega bakterí ur sem hafa verið einangraðar úr íslensk um hverum. Farið verður yfir helstu nýtnitölur sem heimilir eru til um hvað varðar etanól fram leiðslu, bæði úr einföldum sykrum sem og úr hýdrólýsötum úr flóknari lífmassa. Helstu ættkvíslum hita kærra baktería (Clostridium, Thermo anaero bacter, Thermoanaerobacterium) sem eru þekktar sem öflugir etanól framleiðendur er lýst og kostir og gallar þess að nota hitakærar bakt eríur í slíkri fram leiðslu eru tíund aðir. Að lokum er velt fyrir sér þeim möguleikum sem felast í notkun slíkra baktería til etanólframleiðslu úr íslenskum lífmassa. Náttúrufræðingurinn 83 (1–2), bls. 80–86, 2013 Ritrýnd grein
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.