Náttúrufræðingurinn - 2016, Qupperneq 67
139
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Innsetning hnitakerfis
Forritið Mira Pro UE 8.0 var
notað í úrvinnslu. Fyrst var
búin til skrá með stöðuhnitum
viðmiðsstjarna, og voru þær
upplýsingar sóttar í gagnasafn
SIMBADs.15 Þessar stjörnur
umhverfis 61 Cygni-tvístirnið
voru hnitsettar á myndunum til
að setja inn hnitakerfið. Það er
miðað við miðbaug himins sem
0° breidd, +90° á norðurskauti og
–90° á suðurskauti (myndhnitakerfi,
e. World Coordination System).
Breiddarbaugar himins eru
stjörnubreidd, kvarðaðir í gráðum:
mín.:sek. Lengdarbaugarnir, stjörnu-
lengd, taka mið af tímaás og eru í
klst.:mín.:sek.
Myndstuðlaaðferð (e. plate
constants method) er notuð til að
reikna hnitakerfið út frá viðmiðs-
stjörnunum. Í aðferðinni er tekið
tillit til þess að stjörnur í íhvolfu
hnitakerfi varpast á myndflöt.14,19
Til að ákvarða mælifasta (x- og
y-hnit hverrar stjörnu) þarf minnst
þrjár viðmiðunarstjörnur, en fleiri
voru notaðar til þess að auka
nákvæmni og með því að vinna
á móti aflögun af völdum tíbrár,
optískum göllum eða villum í
hnitsetningu.16,14 Hnitakerfið var
sett inn út frá 13 stjörnum. Þegar
búið er að hnitsetja hverja mynd er
myndstuðulfasti ákvarðaður með
aðferð minnstu kvaðrata (e. least
squares method) en Mira-forritið
sér um útreikningana sem til þess
þarf. Síðan var staðsetning beggja
stjarnanna í 61 Cygni, sérhverja
mælingarnótt, ákvörðuð sem
meðaltal af myndafjölda ásamt
staðalskekkju.
Vegna þess hvað margar viðmiðs-
stjörnur voru notaðar varð óvissa
4. mynd. Stjörnur eru misbjartir ljóspunktar á myndum (A) en á FITS-sniði inniheldur sérhver díll tölugildi ljósmagnsins sem féll á hann.
Gögnin eru því í þrívídd (B). Forrit ákvarðar skurðpunkt fyrir stjörnu út frá vægi þeirra díla sem ljósið dreifðist á (Mirametrics, 2015). –
Stars appear as dots of different brightness (A) but the FITS format allows every pixel to store the values of the flux it was exposed to.
Therefore the data are stored as a 3-D matrix (B). Sophisticated software pinpoints the centroid by the value of numbers pixel on which the
starlight hit.
5. mynd. Mæligildi tímabilsins 2012–2016
(svartir punktar) bornar saman við
brautarlíkan á A) hornbili, B) stöðuhorni.
Tími í júlíönsku dagatali er á x-ás, á vinstri
lóðás er hornbil (í bogasek.) en á hægri lóðás
gráðuhornið mælt frá 61A í 61B. Brota-
línurnar eru brautarlíkön en þau sýna
hornbilið aukast um ~0,3“ árin þrjú og
stöðuhornið 0,2°. – Measured values from
2012—2016 (black dots) compared to a
orbital model of A) distance and B) position
angle (PA). Julian date is on the x-axis,
separation of the binary on the left y-axis (in
arcseconds) and PA in degrees to the right,
measured from 61A to 61B. Broken lines are
modelled after two recent investigations.
They presents extended separation at about
0.3“ in the three years and the PA 0.2°.