Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.09.2016, Page 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.09.2016, Page 32
Fatakeðjan Lindex hefur lagt svokallaða Generous deild fyrir stærri stærðir af og bætt í staðinn stærri stærðum inní allar tískulínur í dömudeild fyrirtæk- isins og breikkað þannig úrvalið fyrir dömur í stærri stærðum. Stærri stærðir í öllum dömulínum Jack McCollough og Lazaro Hernandez, yfirhönnuðir Proenza Schouler, sýndu litríka línu fyrir sumarið. Þeir hafa unnið mikið með milda, náttúrulega liti í línum tískuhússins undanfarið og var því áberandi og djörf litapallettan hressandi tilbreyting. Eins og vanalega lögðu hönnuðirnir áherslu á smáatriði og fallegt hand- bragð. Á heildina litið var línan vel samsett og falleg. Proenza Schouler AFP HRESSANDI LITABOMBA Alexander Wang var samur við sig þegar hann sýndi sumarlínuna þar sem hann vann með afbyggingu hefðbundins fatnaðar. Fötunum var blandað á óhefð- bundinn og spennadi máta og lýsti hönnuðurinn sýningunni sem „50 Shades of Grey mætir Lords of Dog- town“. Að lokinni sýningu tilkynnti hönnuðurinn að hann hefði hafið samstarf við Adidas og sýndi jafnframt nokkrar flíkur úr þeirri línu. Ekki er vitað hvenær sú lína kemur í verslanir. Alexander Wang AFBÖKUN Á HEFÐBUNDNUM FATNAÐI AFP SILKIFLAUEL OG VÍDD Victoria Beckham TÍSKA 32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.9. 2016 Phillip Lim sótti innblástur á æskuslóðir sínar í Los Angel- es fyrir litríka sumarlínu hönnunarhússins. Línan var afslöppuð en í senn örlítið sportleg. Þá voru skór og fylgihlutir ekki síður spenn- andi í þessari líflegu línu. LOS ANGELES OG LITAGLEÐI Tískuvikan í New York Tískuvikunni í New York lauk í vikunni en þar sýndu helstu tískuhús Bandaríkjanna sumarlínur sínar 2017. Hér gefur að líta brot af þeim sýningum sem báru af á tískuvikunni. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Sumarlína Victoriu Beckham einkenndist af ljós- um litum og flæðandi efnum. Victoria vann með svipuð snið og í fyrri línum sínum en þó vann hún með meiri vídd að þessu sinni í efn- um á borð við silki og silkiflauel. Það sem vakti einnig athygli var áhersla á brjóstahaldarann, ýmist var hann sýnilegur undir kjólunum eða sniðinn á flíkurnar. Við þessa fínlegu línu klæddust fyrirsæturnar gróf- um leðurstígvélum sem rokkuðu upp heildina. 3.1 Phillip Lim

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.