Náttúrufræðingurinn - 2016, Page 46
Náttúrufræðingurinn
118
11. mynd. Loftið yfir fermetranum á 10. mynd. – The ceiling above the square meter on Fig.
10. Ljósm./Photo: ÁBS 2014.
9. mynd. Útlínur Stefánshellis eftir uppdrætti Reichs 1973. Fimm
mismunandi gerðir dropstráabrota sem safnað var af einum fermetra
gólfs (undir brotstað). Örvar sýna fundarstað. Samtals 1.516 brot,
heildarlengd 28,4 m.20 – The outline of Stefánshellir, drawn after
Reich’s map 1973. Five different types of fragments collected from
one square meter of floor (underneath the breakage area). See arrow.
A total of 1,516 fragments, total length 28.4 m.20 Uppdráttur og
ljósm./Drawing and photo: ÁBS.
10. mynd. Stækkun úr 9. mynd. Gefur aðeins betri hugmynd um
hlutfallslega stærð svæðisins sem safnað var af. – Enlargement of
Fig. 11. Gives a little better idea of the relative size of the square
meter the fragments were collected from. Uppdráttur og ljósm./
Drawing and photo: ÁBS.
20 dropsteinum sem annar höfunda
lagfærði ásamt félaga sínum 1995
höfðu sjö verið brotnir aftur árið
2010. Brot eins höfðu verið fjarlægð.
Þá ákváðu höfundar að snúa sér
aftur að Stefánshelli. Í fimm ferðum
sumrin 2014 og 2015 voru taldir
608 brotstaðir í um þremur fjórðu
hlutum hellisins. Þegar sú tala er
framreiknuð á hellinn allan má gera
ráð fyrir að um 800 dropsteinar hafi
verið brotnir og með öllu fjarlægðir
úr hellinum (8. mynd).
Athugunin sýnir að hver og
einn einasti dropsteinn hefur verið
fjarlægður. Af örverugróðri og
öðrum ummerkjum virðast flestir
steinarnir hafa verið teknir snemma,
þ.e. strax seint á öðrum og á þriðja
áratug síðustu aldar. Sérkennileg
hraundrýlaþyrping, sem annar
höfunda sá í æsku, hvarf hinsvegar
ekki fyrr en eftir 1960.
Til að fá hugmynd um skaðann
var ákveðið að meta magn dropstráa
á tveim aðskildum fermetrum
Stefánshellis. Tínd voru upp þau
brot sem til náðist á hvorum stað.
Afgangurinn, sem metinn var um
30% brotanna í heild, leyndist í
sprungum og skorum og var óhægt
um vik að ná þeim stráum.
Af fyrri fermetranum, undir
skreyttasta stað hellisins (9., 10. og
11. mynd), tíndum við 1.516 brot.
Meðallengd hvers brots var 19 mm.
Heildarlengd brota af þessum eina
fermetra var 28,4 m og þyngd um
2 kg. Hvelfingin umhverfis er um
15×30 m, eða um 450 fermetrar.
Þar af voru a.m.k. 100 fermetrar
jafnskreyttir og fermetrinn sem talið
var af.
Af síðari fermetranum reyndist
heildarlengd brota vera um 8
metrar. Ætla má að að lágmarki hafi
1–2 metrar dropstráa (t.d. 10×10 cm
eða 20×5 cm) hangið úr hverjum
fermetra hellisloftsins að jafnaði.
Stefánshellir er 1.520 m að lengd, að
jafnaði 7–8 m á breidd og þannig yfir
10 þúsund fermetrar að flatarmáli.
Í allt töldu höfundar og ljós-
mynduðu brotstaði 608 dropsteina í