Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Náttúrufræðingurinn - 2016, Qupperneq 56

Náttúrufræðingurinn - 2016, Qupperneq 56
Náttúrufræðingurinn 128 Lord Rayleigh varð 1895 var við að í andrúmslofti voru fleiri gas- tegundir en súrefni (O2), nitur (N2) og koldíoxíð (CO2). Í samvinnu við Ramsay tókst honum að einangra áður óþekkta gastegund, argon. Þeim varð ljóst að til var flokkur gastegunda sem fengu heitið eðalgös vegna þess hve treg þau voru til að ganga í efnasambönd. Helíum var áður þekkt og árið 1898 tókst Ramsey að einangra gösin krypton, neon og xenon í þessum flokki. Fyrir þessar uppgötvanir hlutu Rayleigh og Ramsey nóbelsverðlaun árið 1904. Árið 1903 var aðstaða til eðlis- fræðitilrauna ekki fyrir hendi við Kaupmannahafnarháskólann en hún var í boði við tækniháskólann, Polyteknisk Læreanstalt, hjá prófessor K. Prytz. Þar var miðstöð danskra eðlisfræðitilrauna þar til Níels Bohr fékk eðlisfræðistofnun sína 1921. Þorkell fékk vinnu hjá Prytz sem aðstoðarkennari 1904– 1908. Sumarið 1904 fékk hann styrk til að safna gassýnum úr hverum á Suðvesturlandi til að kanna hvort í þeim væru geislavirkar gastegundir. Svo reyndist vera og einnig fundust helíum og argon í þessum sýnum. Það þótti mjög athyglisvert að finna geislavirk efni á Íslandi og menn veltu því fyrir sér hvort þau væru hitagjafi fyrir jarðhitann. Þorkell hlaut nú stóran styrk úr Carlsberg- sjóði til nýs leiðangurs sumarið 1906. Í þetta sinn var hafist handa við Mývatn og síðan farið um Eyjafjörð og Skagafjörð, suður Kjalveg, um Árnessýslu, og yfir Hellisheiði til Reykjavíkur. Með Þorkatli í báðum leiðöngrum var aðstoðarmaður „S. Jónsson“ (líklega Sigurður Jónsson læknanemi frá Eyrarbakka).1,2 Þeir mældu radonsýnin sam- dægurs í jónahylki (1. mynd) við hveri en sýni af öðrum hveragösum voru mæld í Kaupmannahöfn. Auk radons var megináhersla lögð á að greina eðalgösin argon og helíum. Þorkell fluttist heim 1908 og kenndi við Gagnfræðaskólann á Akureyri næstu tíu ár. Niðurstöður hans birtust í miklu riti, The Hot Springs of Iceland, árið 1910.2 Þar er að finna ýtarlegar lýsingar á staðháttum og hveravirkni, mæli- aðferðum og niðurstöðum greininga á gastegundunum brennisteinsvetni (H2S), koldíoxíði (CO2), vetni (H2), metani (CH4), súrefni (O2), nitri (N2), argoni (Ar), helíum (He) og radoni (Rn). Þorkell tók undir fyrra álit Bunsens3 um að N2 og Ar væru nær eingöngu ættuð úr andrúmslofti. Þau hefðu leyst upp í köldu grunnvatni og flust með því um djúpt berg. Á leiðinni hefði bergið tekið súrefnið til sín í efnasambönd en látið frá sér radon inn í strauminn. Radon hlyti að stafa frá móðurefninu radíni sem væri skammt undan þar sem radonið kemst ekki langt áður en það umbreytist. Helmingunartími radons er aðeins 3,8 dagar. Þorkell tók sýni af bergi og leir við hveri til að kanna hvort í þeim væri geislavirkni en svo reyndist ekki vera. Í heild virtist Þorkatli ólíklegt að geislavirkni í berginu nægði til að skýra hita hveranna. Með fullveldi Íslands 1918 var sett á fót Löggildingarstofnun voga 1. mynd. Tækið sem Þorkell notaði við mælingar á styrk radons er nefnt jónahylki. Gas sem á að mæla er sett inn í málm hylkið I. Ofan á því er kúlulaga málmhús rafsjár, einangrað frá málmhylkinu. Stöngin g situr í einangrandi tappa og heldur uppi miðstöng hylkisins, k. Í heild virka þessir hlutar sem tveir rafþéttar með sameiginlegt innra skaut í stöngunum k og g en ytri skaut í útveggjum jónahylkisins og rafsjárinnar. Þegar rafhleðslur sitja á innra skautinu sperrist állaufblað rafsjárinnar frá stönginni g. Geislavirkni radons jónar gasið í hylkinu. Ef miðskautið er neikvætt hlaðið flykkjast jákvæðar jónir að því og minnka hleðslu þess. Við það sígur laufblaðið. Fylgst er með því í smásjá hve hratt hleðslan dvínar. Það gerist þeim mun hraðar sem geislavirknin í gasinu er meiri. – The instrument used by Thorkelsson is called an ion chamber. The gas sample is introduced into the metal ion chamber I. On top of that is a metallic sphere containing an electroscope, insulated from the ion chamber. The rod g sits in an insulating prop and carries the central rod of the ion chamber, k. Together these parts constitute two electric condensers with a common inner electrode in the rods k and g and outer electrodes in the walls of the ion chamber and the electroscope. When electric charges sit on the inner electrode a thin leaf of aluminium in the electroscope is repelled from the rod g. The radioactivity in the gas ionizes the gas. If the central electrode is negatively charged positive ions in the gas flock to it and neutralise the negative charge on the electrode. Due to that the deviation of the leaf declines. A microscope is used to observe how rapidly the charge declines. The rate of decline increases with increased radioactivity in the gas. (Thorkelsson 19102 5. mynd / Fig. 5).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.