Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2016, Page 79

Náttúrufræðingurinn - 2016, Page 79
151 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags á landi (eru einlendar), er fyrst og fremst útskýrt með því hversu stutt er síðan landið var þakið jökli. Aðeins fjórar dýrategundir teljast einlendar. Tvær af þeim eru ferskvatnsmarflær sem lifa í grunnvatninu. Áhugavert er að sjá að þær hafa líklega verið í grunnvatninu þegar landbrú var við Grænland fyrir um 60 milljónum ára. Þær uppgötvuðust ekki fyrr en 1998.2 Snorri gerir einnig grein fyrir því að bakteríur í kötlum undir Vatnajökli hafa líklega verið hér afar lengi, eða í milljónir ára. Þar fundust eingöngu einfrumungar en aftur á móti hafa fjölfrumungar, svo sem bessadýr, fundist nýlega í botnseti Blávatns, vatns í Okinu sem hefur lengi verið frosið.3,4 Áætlað er að plöntutegundir hafi verið um 20% færri við landnám en nú er. Um 10 þúsund tegundir hafa verið fluttar inn og prófaðar í garðrækt og skógrækt. Sumar hafa dreift sér, en ekki er vitað hve margar. Öll hafa landspendýrin komið með mönnum nema refurinn. Gögn um smádýrin eru lítil en vitað er að mikið hefur borist hingað síðustu áratugina. Surtsey gefur okkur einstætt tækifæri til að fylgjast með landnámi og var það mikið happaskref fyrir okkur sem þjóð að friðlýsa eyjuna. Snorri gerir góða grein fyrir þeirri sögu en bendir líka á að margt sé ólíkt með Íslandi og lítilli hrauneyju og því ekki hægt að bera saman landnám og framvindu lífvera nema að takmörkuðu leyti. Plöntur og dýr sem nú eru á landinu koma að mestu að austan og frá kaldtempruðum svæðum. Sérkenni lífríkisins er í fyrsta lagi tegundafæð. Nú bætast margar tegundir við, mest vegna mannaferða. Annað sérkenni er gróðurfarið sem einkennist af lággróðri (mosar og fléttur) og berangri. Þetta orsakast af skógareyðingu á fyrri öldum og ofbeit búfjár. Þar sem runnategundir þoldu illa beit eftir landnám varð lággróður áberandi. Breytingar á gróðurfari hin síðari ár eru miklar vegna skógræktar, minni beitar, hlýnandi loftslags og ágangs framandi tegunda. Í þriðja lagi er sérkennilegt hvað hér eru fáar tegundir landhryggdýra. Einkum er eftirtektarverð fjarvera skrið- og froskdýra og stórir stofnar sumra fugla, einkum sjófugla og votlendisfugla. Fleira er ólíkt öðrum löndum. Óvenjulegur jarðvegur skapar sérstök skilyrði og einstök búsvæði er að finna í hraunum með mosaþembum og kringum lindir sem koma undan hraunum. Við jarðhita þróast einstök vistkerfi og eldfjallajarðvegur hefur sérstaka eiginleika sem á sinn þátt í því að þúfur eru eins algengar og raun ber vitni. Í heild er umfjöllunin um þetta einkar skýr og opnar eflaust augu margra fyrir því hvers vegna svo fáar tegundir finnast hér á landi. Kafli 3. Lífríki sjávar (bls. 83–163) Þessi kafli og næstu tveir mynda kjarnann í bókinni. Efnistök kaflanna eru svipuð, byrjað er á að lýsa búsvæðum og vistkerfum, þá fjallað um lífveruhópa innan þeirra, frá framleiðendum til neytenda, og síðast um fugla og spendýr. Einnig eru kynntar nytjategundir. Sjávarkaflinn er yfirgripsmikill og skiptist í undirkafla um sjóinn sem búsvæði, uppsjó, sjávarbotn, landgrunn, botndýr, nytjategundir hryggleysingja, botnfiska, þorsk, nýtingu sjávarafla, sjávarspendýr og sjófugla. Þessi skipting og notkun hugtaka er dálítið sérstök að mínu mati. Hvers vegna er hugtakið sjávarbotn eingöngu látið ná yfir fjöruna? Hvers vegna er eingöngu fjallað um hryggleysingja í botndýra– kaflanum? Og hvers vegna er umfjöllun um þorskinn ekki látin vera í botnfiskakaflanum? Hér hefði mátt huga betur að rökréttari uppsetningu og skipta efninu niður í fleiri undirkafla þar sem við átti. Í fyrsta undirkaflanum talar höfundur um eðliseiginleika vatns og hvernig breytingar í hitastigi og seltu valda lagskiptingu og blöndun. Síðan er fjallað um árstíðabundnar birtubreytingar og sýnt hvernig þær og blöndun miskaldra hafstrauma mynda undirstöðu frumframleiðslunnar. Uppsjórinn er tekinn fyrir sem búsvæði og greint frá þörungum (plöntusvifi) og frumframleiðslu, dýrasvifi og framleiðslu þess og uppsjávar- og miðsjávarfiskum (síli, síld, loðnu og makríl). Umfjöllunin um dýrasvifið er sérlega áhugaverð. Byrjað er á að vekja athygli á því hversu fjölbreytileg og misstór þau dýr eru sem tilheyra svifinu, eða frá einfrumu götungum (10 µm) upp í marglyttur sem geta orðið tugir sentimetra í þvermál. Vitnað er í nýlegar rannsóknir íslenskra líffræðinga á lóðréttum hreyfingum (fari) rauðátu. Snorri segir frá nýjum tilgátum þar sem hafnað er gömlum og viðteknum kenningum í vistfræðinni, og bendir réttilega á að tíminn eigi eftir að skera úr um ágreininginn. Umfjöllun um síldina og veiðar á henni er skýr en hefði mátt vera ýtarlegri um sílin, og nýjustu upplýsingar um loðnu og makríl vantar. Þá er sjávarbotninn tekinn fyrir og gerð góð grein fyrir fjörunni sem búsvæði, skýrt hvernig mismunandi fjörugerðir eru flokkaðar, fjallað um beltaskiptingu og síðan um fjörurannsóknir hér á landi sem Agnar Ingólfsson stóð fyrir í áratugi. Þar á meðal segir frá því hvaðan fjörulífverur eru ættaðar og hvernig þær hafa borist til landsins, rakin flokkun þeirra og tegundaauðgi og talað um lífmagn fjörunnar, nytjar og ástand. Að lokum er stuttur kafli um íslensk sjávarlón sem eru um hundrað talsins. Dr. Snorri Baldursson fyrrverandi þjóðgarðsvörður á vestursvæði Vatnajökuls- þjóðgarðs og formaður Landverndar. Ljósm. Baldur Helgi Snorrason.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.