Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2016, Blaðsíða 41

Bókasafnið - 01.06.2016, Blaðsíða 41
Bókasafnið 40. árg – 2016 41 ingu og hefur þetta bókasafn verið tilnefnt áður. Einnig hefur það verið valið „Skolbibliotek i Världsklass / World Class Library“, síðustu þrjú árin, 2013-2015. Fyrir þeirri viðurkenningu stendur DIK, fag- og stéttarfélag háskóla- menntaðra bókasafns- og upplýsingafræðinga. Nya Malmö Latin Eftir hádegi á öðrum degi ferðarinnar fór hópurinn í Nya Malmö Latin á Drottninggatan 22. Nya Malmö Latin er 900 nemenda skóli sem var stofnaður árið 2014. Hann varð til við sameiningu þriggja framhaldsskóla en byggir þó á einum elsta skólanum í Malmö, Malmö Latinskola, sem rekur sögu sína allt til 15. aldar. Hinir skólarnir hétu fyrir sameininguna Heleneholms gymnasium og Mediegym- nasiet. Meginhluti skólahússins er nýbygging sem reist var við glæsilegt um það bil 200 ára gamalt skólahús gamla Latinskolans. Þetta er hefðbundinn menntaskóli með hug- vísinda-, náttúruvísinda- og samfélagsgreinar auk listnáms- brauta og er framboð af listnámsgreinum mikið. Við sameiningu skólanna og bókasafna þeirra var sú stefna tekin að fækka bókum en leggja meiri áherslu á stafrænt efni. Bókatitlum var fækkað úr fjörutíu þúsund í um það bil átta þúsund og bækurnar sem ekki voru notaðar voru gefnar öðrum bókasöfnum og stofnunum. Þær sem ekki gengu út voru nýttar í listsköpun innan skólans. Við sáum allmörg listaverk á bókasafninu og á göngum skólans unnin úr gömlu bókunum. Glæsileg endurnýting sem gladdi augað. Mikil áhersla er lögð á kennslu listgreina í skólanum, leik- list, kvikmyndir, tónlist, dans og myndlist og er mikil sam- vinna og samþætting milli listgreinanna og annarra náms- greina. Á bókasafninu starfa þrír bókasafns- og upplýsingafræð- ingar sem tóku vel á móti okkur og leiddu okkur um safnið og sögðu frá starfseminni. Bókasafnið er mjög miðsvæðis í skólanum, staðsett í nýbyggingunni á mótum þeirrar nýju og gömlu. Það er bjart og opið, mjög nútímalegt. Mikið er af þægilegum stólum og sófum sem nemendur virtust kunna vel að meta. Skólinn leggur mikla áherslu á að auka læsi nemenda og taka starfsmenn bókasafnsins virkan þátt í því í góðri samvinnu við kennara skólans. Einnig standa starfsmenn bókasafnsins fyrir ýmsum uppákomum þar sem kynntar eru nýjar bækur eða bókmenntir sem hvetja til bóklesturs. Skólinn er virkur í samstarfi 11 skóla í Malmö og Kaup- mannahöfn varðandi úrræði vegna brottfalls nemenda úr framhaldsskólum og fengum við ágætan fyrirlestur frá verk- efnisstjóra skólans um málefnið. Fredriksborg Gymnasium og HF Á þriðja degi heimsóknarinnar var haldið til Hillerød, sem er um 40 km utan við Kaupmannahöfn, og Frederiks- borg Gymnasium og HF sóttur heim. Skólinn stendur á gömlum merg því Kristján IV konungur stofnaði hann í Friðriksborgarhöll árið 1630. Nú er skólinn nútímalegur, einn af stærstu framhaldsskólum landsins og býður upp á 2ja ára nám (HF, 10% nemenda) og 3ja ára nám (90% nemenda). Nemendur eru rúmlega 1300 á aldrinum 16-20 ára, og meira en 130 kennarar starfa þar. Náttúrufræði-, félagsfræði- og tungumálabraut eru við skólann en áhersla er einnig lögð á skapandi greinar og alþjóðlega samvinnu. Hver nemandi fer á námstímanum að minnsta kosti einu sinni með skólanum í kynnisferð til útlanda. Bókasafnið er ekki mjög stórt en er á tveimur hæðum. Þar starfar einn bókasafns- og upplýsingafræðingur í fullu starfi, auk aðstoðarmanns í hlutastarfi og tveggja nemenda sem sjá um innröðun gagna. Safnið er opið 40 tíma á viku á starfstíma skólans. Öflugt samstarf er á milli almenn- ings- og skólabókasafnsins í bænum. Safnkosturinn er um 13.000 bindi og meira en 500 mynddiskar auk tímarita. Þar er einnig gott handbókasafn, kennslufræðisafn, sem stað- sett er á vinnustofu kennara, og aðgangur er að nokkrum gagnasöfnum. Ennfremur eru eintök af mest notuðu kennslubókunum úr kennslugagnasafninu aðgengileg á safninu. Í Danmörku, líkt og í Svíþjóð, fá nemendur í fram- haldsskólum ókeypis kennslugögn í skólanum og á hver skóli safn kennslubóka, oftast kallað „bogkælderen“ sem helgast af því að víðast hvar er aðstaðan í kjallara skólanna. Þar er sérstakur starfsmaður sem sér um útlán til kennara og nemenda, bekkjarsett sem kennarar taka með sér og/ eða bækur á einstaklingsláni, allt eftir kennslumarkmiðum hverju sinni. Útlán eru til dæmis oft til eins árs. Aðstaða er fyrir einstaklingsvinnu og hópvinnu á safninu og aðgangur er að tölvum, prentara og ljósritunarvél. Gögn safnsins eru lánuð út, mánuð í senn, til nemenda og kennara. Útlán eru rafræn eða skrifuð á seðla og millisafnalánsþjónusta er fyrir kennara. Listar yfir nýkomið efni eru birtir í vikulegu málgagni skólans. Bókasafnsnefnd, skipuð starfsmönnum Sagt frá samspili birtu og skugga í almenningsbókasafninu í Malmö Skólabókasafnið í Frederiksborg Gymnasium
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.