Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2016, Síða 51

Náttúrufræðingurinn - 2016, Síða 51
123 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags í Eimreiðargreininni 1920 vegna þess að hann hafi gert sér grein fyrir áhuganum og ásókninni sem fyrri hellagrein hans, um Surtshelli og Víðgelmi í Skírni 1910,17 hafði í för með sér. Dropsteinasöfnun og skemmdir byrjuðu líklega fljótlega eftir að athygli var vakin á hellinum. Grípandi lýsing Matthíasar á gerð og myndunum Víðgelmis jók aðdráttarafl hellisins líklega meira en lýsing Vegamannahellis í ýtarlegri grein í Tímanum í júlí 1963.34 Vegamannahellir var hreinsaður út strax sama sumar, á örfáum vikum.35 Það sem gerðist í Stefánshelli á fyrstu áratugunum og fram yfir miðja síðustu öld gaf tóninn fyrir það sem koma skyldi. Næstir voru Víðgelmir, Rauf- ar hólshellir, Borgarhellir, Vega- mannahellir, Vatnshellir, Leiðarendi, í þessari röð, auk fjölda annarra minni hella. Dropsteinar í hraunhellum landsins voru fyrst friðlýstir 1958 og friðlýsingin síðan ítrekuð 1974.22,23 Þrátt fyrir friðlýsingarnar er ekkert lát á skemmdum. Ástandið er alvarlegt. Fari fram sem horfir munum „við“ gereyða dropsteinsmyndunum hraunhellanna, friðlýstum náttúru- minjum, á fáeinum áratugum. Ekki aðeins það. Við munum halda áfram að skaða vinsælustu hellana og nærumhverfi þeirra stórkostlega og óbætanlega, eins og raunin er nú orðin um Leiðarenda í Reykjanesfólkvangi og landi Hafnarfjarðar,35,36 og um fleiri hella. Hraunhellar Íslands, slagæðakerfi dyngju- og eldborgarhraunanna, áhrifamiklar, sérstæðar, fagrar og einhverjar viðkvæmustu náttúru- minjar landsins, hafa stórlega látið á sjá af mannavöldum. Og á því er ekkert lát. Öfugt við það sem annars staðar gerist í veröldinni eru flestir hellanna opnir og aðgengilegir. Alla síðustu öld eyðilagði íslenskur almenningur og erlendir ferðamenn í óvitaskap eða safnáráttu óheyrilegt magn dropsteina, dropstráa og annarra viðkvæmra myndana í flestum þekktum hraunhellum landsins og öllum þeim merkustu. Reyndar lengur í Surtshelli. Ekkert virtist draga úr þrátt fyrir náttúruverndarlög 1956 og friðlýsingu Náttúruverndarráðs á dropsteinsmyndunum í hraun- hellum landsins 1958. Á núlíðandi öld tók ekki betra við. Hraðvaxandi ferðamannastraumur, þörf fyrir afþreyingu og frjáls umgengnisréttur hafa leitt til vaxandi álags, ágangs og umtals verðra skemmda, jafnt í gamal kunnum sem nýfundnum hraun hellum. Mitt í öllu þessu uppnámi eru staðsetningarhnit hraunhellisopa og fleiri viðkvæm gögn Hella- rannsóknafélags Íslands og samstarfsaðila birt opinberlega árið 2006, þvert á góða hellamennsku.24 Hvað er til ráða? Verndun og varðveisla viðkvæmrar náttúru landsins þarfnast endur- skoðunar. Ný hugsun, þekking, hófsemi, virðing og áræðni í bland – þetta er ekki aðeins forsenda sáttar við okkar eldgömlu Ísafold, heldur forsenda mannlífs hér á jörð. Verndun er ekki lengur fólgin í dæmigerðri íslenskri friðlýsingu, innantómum orðum og aðgerðaleysi í framhaldinu. Þvert á móti: Verndun og varðveisla íslenskrar náttúru, og nýting hennar með sýningu að hinu fyrrtalda gefnu, krefst alls hins besta í okkur. Vilja, samráðs, samvinnu, þekkingar, útsjónarsemi og áræðni. Það eru ljós í myrkrinu. Við búum yfir hæfileikum, aðlögunarhæfni og vilja til samstarfs. Við þurfum núna að læra að líta í eigin barm og taka okkur taki. Við gerum öll mistök. Enginn verður minni maður við að viðurkenna mistök sín. Læra. Vandinn leysist ekki fyrr en þrjóskast er við. Við erum úrræðagóð og búum yfir getu til að læra og vinna saman. Til þess var okkur jú vitið gefið. Og samfélagið, samfélag manna, er forsenda þess að mennskan njóti sín. Í því ljósi og trú á það góða er skrifuð þessi óvenjulega og óhefðbundna grein. Abstract Surtshellir in Hallmundarhraun Surtshellir, or the Surtshellir-Stefáns hellir system, the longest and best known lava cave in Iceland, is discussed in a rather un- conventional manner. The main emphasis is on the causal relationship between hu- man visits/traffic and damage. Historical records, starting with Hallmundarkviða from the 9th or 10th century, to the torture of Órækja Snorrason in the 13th century, are gathered. The exploration of the cave starts with the visit of Þorkell Arngrímsson, first reported in Thomæ Bartolini Acta med- ica & philosophica Hafniensia, 1675 or 1676. Eggert Ólafsson and Bjarni Pálsson explore and survey the cave in 1750 and 1753 and describe it in their travel book publ. 1772. Their travel book soon became popular. It was translated into German, English and French before the end of the 18th century and widely read. The main observations, travel reports and scientific reports from 1675–1972 are covered, with the main em- phasis on the relationship between human traffic and damage. Under the heading, Memories from Kalmanstunga, Árni, one of the authors, covers the years of his childhood years in upper Borgarfjörður. By that time the caus- al relationship between human visits and damage had been clear to the locals at Kalmanstunga for a long time. Almost considered a law of nature. The finding of the Gullborg caves in the summer of 1957 is braided with the comments of the elders, news coverage, countermeasures, nature conservation laws and the Nature Conservation Council’s declaration of the dripstone formations of lava caves as natu- ral monuments. The countermeasures slowed the process, but came nowhere near preventing the damage the elders at Kalmanstunga foresaw. The poor conservation state of the lava caves is discussed. On the contrary, else- where on earth, the caves are more or less open and accessible to the public and tour- ists alike. Such a situation leads inevitably and without exception to damage. The GPS-location of most cave entrances have been published and are easily available, both from written sources and on the inter- net. Once the coordinates are known, the caves can easily be found and most of them
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.