Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2016, Blaðsíða 9

Náttúrufræðingurinn - 2016, Blaðsíða 9
81 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags staðsett með GPS-staðsetningartæki og ljósmyndir í góðri upplausn teknar. Jarðvegur á Sveinahrauni er víða sendinn og jarðvegseyðing mikil og þurfti nokkrar atlögur þangað til viðunandi árangur náðist. NIÐURSTÖÐUR Mæld jarðvegssnið Í ágúst árið 2012 voru mæld jarðvegssnið sem gáfu góð fyrirheit um að leysa mætti gátuna um aldur Sveinahrauns. Þau voru á tveimur stöðum með um 20 kílómetra millibili á Sveina- og Randarhólagígaröðinni, þ.e. við Randarhóla annars vegar og Vegasveina hins vegar (3. mynd). Í Randarhólum voru snið mæld bæði sunnan og norðan gíganna, og einnig á rofstalli í Jökulsárgljúfrum (5. mynd). Í Vegasveinum var snið mælt í gjallnámu í þeim gíg sem næstur er þjóðveginum um Mývatnsöræfi (6. mynd). Í hásuður frá Syðsta-Randarhól liggur um 1 km löng hrauntunga (5. mynd). Markast vesturjaðar hennar af barmi Jökulsárgljúfurs. Vegna árrofsins má auðveldlega komast að undirlagi hraunsins (7. mynd, snið 1 á 8. mynd). Ekki var búist við miklu þegar rótað var í gjallið næst undir hrauninu en eftir því sem dýpra kom reyndust jarðlögin þó áhugaverð. Neðst í sniðinu, næst ofan á grágrýti, er svart gjóskuríkt sandlag dálítið malarblandið. Ofan á því er 60 cm þykkt lag úr loftbornu gjalli, þar sem stærstu molarnir eru 6–7 cm í þvermál. Upptök þess eru vafalaust í Randarhólum sem eru 800 m norðvestan sniðsins. Um önnur upptök er vart að ræða. Næst ofan á gjalllaginu er gráhvítt gjóskulag, um 2–3 cm þykkt. Hefur hluti af gjóskunni hripað niður í gegnum gjallið fyrir neðan. Ofar tekur við 40 cm þykkt lag af sandblönduðu núnu gjalli, greinilega tilfluttu og uppsöfnuðu. Síðan tekur við annað lag af loftbornu gjalli, um 40 cm þykkt. Þetta lag er fínna í korninu en það neðra og nær upp undir hraunið efst í sniðinu. Telja má víst að gjallið og hraunið tilheyri sama gosi. Snið var mælt utan í Syðsta- Randarhól, norðan megin (snið 3; 5. og 8. mynd). Þar mátti sjá Heklu-5 mjög glögglega og 26 cm neðar er dökkt fínkorna lag, mögulega Saksunarvatns-gjóskan. Annað snið var mælt um 400 m norðan Syðsta- Randarhóls, í þykku rofabarði (snið 2 og 2a; 5. og 8. mynd). Þar mátti sjá gjallið frá gígunum og ljósa (súra) gjósku næst ofan á því líkt og í sniði 1 sunnar. Fínkorna gjall er næst ofan á ljósa laginu. Skömmu eftir að sniðin við Randarhóla voru skoðuð fannst gott snið í gjallnámu í Vegasveinum (7. mynd, snið 4 á 9. mynd). Við nánari skoðun kom í ljós að ofan á gjallinu var ljóst gjóskulag (10. mynd). Eins og við Randarhóla hafði askan hripað talsvert niður í gjallið. Ofan á ljósa laginu er um 5. mynd. Snið í Randarhólum og við Hafragilsfoss (snið 1, 2, 3, 5 og 6).42 – Locations of soil sections east of Jökulsárgljúfur Canyon at Randarhólar and Hafragilsfoss waterfall.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.