Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2016, Síða 55

Náttúrufræðingurinn - 2016, Síða 55
127 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Sveinbjörn Björnsson Geislavirka eðalgasið radon fannst árið 1900 en áður voru þekkt geislavirku frumefnin úran, þórín, radín og pólon. Á vegum Kaupmannahafnarháskóla fór Þorkell Þorkelsson eðlisfræðingur í leiðangra til Íslands sumrin 1904 og 1906 til þess að kanna hvort geislavirk efni fyndust þar í hverum. Menn gátu sér þess til að óvenju mikil geislavirkni í bergi gæti verið varmagjafi fyrir eldfjöll og jarðhita á Íslandi. Þorkell fann radon í hveragasi og þeim mun meira sem jarðhitinn var ákafari. Það nægði þó ekki sem varmagjafi fyrir eldvirkni en benti til þess að á virkustu jarðhitasvæðunum væri radín, móðurefni radons, í meiri styrk en almennt í íslensku bergi. Jarðhitadeild raforkumálastjóra endurtók þessar mælingar á árunum 1965 og 1966 og staðfestu þær niðurstöður Þorkels í megindráttum. Almennt er styrkur radíns í basalti lítill en nokkru hærri í súru bergi. Í gasi frá hverum og laugum á lághitasvæðum er yfirleitt lítill radonstyrkur en hann er til muna hærri í gasi frá háhitasvæðum. Styrkur stöðugustu samsætu radons (222Rn) helmingast með geislavirkni á 3,8 dögum. Radon nær því ekki að ferðast langt frá móðurefninu radíni áður en það deyr með geislun og breytist í málm. Sennilegast er að jarðhitavatnið skoli radínið úr bergi við háan hita í rótum jarðhitakerfanna og það falli síðan úr vatninu við lægri hita og safnist í meiri styrk í útfellingum nærri yfirborði í uppstreymisrásum jarðhitans. Þaðan komi radon í hveragasið. Niðurstöður mælinga á radoni og skammlífari samsætu þess, þóroni (220Rn), í jarðvegi yfir misgengjum styrkja þessa tilgátu. Radon getur nýst sem ferilefni í rannsóknum. Mælingar á radonstyrk í kvikugasi í Surtsey sýndu að upprunalegt vatn sem losnaði úr kviku þar nam aðeins 0,67% af þunga kvikunnar (wt%). Gufa í þessu magni veldur ekki sprengingum þegar hún losnar í gígnum en það gerðist meðan sjór flæddi inn að auki. Radon hefur einnig komið að gagni sem forboði jarðskjálfta. Aðstæður til að prófa gildi radonmælinga í því skyni eru óvenju góðar á jarðskjálftasvæði Suðurlands. Glögg dæmi um tengsl radons í hverum og aðdraganda stórra skjálfta fengust í skjálftunum 17. og 21. júní árið 2000. Náttúrufræðingurinn 86 (3–4), bls. 127–135, 2016 Ritrýnd grein Radon í hveragasi og bergi INNGANGSORÐ Náttúruleg geislavirkni í bergi á Íslandi er almennt lítil. Ættmæður geislavirku raðanna, úran og þórín, eru í mun minni styrk í basalthraunlögum úthafsskorpu en súrara bergi meginlandanna. Þegar menn voru að uppgötva geislavirkni í lok 19. aldar, og áttuðu sig á þeim varma sem hún losaði, var ekki að undra að þeim dytti í hug að það væri óvenju mikil geislavirkni í bergi sem kynti undir eldfjöllum og goshverum á Íslandi. Þetta varð til þess að Ísland dróst inn í fyrstu leit að náttúrulegri geislavirkni strax í byrjun 20. aldar. Í þessari grein verður sagt frá mælingum Þorkels Þorkelssonar á radoni í hveragasi og endurtekningu þeirra mælinga á vegum Jarðhitadeildar raforkumálastjóra á árunum 1965 og 1966. Radon í jarðvegi getur vísað á hulin misgengi. Einnig er vikið að mælingum á radoni í kviku Surtseyjar og tilraunum til að vara við jarðskjálfta með vöktun á radoni í jarðhitavatni. Þorkell Þorkelsson stundaði nám í eðlisfræði við Kaupmanna- hafnarháskóla frá 1898 og lauk þar cand. mag.-prófi 1903. Sama ár innritaðist Niels Bohr til náms í eðlisfræði við skólann. Þetta voru ár mikilla uppgötvana á sviði geislavirkni og Danir fylgdust vel með. Henri Becquerel hafði uppgötvað geislavirkni árið 1897 og Marie Curie og Pierre Curie höfðu einangrað geislavirkt radínklóríð 1898 og dregið af því þá ályktun að þar væri áður óþekkt geislavirkt frumefni, radín. Fyrir þessar rannsóknir hlutu Becquerel og Curiehjónin nóbelsverðlaun 1903. Curiehjónin tóku eftir því 1899 að loft í ílátum sem geymt höfðu radínklóríð hélst geislavirkt í mánuð eftir að klóríðið var fjarlægt. Árið 1900 sýndi Dorn fram á að í loftinu væri áður óþekkt geislavirk gastegund sem hann nefndi emanation, seinna kölluð radium emanation, og virtist koma úr radínklóríðinu. Þessi gastegund fékk að lokum heitið radon og var fimmta þekkta geislavirka frumefnið, á eftir úrani, þóríni, radíni og póloni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.