Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2016, Síða 72

Náttúrufræðingurinn - 2016, Síða 72
Náttúrufræðingurinn 144 Helgi Hallgrímsson Stallabrekkur (paldrar) – einkum í Vestur-Skaftafellssýslu Varla getur það farið framhjá neinum sem ferðast um suðausturhluta landsins að þar blasa við af þjóðvegi margar brekkur alsettar láréttum stöllum sem minna á setstalla við íþróttavelli. Mest ber á þessu á Síðu, í Mýrdal og Eyjafjallasveit. Svipaðir stallar sjást víðar á landinu, en eru mér vitanlega hvergi eins algengir eða áberandi. Furðu lítið hefur verið fjallað um þetta einkennilega náttúrufyrirbæri í íslenskum ritum. Hér verður reynt að bæta lítillega úr því, þó ekki verði það krufið til mergjar. Það verða aðrir sérfróðari menn að gera. Náttúrufræðingurinn 86 (3–4), bls. 144–148, 2016 Þegar spurst er fyrir um álit heimamanna á þessum stöllum og tilurð þeirra verður fátt um svör. Fólk sem alist hefur upp með þeim frá barnæsku hefur tekið þá sem sjálfsagðan hlut og virðist naumast hafa leitt hugann að myndun þeirra. Gamall bóndi í Syðstu-Mörk, Vestur-Eyjafjallasveit, giskaði á samspil beitar og veðurfars í þessu sambandi, sem virðist nokkuð nærtæk skýring (N.N. munnl. uppl. 10. júlí 2003). Þessir stallar nefnast paldrar í Skaftafellssýslu (1. mynd). Hin svæðisbundna útbreiðsla stallanna bendir til að veðráttan eigi mestan hlut að máli. Hér er meðalhiti ársins einna hæstur á Íslandi, sérstaklega meðalhiti vetrarmánaða, og meðalúrkoma er einnig mest. Umhleypingar í veðri eru afar tíðir, ekki síst á vetrum, og jarðvegur frýs að jafnaði lítið og stutt í einu. Með öðrum orðum er loftslag á þessu svæði einna hafrænast á Íslandi. Ætla má að berggrunnur og jarðvegsgerð eigi líka sinn þátt í þessari myndun. Gosmóberg myndar grunninn víðast hvar, og í brekkum er yfirleitt þykkur fokjarðvegur, myndaður af eldfjallaösku, vikri og móbergsmylsnu. Samkvæmt minni reynslu snúa stallabrekkur jafnan mót suðri eða suðaustri. Athygli vekur að stallabrekkur eru ekki nærri eins áberandi í Austur-Skaftafellssýslu þar sem loftslag er þó mjög svipað, en þar er basalt aðalbergtegundin og áfok lítið. Reyndar bregður þeim fyrir á stöku stað um allt sunnanvert landið og í Vestmannaeyjum. Einnig hef ég séð þær í Fljótsdal á Héraði austur þar sem áfok er líka mikið en gerólíkt loftslag. Ólafur Arnalds jarðvegsfræðingur segir stallabrekkur vera áberandi í Húnaþingi, m.a. í Langadal. „Ein fallegasta brekkan sem ég hef séð er í Bjarnarhafnarfjalli á Snæfellsnesi, en þar snýr brekkan á móti norðri,“ segir hann í athugasemdum við þennan pistil,1 og vísar í myndir í bók sinni The Soils of Iceland, bls. 130 og 132.2 Samkvæmt því virðast stallabrekkur geta myndast við mismunandi aðstæður jarðvegs og loftslags. Þrátt fyrir nokkra leit í ferða- bókum og öðrum heimildum hefur mér ekki tekist að finna neitt um stallabrekkur fyrr en laust eftir aldamót 1900. Umsögn Helga Jónssonar (1906) Helgi Jónsson grasafræðingur ferðaðist um Suðurland sumarið 1901 til að skoða flóru og gróður og einbeitti sér einkum að svæðinu milli Markarfljóts og Jökulsár á Breiðamerkursandi. Hann birti langa og ýtarlega ritgerð á dönsku um þessa rannsókn í Botanisk Tids- skrift 1906, þar sem hann getur um stallabrekkur á þessa leið (þýðing mín): Í mjög bröttum grasbrekkum á Suðurlandi getur að líta einkenni- legar fellingar, sem vantar þó í brekkurótum þar sem hallinn er minni. Þetta eru langir og um 1–2 feta
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.