Morgunblaðið - 29.10.2016, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 29.10.2016, Qupperneq 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2016 Veldu margverðlaunuð finnsk gæðadekk sem eru sérstaklega hönnuð fyrir krefjandi aðstæður norðlægra slóða ein öruggustu dekk sem völ er á ítrekað valin bestu dekkin í gæðakönnunum breitt úrval nagla-, vetrar- og heilsársdekkja eigum dekk fyrir fólksbíla, jeppa og sendibíla Skoðaðu dekkjaleitarvélina á MAX1.is MAX1 býður 20% afslátt af hágæða Nokian dekkjum og hluti söluágóða rennur til Krabbameinsfélagsins. SENDUM UM ALLT LAND Flutningur með Flytjanda 500 kr. hvert dekk Bíldshöfða 5a, Reykjavík Jafnaseli 6, Reykjavík Dalshrauni 5, Hafnarfirði (Knarrarvogi 2, Reykjavík Ath. ekki dekkjaþjónusta) Aðalnúmer: 515 7190 Opið: Virka daga kl. 8-17 Laugardaga: sjá MAX1.is Fáðu 20% afslátt af NOKIAN dekkjum og styrktu Bleiku slaufuna um leið Afsláttardagar 4.- 5. nóvember 20% 30% 40% 70% 30% 50% 60% Gylfaflöt 7 112 Reykjavík 587 8700 krumma.is Opið 08.30 - 18.00mán-fös / 11.00 - 16.00 lau 40%Mikið úrval af * leikföngum *húsgögnum * föndurvörum *ofl. Allt að 70%afsláttur af völdumvörum í verslun KRUMMAviðGylfaflöt dagana 4.-5. nóvember! Jólasveinar velkomnir FRÉTTASKÝRING Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Þrír ráðherrar ríkisstjórnarinnar, þau Bjarni Benediktsson, fjár- málaráðherra, Sigurður Ingi Jó- hannsson, forsætisráðherra, og Lilja Dögg Alfreðsdóttir, utanríkis- ráðherra, funduðu með Má Guð- mundssyni, seðlabankastjóra, og embættismönnum í gærmorgun um auglýsingaherferð bandarísku hug- veitunnar Institude for Liberty (IFL) undir merkjum Iceland Watch (Íslandsvaktin) í íslenskum fjölmiðlum. Í auglýsingaherferðinni er því haldið fram að Seðlabanki Íslands mismuni fjárfestum þannig að að- eins þeir sem séu af innlendum upp- runa geti fjárfest. Í auglýsingunum er talað af mikilli óbilgirni í þágu er- lendra kröfuhafa. Í heilsíðuauglýs- ingum Iceland Watch sem birtust hér í Morgunblaðinu í gær og fyrra- dag er fullyrt að almenningur á Ís- landi greiði fyrir opinbera spillingu og mismununarreglur og það kosti hvern íslenskan ríkisborgara á milli 15 þúsund og 18 þúsund dollara á ári (1,7 til 3,1 milljón króna). Auglýsingin er að hálfu mynd af Má Guðmundssyni, seðlabanka- stjóra, og á myndinni birtist spurn- ingin: „Það gerir þú!“ „Hver greiðir fyrir opinbera spill- ingu og mismunarreglur á Íslandi?“ og svarið: „Það gerir þú!“ Fullvíst er talið að auglýsinga- herferð þessi sé fjármögnuð og runnin undan rifjum erlendra vog- unarsjóða, sem ekki hafa viljað taka þátt í útboði Seðlabankans á undan- förnum mánuðum, þar sem þeir hafa ekki sætt sig við það gengi sem þeim stóð til boða. Á heimasíðu ILF (icelandwatch.- org), í frétt sem birtist á síðunni í fyrradag, kemur ekkert fram hverjir standi á bak við auglýsingaherferð- ina og fjármagna hana, einungis að herferðinni á Íslandi sé hrint af stað til þess að varpa ljósi á hvað ákvarð- anir Seðlabanka Íslands um mis- munun gagnvart erlendum fjár- festum kosti íslenskan almenning. Nýtt og ógeðfelldara stig Bjarni Benediktsson, fjármála- ráðherra, sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að við Íslendingar værum vanir því að erlendir kröfu- hafar beittu öllum ráðum til þess að verja peningalega hagsmuni sína. „En þessar auglýsingar flytja málið á nýtt og ógeðfelldara stig. Þær eru bæði ósmekklegar og bera með sér hroka og frekju. Meira og minna all- ar fullyrðingar í auglýsingunum eru rangar, sem sést best á því að ís- lensk stjórnvöld hafa fengið lof fyrir áætlun um afnám hafta, lánshæfi landsins hefur hækkað og þar sem gerður hefur verið ágreiningur fyrir dómstólum hefur sjónarmiðum aug- lýsendanna, hverjir svo sem þeir nú eru, verið vísað frá,“ sagði fjár- málaráðherra. Ósvífin og ósmekkleg Sigurður Ingi Jóhannsson, for- sætisráðherra, sagði í gær um ofan- greinda auglýsingaherferð: „Herferðin er bæði ósvífin og ósmekkleg, annars vegar í garð okk- ar æðstu embættismanna og hins vegar er hún aðför að íslenskum hagsmunum. Þeir hafa reynt hvað þeir hafa getað gagnvart Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum, lánshæfismats- fyrirtækjum og EFTA og alls staðar komið að lokuðum dyrum. Nú beina þeir spjótum sínum að kjósendum þessa lands með afar ósmekklegum hætti.“ Már Guðmundsson, seðlabanka- stjóri, gefur lítið fyrir ofangreinda auglýsingaherferð, sem hann segir einkennast af dylgjum og stórkarla- legum og röngum fullyrðingum. „Þessi herferð er sem betur fer ekki tekin alvarlega og fær engan hljóm- grunn hér á landi,“ sagði Már í sam- tali við Morgunblaðið í gær. „Það sem er verið að gefa í skyn þarna, annars vegar að aðgerðirnar sem festar voru í lög með svoköll- uðum krónulögum og hinsvegar krónuútboð Seðlabankans, fæli í sér óeðlilega mismunun milli innlendra og aðila, sem stangist á við lög og al- þjóðlegar skuldbindingar, stenst enga skoðun,“ sagði Már. Már segir margt hægt að nefna, því til staðfestingar. Hvað varði af- landskrónurnar og þá afmörkun sem gerð var í lögunum hafi það ekki byggst á því hvort eigendur þeirra væru útlendir eða innlendir, heldur hafi það byggst á því hver var upp- runi krónanna. Ákveðnar breytingar hafi með lögunum verið gerðar á umgjörðinni um aflandskrónurnar, sem samt sem áður hafi ekki falið í sér neinar efnislegar breytingar frá því sem verið hafði. Már bendir á að ekki hafi verið hægt að bíða lengur með þessar breytingar, þar sem það hafi verið farið að skekkja svo mikið gjaldeyr- isstrauma og gengi að fjármagns- innstreymi væri frjálst en fjár- magnsútstreymi heft. Það er eðli hafta „Mikilvægt er að hafa það í huga varðandi útboð Seðlabankans að álandsmarkaður (on shore) og af- landsmarkaður (off shore) eru tveir markaðir. Þeir eru hvor með sitt gengið og hvor með sitt jafnvægis- verðið. Það er eðli hafta að það sé þannig. Því er af og frá að halda því fram að með útboðinu væri verið að skera niður þessar aflandseignir með óeðlilegum hætti,“ sagði Már. Már segir að verðið sem ákveðið hafi verið sem hámarksgengi í út- boðinu hafi verið byggt á mati á stöðunni, hversu stór forðinn væri og hvað mætti leyfa honum að lækka mikið, ef öll staðan kæmi inn á því verði. „Við urðum að vera undir það búin og gátum ekki bara tekið sénsinn. Það byggðist á útreikningum á grundvelli þess hver forðinn var í lok apríl, þegar þessar ákvarðanir voru teknar. Þeim var öllum frjálst að taka þátt eða ekki. Það var bara þeirra ákvörðun,“ sagði Már. Bera með sér hroka og frekju  Fjármálaráðherra, forsætisráðherra og seðlabankastjóri segja að ófrægingarauglýsingaherferð ókunnra erlendra aðila sé hlaðin ósönnum fullyrðingum og dylgjum  Ekki sé um mismunun að ræða Morgunblaðið/Ómar Seðlabankinn Ráðherrar og seðlabankastjóri segja auglýsingaherferð Ice- land Watch ósvífna og ósmekklega og hlaðna ósönnum fullyrðingum. Í yfirlýsingu stjórnvalda segir m.a.: „Ráðherranefnd um efnahagsmál fundaði með Má Guðmundssyni seðlabankastjóra í morgun vegna for- dæmalausra auglýsinga Iceland Watch í fjölmiðlum undanfarna daga þar sem spjótum virðist beint að lögfestum ráðstöfunum á Íslandi um með- ferð aflandskróna. Stjórnvöld mótmæla rangfærslum þeim sem birtast í þessum auglýsingum. Ljóst er að erlendir aðilar, sem telja sig hafa hagsmuni af því að ráð- stöfunum um meðferð aflandskróna verði breytt, standa að baki þessum auglýsingum, þar sem einnig er vegið með ósmekklegum hætti að starfs- heiðri tiltekinna starfsmanna Seðlabanka Íslands. Einstakir stærri af- landskrónueigendur hafa að undanförnu freistað þess að hafa áhrif á al- þjóðlegar stofnanir, lánshæfismatsfyrirtæki og almenna fjölmiðla- umfjöllun en orðið lítið ágengt. Íslensk stjórnvöld hafa við undirbúning laga og framkvæmd áætlunar um afnám hafta í einu og öllu lagt áherslu á að tryggja jafnræði, verja stjórnarskrárvarin réttindi og virða alþjóð- legar skuldbindingar …Tilgangur laga um meðferð krónueigna er að að- greina aflandskrónueignir tryggilega svo mögulegt sé að stíga næstu skref í losun hafta og koma á frjálsum milliríkjaviðskiptum á ný …“ Fordæmalausar auglýsingar YFIRLÝSING STJÓRNVALDA VEGNA ICELAND WATCH
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.