Morgunblaðið - 29.10.2016, Side 65
65
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2016
www.heild.isfyrirspurn@heild.is
Skrifstofuhúsnæði
HEILD
fasteignafélag
Bjart og skemmtilegt 1.030 fm. verslunar- og skrifstofuhúsnæði á góðum
stað í Kópavogi. Eignin er sýnileg í grónu hverfi, aðkoma góð og nóg af
bílastæðum. Miklir möguleikar í boði fyrir ýmsan rekstur.
Tilvalið húsnæði fyrir húsgagnaverslun.
Svæðið er í mikilli uppbyggingu og er orðið að sterkum verslunarkjarna.
• 1.030 fm. skrifstofuhúsnæði.
• Björt og skemmtileg eign.
• Góð staðsetning.
Askalind 2A, 201 Kópavogur
notalegt að finna fyrir köldum
steinunum þegar þú ert ofan í heit-
um pottinum.“
Auk kaldsteinanuddsins býður
Abaco upp á flestallar gerðir af
heilsunuddi sem nöfnum tjáir að
nefna og aðstaðan býður upp á að
hægt er að taka á móti alls fimm
manns í nudd í einu. Má þar nefna
sogæðanudd, meðgöngunudd, ilm-
olíunudd, íþróttanudd og svæð-
anudd og er þá fátt eitt talið upp.
Demantshúðslípun fyrir andlit
Á snyrtistofu Abaco er boðið upp
á allar helstu snyrtimeðferðir auk
nokkurra sem ekki er að finna ann-
ars staðar. Þar má meðal annars
nefna sérhæfðar andlitsmeðferðir
og háþróaðar snyrtivörur frá Gui-
not. „Guinot eru vörur og meðferðir
í hæsta gæðaflokki, sem eru fyrst
og fremst framkvæmdar af við-
urkenndum snyrtistofum af fag-
lærðum húðsnyrtifræðingum,“ seg-
ir Kristín. „Þar erum við meðal
annars að nota háþróuð tæki til að
þrýsta virkum efnum djúpt inn í
húðina til að gefa henni aukinn
raka og lyftingu. Einnig bjóðum við
upp á laser-merðferðir og erum að
vinna á háræðasliti, í háreyðingum
og svo erum við með demantshúðs-
lípun sem er ákveðin sérstaða hjá
okkur enda enginn annar sem býð-
ur upp á hana á Akureyri.“
Kristín útskýrir að um mjög
virka meðferð sé að ræða. Fyrst sé
húðin slípuð með grófum kristöllum
sem örva mjög blóðflæðið sem aftur
verður þess valdandi að endurnýjun
húðfrumnanna verður örari. „Svo
notum við sérstakan demantshaus
fyrir fínpússun þar á eftir. Þetta er
mjög öflug og árangursrík andlits-
meðferð – sú árangursríkasta sem
við erum með.“
Vinsælt fyrir pör og hópa
Að sögn Kristínar er vinsælt að
pör og hópar hafi samband og biðji
um ráð og leiðbeiningar um sam-
setningu á dekurdegi. Af nógu er að
taka enda möguleikarnir margir og
Kristín og samstarfsfólk hennar á
því ekki í vanda með ráðgjöfina.
Hún gefur hér dæmi um dagskrá
fyrir slíkan dekurdag.
„Ég myndi benda þeim á að byrja
á því að fara í baðstofuna og beint í
heita pottinn og slaka þar á í ein-
hvern tíma. Að því loknu gætu þau
bæði farið saman í fótsnyrtingu eða
andlitsmeðferðir hjá snyrtifræðingi
og svo má bjóða þeim í klukku-
stundarlangt nudd uppi á bekk. Ef
þau vilja eitthvað sem tekur
skemmri tíma þá myndi ég stinga
upp á kaldsteinanuddinu í pottinum
því þar erum við að bjóða upp á
andlitsmaska. Það er mjög vinsælt.
Með þessu móti er parið saman all-
an tímann sem er ótvíræður kostur
fyrir pör.“
Aðspurð segir Kristín að tólf til
fimmtán manna hópar séu kjör-
stærð fyrir hópa sem koma en mest
hafi hún tekið á móti 30 manna
hópi; þá hafi reyndar verið í
þrengra lagi.
„Þess má líka geta að við erum
með vínveitingaleyfi svo ef fólk vill
fá kaldan bjór eða kælt hvítvín í
heita pottinn þá er það minnsta
málið. Ennfremur getum við útbúið
ostabakka fyrir hópa en bjóðum
fólki líka að það geti haft með sér
eitthvað að narta í þegar það kemur
til okkar. Það er mjög vinsælt þeg-
ar hingað koma hópar hvort sem
það er í tengslum við afmæli,
steggjun, gæsun eða af hvaða tilefni
sem vera skal.“
Kristín bætir við að það sé ekki
síst eftirsótt að kíkja á Abaco og
láta líða úr sér eftir hressandi dag í
Hlíðarfjalli. „Það er hreinlega sleg-
ist um tímana hjá okkur um helgar
þegar snjórinn er kominn í fjallið,“
segir Kristín að endingu.
Notalegt Það er sívinsælt að koma í dekur og slökun hjá Abaco heilsulind, ekki síst þegar nægur snjór er í Hlíðarfjalli. Dekur Andlitsmaskameðferð í pottinum er dekur eins og það gerist best.