Morgunblaðið - 29.10.2016, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 29.10.2016, Qupperneq 26
ÚR BÆJARLÍFINU Gunnar Kristjánsson Grundarfjörður Rökkurdagar nefnist hausthátíð sem öðlast hefur fastan sess í bæjarlíf- inu. Í þetta sinn stóð hátíðin yfir frá 12.-22. október og náði þar með að mynnast við vetur konung. Að venju var um fjölbreytta dagskrá menning- arviðburða að ræða en sunnan rokið var aðeins að stríða okkur aldrei þessu vant og fauk einn viðburðurinn út af dagskránni. Uppistand kappa að sunnan var blásið af tímabundið þar sem þeir Ari Eldjárn og Björn Bragi treystu sér ekki vestur í vindinn. En ætla að reyna aftur eftir mánaða- mótin. Í upphafi rökkurdaga var opn- aður ljósmyndavefur Bæringsstofu og verða nú myndir Bærings Cecilssonar aðgengilegar almenningi á vefnum, en myndir hans voru gefnar sveitarfé- laginu eftir lát hans en þær spanna stóran hluta byggingarsögu Grafar- ness og síðar Grundarfjarðar.    Byggingarframkvæmdir hafa ekki verið miklar í Grundafirði þetta sumarið þó á fólk í mesta basli við að fá húsnæði og þá sérstaklega til leigu. Einn húsgrunnur er þó kominn á Hjaltalínsholtinu og Rarik byggir nú mikla byggingu undir spennistöð fyrir byggðina sunnan við bæinn. Leysir hún af hólmi spennistöð sem er rétt við tjaldsvæðið í bænum og hafa gár- ungarnir oft talað um að tjaldbúar komi verulega krullhærðir út í morg- unsárið eftir nætursvefn í nágrenni spennistöðvarinnar. Hér er um hið reisulegustu byggingu að ræða og við framkvæmdina hefur í fyrsta sinni sést byggingarkrani í Grundarfirði og var ekki örgrannt um að einhverjum væri hugsað til 2007 krananna á höf- uðborgarsvæðinu þegar þessi krani reis á Grafarholtinu.    Ferðamenn flæða sem aldrei fyrr um Grundarfjörðinn og veitinga- húsin fjögur blómstra og einhvers staðar verða blessaðir ferðamenn- irnir að gista svo þeim fjölgar hús- unum í bænum sem bjóða upp á gist- ingu. Kirkjufellið slær öll met í myndbirtingum um allan heim og ljósmyndarar streyma daginn út og inn upp að fossinum fræga sem myndar forgrunninn. Stígurinn sem lagður var fyrir tveimur árum hefur spænst upp en unnið er að lagfæringu hans um þessar mundir. Bílastæðið er löngu sprungið og öngþveiti hið mesta við þjóðveginn. Bæjaryfirvöld fengu úthlutað úr sjóði til uppbygg- ingar á ferðamannastöðum og hafa fengið ALTA til liðs við sig til að hanna bílastæði og útsýnisstað við Kolgrafafjörð. Það er líklega gert til að reyna að dreifa álaginu en Kol- grafafjörður er frægastur fyrir síld- ardauðann mikla. Þar má finna fjöl- breytt fuglalíf og hægt að snúa sér að því að mynda Bjarnarhafnarfjall sem reyndar er í Helgafellssveit en fallegt samt og sérstaklega þegar norður- ljósin dansa umhverfis það.    Sameiningarmál eru nú í deigl- unni en bæjarstjórnin hefur sam- þykkt að ganga til könnunarviðræðna við Stykkishólmsbæ og Helgafellsveit og skoða möguleika á sameiningu. Bæjarstjórn Snæfellsbæjar, sem boðið var að vera með í þessum við- ræðum, hefur ekki áhuga að svo stöddu og Miklaholtshreppur taldi ekkert gagn í þessum viðræðum nema að Snæfellsbær væri líka með þar sem þá væri verið að tala um al- vöru sameiningu þar sem allt Snæ- fellsnesið væri undir. Kirkjufellið slær öll met Framkvæmdir Rarik byggir nú mikla byggingu undir spennistöð fyrir byggðina sunnan við Grundarfjörð. Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson 26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2016 SÍÐUMÚLI 14 108 REYKJAVÍK SÍMI 510 5510 OPIÐ VIRKA DAGA KL. 8 -18 Hafnir, 52 talsins, þar sem strand- veiðibátar lönduðu í sumar fá sam- tals 33,55 milljóna króna strand- veiðigjald, samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu. Gjaldið var sett á ár- ið 2010 og greiðir hver strand- veiðibátur 50 þúsund krónur sem renna til hafna landsins í hlutfalli við landaðan strandveiðiafla. Patreksfjarðarhöfn fær mest strandveiðigjald eða tæplega 2,9 milljónir króna. Næst kemur Bol- ungarvíkurhöfn með rúmlega 2,2 milljónir og höfnin í Norðurfirði fær rúmar tvær milljónir króna. Ólafsvíkurhöfn fær 1.690 þúsund kr., Skagastrandarhöfn 1.686 þús- und, Hornafjarðarhöfn 1.251 þús- und, Djúpavogshöfn 1.226 þúsund og hafnirnar á Siglufirði og í Rifi fá hvor um sig 1.222 þúsund krónur. Allar aðrar hafnir fá minna en eina milljón króna og sumar miklu minna. Þannig fær t.d. Akureyrar- höfn litlar 323 krónur í tekjur af strandveiðigjaldi en höfnin í Gríms- ey, sem er í sama sveitarfélagi, fær 608 þúsund. gudni@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Patreksfjörður Fær hæsta gjaldið. Hafnir fá 33,5 milljónir  Gjaldinu úthlutað Albert Kemp Fáskrúðsfirði Hjónin í Dölum í Fáskrúðfirði, þau Jóna Ingun Óskarsdóttir og Ár- mann Elísson, fengu viðurkenningu fyrir snyrtilegt umhverfi og íbúðar- hús í dreifbýli. Dalir er innsti bær í Fáskrúðs- firði í svonefndum Daladal.um sex kílómetra frá þéttbýlinu á Búðum. Bærinn er við enda Fáskrúðsfjarð- arganganna en þar er úsýnispallur með borðum og bekkjum fyrir ferðafólk sem stansar og virðir fyr- ir sér útsýnið að bænum og fjöll- unum. Þau hjónin eru með sauðfjár- búskap og eru 600 veturfóðraðar ær á bænum. Morgunblaðið/Albert Kemp Bændur Jóna Ingunn Óskarsdóttir og Ármann Elísson í Dölum. Fengu umhverfis- viðurkenningu Fyrirmynd Bóndabærinn Dalir í Fá- skrúðsfirði þykir afar snyrtilegur. Stjórn Kennarasambands Íslands hefur lýst þungum áhyggjum af kjaradeilu Félags kennara og stjórnenda tónlistarskóla og sveit- arfélaganna en samningar tónlist- arskólakennara hafa verið lausir í nær eitt ár. „Staða tónlistarskóla- kennara er með þeim hætti að ný- liðun er lítil sem engin innan stétt- arinnar og afstaða sveitarfélag- anna er farin að hafa áhrif á starfsánægju tónlistarskólakenn- ara í starfi,“ segir m.a. í tilkynn- ingu. „Stjórn KÍ krefst þess að gengið verði strax til samninga við Félag kennara og stjórnenda í tónlistar- skólum og laun þeirra leiðrétt í samræmi við laun annarra kennara í landinu.“ Með lausa kjarasamninga í nær eitt ár
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.