Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2016, Síða 41

Bókasafnið - 01.06.2016, Síða 41
Bókasafnið 40. árg – 2016 41 ingu og hefur þetta bókasafn verið tilnefnt áður. Einnig hefur það verið valið „Skolbibliotek i Världsklass / World Class Library“, síðustu þrjú árin, 2013-2015. Fyrir þeirri viðurkenningu stendur DIK, fag- og stéttarfélag háskóla- menntaðra bókasafns- og upplýsingafræðinga. Nya Malmö Latin Eftir hádegi á öðrum degi ferðarinnar fór hópurinn í Nya Malmö Latin á Drottninggatan 22. Nya Malmö Latin er 900 nemenda skóli sem var stofnaður árið 2014. Hann varð til við sameiningu þriggja framhaldsskóla en byggir þó á einum elsta skólanum í Malmö, Malmö Latinskola, sem rekur sögu sína allt til 15. aldar. Hinir skólarnir hétu fyrir sameininguna Heleneholms gymnasium og Mediegym- nasiet. Meginhluti skólahússins er nýbygging sem reist var við glæsilegt um það bil 200 ára gamalt skólahús gamla Latinskolans. Þetta er hefðbundinn menntaskóli með hug- vísinda-, náttúruvísinda- og samfélagsgreinar auk listnáms- brauta og er framboð af listnámsgreinum mikið. Við sameiningu skólanna og bókasafna þeirra var sú stefna tekin að fækka bókum en leggja meiri áherslu á stafrænt efni. Bókatitlum var fækkað úr fjörutíu þúsund í um það bil átta þúsund og bækurnar sem ekki voru notaðar voru gefnar öðrum bókasöfnum og stofnunum. Þær sem ekki gengu út voru nýttar í listsköpun innan skólans. Við sáum allmörg listaverk á bókasafninu og á göngum skólans unnin úr gömlu bókunum. Glæsileg endurnýting sem gladdi augað. Mikil áhersla er lögð á kennslu listgreina í skólanum, leik- list, kvikmyndir, tónlist, dans og myndlist og er mikil sam- vinna og samþætting milli listgreinanna og annarra náms- greina. Á bókasafninu starfa þrír bókasafns- og upplýsingafræð- ingar sem tóku vel á móti okkur og leiddu okkur um safnið og sögðu frá starfseminni. Bókasafnið er mjög miðsvæðis í skólanum, staðsett í nýbyggingunni á mótum þeirrar nýju og gömlu. Það er bjart og opið, mjög nútímalegt. Mikið er af þægilegum stólum og sófum sem nemendur virtust kunna vel að meta. Skólinn leggur mikla áherslu á að auka læsi nemenda og taka starfsmenn bókasafnsins virkan þátt í því í góðri samvinnu við kennara skólans. Einnig standa starfsmenn bókasafnsins fyrir ýmsum uppákomum þar sem kynntar eru nýjar bækur eða bókmenntir sem hvetja til bóklesturs. Skólinn er virkur í samstarfi 11 skóla í Malmö og Kaup- mannahöfn varðandi úrræði vegna brottfalls nemenda úr framhaldsskólum og fengum við ágætan fyrirlestur frá verk- efnisstjóra skólans um málefnið. Fredriksborg Gymnasium og HF Á þriðja degi heimsóknarinnar var haldið til Hillerød, sem er um 40 km utan við Kaupmannahöfn, og Frederiks- borg Gymnasium og HF sóttur heim. Skólinn stendur á gömlum merg því Kristján IV konungur stofnaði hann í Friðriksborgarhöll árið 1630. Nú er skólinn nútímalegur, einn af stærstu framhaldsskólum landsins og býður upp á 2ja ára nám (HF, 10% nemenda) og 3ja ára nám (90% nemenda). Nemendur eru rúmlega 1300 á aldrinum 16-20 ára, og meira en 130 kennarar starfa þar. Náttúrufræði-, félagsfræði- og tungumálabraut eru við skólann en áhersla er einnig lögð á skapandi greinar og alþjóðlega samvinnu. Hver nemandi fer á námstímanum að minnsta kosti einu sinni með skólanum í kynnisferð til útlanda. Bókasafnið er ekki mjög stórt en er á tveimur hæðum. Þar starfar einn bókasafns- og upplýsingafræðingur í fullu starfi, auk aðstoðarmanns í hlutastarfi og tveggja nemenda sem sjá um innröðun gagna. Safnið er opið 40 tíma á viku á starfstíma skólans. Öflugt samstarf er á milli almenn- ings- og skólabókasafnsins í bænum. Safnkosturinn er um 13.000 bindi og meira en 500 mynddiskar auk tímarita. Þar er einnig gott handbókasafn, kennslufræðisafn, sem stað- sett er á vinnustofu kennara, og aðgangur er að nokkrum gagnasöfnum. Ennfremur eru eintök af mest notuðu kennslubókunum úr kennslugagnasafninu aðgengileg á safninu. Í Danmörku, líkt og í Svíþjóð, fá nemendur í fram- haldsskólum ókeypis kennslugögn í skólanum og á hver skóli safn kennslubóka, oftast kallað „bogkælderen“ sem helgast af því að víðast hvar er aðstaðan í kjallara skólanna. Þar er sérstakur starfsmaður sem sér um útlán til kennara og nemenda, bekkjarsett sem kennarar taka með sér og/ eða bækur á einstaklingsláni, allt eftir kennslumarkmiðum hverju sinni. Útlán eru til dæmis oft til eins árs. Aðstaða er fyrir einstaklingsvinnu og hópvinnu á safninu og aðgangur er að tölvum, prentara og ljósritunarvél. Gögn safnsins eru lánuð út, mánuð í senn, til nemenda og kennara. Útlán eru rafræn eða skrifuð á seðla og millisafnalánsþjónusta er fyrir kennara. Listar yfir nýkomið efni eru birtir í vikulegu málgagni skólans. Bókasafnsnefnd, skipuð starfsmönnum Sagt frá samspili birtu og skugga í almenningsbókasafninu í Malmö Skólabókasafnið í Frederiksborg Gymnasium

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.