Bókasafnið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bókasafnið - 01.06.2016, Qupperneq 12

Bókasafnið - 01.06.2016, Qupperneq 12
12 Bókasafnið 40. árg – 2016 þátttakendur en sá síðarnefndi 211 (56%) þátttakendur. Fjórir þátttakendur tilgreindu ekki námsstig og tveir þátt- takendur í endurmenntun voru teknir út fyrir þessa tvo hópa vegna ólíks eðlis námsins (samtals 2%). Mælitæki Notast var við rafrænan spurningalista sem sendur var í tölvupósti til nemenda auk þess sem bókasafnið setti tengil á könnunina á Facebook. Listinn var sendur út sex sinnum á tímabilinu 20. febrúar - 17. apríl 2013. Spurningalistinn samanstóð af nokkrum bakgrunnsspurningum þar sem ósk- að var eftir upplýsingum um kyn, fæðingarár, námsstig, deild sem viðkomandi stundaði nám við og staðsetningu námsins. Einnig var spurt hvort viðkomandi væri vinur safnsins á Facebook. Aðrir megin þættir í spurningalistan- um voru meðal annars hvaða þjónustu bókasafnsins þátt- takandinn hafði notað, hvernig hann nýtti sér þjónustuna, í hvaða tilgangi, hversu oft og hversu ánægður hann var með hana. Flestar spurningarnar voru byggðar upp þannig að velja þurfti einn eða fleiri svarmöguleika eða staðsetja sig á skala. Einnig var í listanum varpað fram nokkrum staðhæf- ingum og þátttakendur beðnir um að segja hversu sammála þeir væru þeim. Síðasta spurningin í spurningalistanum var opin spurning þar sem þátttakendum stóð til boða að koma á framfæri ábendingum eða athugasemdum til bókasafns Menntavísindasviðs. Úrvinnsla Unnið var með gögnin í Microsoft Excel 2010 og IMB SPSS Statistics 19.Tekin var út lýsandi tölfræði um flestar spurningarnar og framkvæmd marktektarpróf á spurningum varðandi ánægju notenda safnsins þar sem skoðað var hvort munur var á milli hópa. Reiknaðar voru út vogtölur fyrir kyn, deild og námsstig þar sem hlutfallsleg svörun hópa var ekki í fullkomnu samræmi við þýði og voru vogtölurnar notaðar til að leiðrétta fyrir þessa skekkju í marktektarpróf- um. Niðurstöður Í þessum kafla eru dregnar fram valdar niðurstöður í rann- sókninni. Greint er frá lýsandi tölfræði og marktektarpróf- um þar sem við á. Upplýsingaþjónusta Aðeins 20 (6%) þátttakendur höfðu ekki nýtt sér neina þjónustu bókasafnsins en 328 (94%) höfðu nýtt sér einhvern þjónustuþátt safnsins. Flestir þátttakenda höfðu fengið kynningu á safninu, en það átti við um 73% þeirra (250 þátttakendur af 342). Af þeim þátttakendum sem höfðu fengið kynningu var algengast að þeir hefðu fengið kynn- ingu á safninu í nýnemakynningu, 177 þátttakendur (71%), og/eða í kennslustund 130 (52%). Minnst var um að menn hefðu fengið kynningu á safninu sjálfu hvort sem var í aug- lýstri kynningu eða í einstaklingskynningu. Af þeim 92 þátttakendum (27%) sem ekki höfðu fengið kynningu voru 43 fjarnemar (47%), 28 í stað- og fjarnámi í bland (31%) og 20 í staðnámi eingöngu (22%) en einn þátttakandi tiltók ekki hvort hann væri í staðnámi eða fjarnámi. Meirihluti þátttakenda hafði kynnt sér safnið á eigin vegum, eða 285 talsins (82%). Þar sem boðið er upp á ýmis námskeið á vegum safnsins var leitað upplýsinga um hvort þátttakendur hefðu sótt þau. Spurt var um námskeið í heimildaskráningu/EndNote, notkun gagnasafna og notkun á Leitir.is/Gegnir.is. Um þriðjungur þátttakenda, 110 (34%) hafði ekki sótt nein af þessum námskeiðum á meðan 216 (66%) höfðu það. Innan við helmingur þátttakenda hafði fengið kennslu í heimilda- skráningu/EndNote, eða 123 (39%), en talsvert fleiri höfðu sótt námskeið í notkun gagnasafna og Leitir.is/Gegnir.is, eða 52%-55%. Af þeim sem höfðu farið á námskeið þótti flestum þau vera gagnleg, eða 74-80%. Einungis 2-4% þóttu námskeiðin ekki vera gagnleg. Ánægja notenda og gæði þjónustu Þegar spurt er hversu ánægðir þátttakendur eru almennt með bókasafnið er mikill meirihluti ánægður með safnið, eða 308 (93%) þátttakendur, 19 (6%) voru hvorki ánægðir né óánægðir og aðeins 3 þátttakendur (1%) voru óánægðir. Einnig var spurt út í ánægju með 20 mismunandi þjónustu- þætti bókasafnsins sem flokkuð voru í sex þjónustusvið: af- greiðslutími, netviðmót, safnkostur, aðstaða, upplýsinga- þjónusta og viðmót starfsfólks og loks aðgangur að safnkosti. Notaður er skalinn 1-5, þar sem 1 er mjög óánægð/ur og 5 er mjög ánægð/ur og var meðaltal fyrir hvern lið reiknað. Í töflu 1 má sjá meðaltal og staðalfrávik á hverju þjónustusviði. Tafla 1. Meðaltal ánægju og staðalfrávik eftir þjónustusviðum. Ef þættirnir eru skoðaðir með tilliti til þess hvort að munur er á milli kynja kemur í ljós að á tveimur þáttum er munur á milli kynja, netviðmóti t(184)= -2,734, p <0,05 og safnkosti t(269)= -3,194, p <0,05. Í báðum tilvikum eru konur ánægðari en karlar eins og sjá má í töflu 2. Á öðrum þáttum var ekki marktækur munur á milli karla og kvenna.   Fjöldi M SF Þjónustusvið Afgreiðslutími 261 3,71 0,87 Netviðmót 189 3,87 0,77 Safnkostur 279 4,00 0,79 Aðstaða 238 3,67 0,79 Upplýsingaþjónusta og viðmót starfsfólks 199 4,19 0,90 Aðgangur að safn- kosti 132 3,78 0,70 Meðalskor allra þjónustuþátta 310 3,93 0,66 Ánægja almennt (sp. 12) 330 4,42 0,66
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.