Morgunblaðið - 29.10.2016, Side 24

Morgunblaðið - 29.10.2016, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2016 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Samúel Örn Erlingsson, íþrótta- fréttamaður Ríkisútvarpsins í aldar- fjórðung, var virkur þátttakandi í starfi Framsóknarflokksins um skeið. Hann skipaði 2. sætið á fram- boðslista flokksins í Suðurvestur- kjördæmi fyrir þingkosningarnar 2007 og þegar fyrstu atkvæðatölur úr kjördæminu komu var flokkurinn talsvert frá því að ná tveimur mönn- um inn. Siv Friðleifsdóttir var þó örugg inni. Vestfirðingar réðu úrslitum Þegar nokkuð var liðið á nótt fór að hitna í kolunum. „Ég var farinn að sofa þegar ég datt fyrst inn sem uppbótarmaður á landsvísu, ég held um fjögurleytið. Ég var svo vakinn undir 7 um morguninn, þá var ég inni og margt benti til að þingsæti væri í hendi. Það var svo ekki fyrr en á tíunda tímanum að veruleikinn varð ljós, þegar lokatölur úr Vest- fjarðakjördæmi bárust. Þá vantaði 11 atkvæði á landsvísu upp á að ég næði kjöri,“ segir Samúel Örn. Eftir kosningar segist þingmaður- inn sem ekki varð hafa hugleitt að atkvæðin 11 sem á vantaði hefðu víða getað náðst. „Sem hálfum Vest- firðingi fannst mér súrt að hlutfallið réðist þar. Ég ýtti þessum hugs- unum þó fljótt frá mér. Sjálfsagt voru þetta forlög,“ segir Samúel Örn sem á næstu misserum tók nokkrum sinnum sæti á Alþingi. Var meðal annars inni sem varamaður þann 6. október 2008 þegar Alþingi setti neyðarlögin vegna falls bankanna og sat á þingi næstu tvær vikurnar þar á eftir. Setti punktinn „Það að vera á þingi þá daga var mikil reynsla og eldskírn fyrir stjórnmálamann. Öngþveitið var al- gjört og fólk vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Mér ofbauð harkan í umræð- unni í kjölfarið. Eftir flokksþing Framsóknar í janúar 2009 ákvað ég að setja punkt fyrir aftan minn póli- tíska feril,“ segir Samúel Örn sem býr nú á Hellu og kennir við grunn- skólann þar. Forlög og 11 atkvæði  Var alþingismaður hluta úr nóttu  Fékk eldskírn í bankahruninu  Fréttamaðurinn er nú kennari á Hellu Morgunblaðið/Sigurður Bogi Næturþingmaður Samúel Örn Erlingsson fór inn og út aftur. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Í alþingiskosningum 30. júní 1974 gekk illa að láta atkvæði í Vest- fjarðakjördæmi stemma við fyrir- liggjandi gögn og vildi formaður ekki að tölur yrðu birtar fyrr en komist væri fyrir villuna. Þegar hér var komið sögu var liðið fram undir morgun og spennan mikil, því úrslit- in á Vestfjörðum réðu því hver úhlut- un uppbótaþingsæta á landsvísu yrði. Tilvera Samtaka frjálslyndra og vinstri manna var í húfi. Magnús Torfi Ólafsson í Reykjavíkurkjör- dæmi var dottinn út - en það gat breyst ef Karvel Pálmason næði inn fyrir vestan. Stíflan brast Guðjón Friðriksson sagnfræðing- ur, sem á þessum tíma bjó á Ísafirði, var viðstaddur talningu vestra. Hann kosninganóttina upp í Þjóð- viljagrein árið 1983 og er byggt á henni hér. Þar segir hann þetta hafa verið ógleymanlega stund. Fólki í talningarsal hafi vel vitað hverjar at- kvæðatölurnar væru, þrátt fyrir skekkjuna. Ekkert hafi mátt spyrj- ast út, en svo fór að lokum að stífl- an brast. „Formaður kjörstjórnar lét undan þrýstingi og ákvað að senda út fyrstu tölur þó að ekki væri enn komist fyrir skekkjuna,“ segir Guðjón í grein sinni. Honum og öðrum tveggja full- trúa Samtaka frjálslyndra og vinstri manna var falið að áætla atkvæða- bunkana og senda tölur til Ríkisút- varpsins. Í stráksskap ákváðu Guð- jón og félagi hans hins vegar að senda ímyndaðar og skáldaðar tölur til Ríkisútvarpsins, það er fella Kar- vel út af þingi, koma Kjartani Ólafs- syni, þingmanni Alþýðubandalags- ins, inn og láta Sjálfstæðisflokkinn bíða afhroð. „Síðan hringdum við ábúðarmiklir suður og tilkynntum þessar tölur … Síðan rukum við í útvarp og þulnum var mikið niðri fyrir þegar hann til- kynnti fyrstu tölur frá Vestfjörðum,“ segir Guðjón og minnist þess að með þessum tölum hafi komið ný tölvuspá fyrir allt landið um skiptingu at- kvæða. Hún var gjörólík hinum fyrri. Hringekja fór af stað og margt af því sem virtist í hendi riðlaðist. Spenna stafaði af húsunum „Við bókstaflega gátum heyrt spennuna sem stafaði af húsunum á Ísafirði. Það var ekki mjög frýnilegt andlitið á kjörstjórninni og öðrum viðstöddum þegar þeir uppgötvuðu hvað við höfðum gert af okkur,“ seg- ir Guðjón. Nýjar tölur, og þær hár- réttar, voru sendar nokkru síðar, og undruðust kosningaspekingar í út- varpssal sviptingarnar á Vestfjörð- um. Síðan kom ný spá fyrir allt land- ið, gjörbreytt frá hinni fyrr en þó í samræmi við veruleikann. Um úrslitin í Vestfjarðakjördæmi vorið 1974 er það annars að segja að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn- arflokkurinn fyrir vestan fengu tvo menn hvor og sá fimmti í kjördæm- inu var Karvel Pálmason úr Samtök- um frjálslynda og vinstri manna. Kjör hans dugði svo til þess að áð- urnefndur Magnús Torfi flaut með og náði á þing með uppbótinni svo- nefndu, það er landskjörinn þing- maður. Íhaldið á Ísafirði beið ímyndað afhroð Ísafjörður Stjórnmálin á Vestfjörðum þóttu oft átakamikil, en sviptingarnar þar voru eitt sinn skáldskapur. Guðjón Friðriksson  Prakkaraskapur á kosninganótt fyrir vestan árið 1974 ALÞINGISKOSNINGAR Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Dagskráin hefst klukkan 21.45 og að þessu sinni verða fréttamenn okkar á fjölmörgum kosningavökum þar sem rætt verður við áhugavert og skemmtilegt fólk,“ segir Ragn- hildur Thorlacius, fréttakona á RÚV, og vísar í máli sínu til kosn- ingavöku sjónvarpsins þar sem m.a. verður farið yfir tölur frá kjör- dæmum, litið inn í kosningateiti á hinum og þessum stöðum á landinu og leitað viðbragða frá frambjóð- endum og stjórnmálaskýrendum. Hrekkjavaka og kosningar „Við ætlum að leggja áherslu á að heyra í frambjóðendum og stuðn- ingsmönnum þeirra, vera úti meðal fólks og hver veit nema við kíkjum svo inn í eitt hrekkjavökupartí í leið- inni,“ segir Ragnhildur og bætir við: „Ég held að þetta verði alveg of- boðslega spennandi kosninganótt og hlökkum við mikið til að heyra í öll- um nýju þingmönnunum og sjá hvernig gengur að koma kjörkössum á milli landshluta svona rétt við mánaðamót október og nóvember.“ Að þessu sinni verða forystumenn stjórnmálaflokkanna ekki staddir í sjónvarpssal RÚV þegar fyrstu töl- ur birtast. Þess í stað verða þeir á kosningavökum flokka sinna þar sem leitað verður viðbragða. Fréttastofa Stöðvar 2 verður einnig með sérstaka kosningaum- fjöllun í kvöld og hefst útsendingin klukkan 20.45 á skemmtiþætti með Loga Bergmann fréttamanni. „Þar verður áhersla lögð á pólitík og skemmtiatriði í bland, en þegar kjörstöðum verður lokað tekur fréttastofan við. Þá verður farið yfir fyrstu tölur í sjónvarpi og leitað við- bragða formanna flokkanna,“ segir Elísabet Hall, framleiðandi frétta Stöðvar 2. Kosningaþema á báðum stöðvum  Rýnt í tölur og leitað viðbragða Morgunblaðið/Kristinn Kjördagur Rýnt í nýjustu tölur kosninga í kosningasjónvarpi RÚV.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.