Morgunblaðið - 29.10.2016, Síða 70

Morgunblaðið - 29.10.2016, Síða 70
BÆKUR 25. 6. Við flugum með austurþýska flug- félaginu Interflug frá Kaupmanna- höfn til Kúbu. Flugvélin var af rúss- neskri gerð og ekkert yfir henni að kvarta nema að rétt fyrir flugtak lið- aðist einhverskonar sóttvarnarefni um loftið og minnti mann óþægilega á eiturgas. Þegar við komum til Austur-Berlínar kom í ljós að miðinn minn frá Austur-Berlín til Kúbu var týndur, var af einhverjum ástæðum ekki með hinum miðunum sem voru í fórum Ingu fararstjóra. Nokkurt þóf varð á flugvellinum en allt gekk upp að lokum. Sem betur fer var gerður mjög stuttur stans á flugvellinum, enda ekkert þar að sjá nema gráa veggi og fólk í sama stíl, grátt og guggið. Eftir sex tíma flug og vonda austurþýska spægipylsu lentum við á Gander-flugvelli á Nýfundnalandi. Þar steig ég í fyrsta sinn á ameríska jörð, þ.e.a.s. amerískt malbik. Á Gander er kanadísk herstöð og ekki mikið að sjá. Ég keypti smávindla til öryggis. Svo var flogið úti fyrir strönd allrar Norður-Ameríku, yfir Bahamaeyjar og lent á Kúbu eftir sex tíma flug. Ekki mátti vélin fara inn í lofthelgi Bandaríkjanna. Skrif- finnskan á flugvellinum minnti mig af einhverjum ástæðum á Útlend- inginn eftir Albert Camus sem ég var nýbúinn að lesa. Flugvöllurinn er kenndur við José Martí, þjóð- arhetju Kúbumanna. Af engum eru jafnmargar styttur og myndir. Ekk- ert hús er svo aumt að þar megi ekki finna mynd af José Martí, hinsvegar sá ég aldrei styttu af Fidel, en myndir af honum og Che Guevara hanga víða uppi. Blaða- og sjón- varpsfólk tók á móti okkur á flug- vellinum, en sjónvarpsliðið átti eftir að fylgja okkur víða um. Það var að vinna að gerð stuttrar heimild- armyndar um Brigada Nordica, en undir þeirra merkjum vorum við komin til Kúbu. Hitinn var lamandi. Enn var bjart af degi og við siluðumst gegnum tollinn og passaskoðun og þegar við vor- um loks komin út úr flugstöðinni var farið að dimma. Kvöld- sólin skein undir skýin og litaði þau purpurarauð. Allt var ævintýri líkast. Við stigum upp í gamla rút- uræfla frá því fyrir byltingu og ók- um út í svart myrkrið. Meðfram veg- inum voru lágreist hús, ýmist hlaðin úr múrsteini eða hálfgerðir timb- urkofar sem við Íslendingar hefðum ekki gefið mikið fyrir. En það þarf ekki merkileg hús á Kúbu; veð- urguðirnir hugsa vel um sína þarna suðurfrá. Flest húsin voru opin upp á gátt, gluggar og dyr og bláleitur bjarmi sjónvarpsins lýsti upp hvert hús. Fullt tungl hátt á lofti. Það var komið svartamyrkur þegar við kom- um til vinnubúðanna eftir meira en tuttugu tíma vöku. Okkur var vísað til rekkju í löngum timburskálum. Við sváfum fjörutíu og átta saman í skálanum sem ég svaf í, Íslendingar, Norðmenn og Danir. Stelpurnar voru í sérskálum. Ég fékk neðri koj- una en Agnar, sá elsti í hópnum, efri kojuna. Agnar er á sjötugsaldri, rennismiður að starfi, rólynd- ismaður. Dauðþreyttur breiddi ég móskítónetið yfir mig og sofnaði við suðið í skordýrunum og drykkjuraus Dananna á pallinum fyrir utan. 26. 6. Ég vaknaði klukkan sjö. Svaf held- ur illa, þó er hitinn alveg bærilegur á nóttunni. Að loknum morgunverði, sem oftast var þurr hveitibrauðs- samloka með pylsuáleggi og osti, te eða mjólkurkaffi og einhver ávaxta- drykkur, vorum við boðin velkomin og sýndur staðurinn. Með starfsfólki dvelja í búðunum um 250 manns. Um hádegisbil fórum við til Havana og höfðum þar frjálsan tíma. Það er tæplega klukkutíma keyrsla frá búð- unum til Havana. Hópurinn tvístr- aðist fljótlega og við Óli héldum inn í gömlu Havana. Spænsk húsagerð- arlist ræður þar ríkjum, langar sval- ir oftast meðfram öllum hliðum og skuggsælir húsagarðar þar sem fólk situr og dottar yfir miðjan daginn þegar sólin er hvað heitust. Mörg húsanna eru illa farin og skamm- arlega lítið haldið við. En það vantar víst fjármagn. Flest húsin virðast vera frá seinni hluta nítjándu aldar og fyrri hluta þeirrar tuttugustu. Mannlífið á götunum er mjög litríkt, börn og ungling- ar leika sér með glerkúlur í öllum hliðargötum, og hvítir, svartir og gulir spásséra um strætin, fá sér ís og standa í löngum bið- röðum fyrir framan kvik- myndahúsin sem eru hér mörg. Það er sunnu- dagur og til að leita skjóls fyrir sólinni brugðum við okkur í kaþ- ólska messu. Í kirkjunni var svalt og gott að láta líða úr sér í hálfrökkrinu. Slangur af fólki hlýðir á prédikun prestsins, aðallega konur og eldra fólk. Það er einstaklega gaman að ganga upp þessar gömlu götur og nema þennan suðræna hjartslátt. Slagorðin Patria o muerte og Patria y libertad má sjá víða á húsveggjum og skiltum. Stundum er eins og manni sé kippt langt aftur í tímann, allt er svo ólíkt því sem mað- ur á að venjast. Enn má sjá banda- rísk auglýsingaskilti frá því fyrir byltinguna. Kúbumenn eru ekkert að fjargviðrast yfir smámunum. San Francisco heitir ein gatan, önnur O’Reilley og þriðja Barcelona. Hót- elin heita Johnny’s og Mandy’s. Á kránum mátti stundum sjá kófd- rukkna kalla, en annars virðist mér Kúbumenn nota áfengi frekar í hófi. Rennihurðir eru fyrir flestum bör- um í gömlu Havana, hálfgerðar bíl- skúrshurðir sem er rennt upp þegar barinn er opnaður og þá er hægt að standa úti á gangstéttinni og drekka romm í kóla eða Cervezas. Þegar við komum heim um kvöldið fréttum við að Gilbert og Albert (venjulega kall- aðir Gilbert og Sullivan) hefðu þefað uppi gleðikonur, en Albert kom því til leiðar að ekkert varð úr þeim við- skiptum. Þegar ég kom heim í búð- irnar eftir þennan ágæta dag þvoði ég þvott og lét hugann líða yfir at- burði dagsins og hugsaði heim til Ás- laugar og stelpnanna. 27. 6. Mánudagur. Við vorum vakin klukkan sex með söng Söru Gonsál- ez á hennar þekktasta lagi, La Vict- oria, en hún átti eftir að vekja okkur á hverjum morgni það sem eftir var dvalarinnar á Kúbu. Textann hefur Ingibjörg Haraldsdóttir ljóðskáld þýtt, en síðasta erindið hljóðar svo: Jörðin syngur, jörðin grætur/jörðin gleðst og sigri fagnar/og uppúr stríðsins harmagráti/rís hann okkar fyrsti sigur. Ingibjörg er formaður Kúbuvinafélagsins heima og sá um allan undirbúning ferðarinnar. Klukkan átta vorum við komin út á akur og farin að höggva illgresi frá sítrustrjám. Venjulega er unnið til kortér í tólf, þá er síesta til klukkan tvö og síðan unnið til fimm. Það er helvítis púl að vinna í þessum mikla hita, en mig grunar að það venjist nokkuð vel. Ávextirnir á trjánum eru flestir óþroskaðir, þó má finna eina og eina appelsínu sem vel má borða. Túlkarnir okkar vinna oftast með okkur. Þau heita Rósa (fyrirlið- inn), María og Georg. Allt eru þetta háskólastúdentar, lítt veraldarvön og ekki alltaf mikið á því að græða að spyrja þau um ástandið á Kúbu. Síðdegis fór að rigna og allir voru keyrðir upp í búðir í snarhasti. Og hvílík rigning. Slíkt vatnsveður hef ég aldrei upplifað. Vatnið streymdi eftir malbikuðum stígunum eins og fljót. Svo stytti upp eftir klukkutíma eða svo. Myrkrið skall á meðan við sátum undir leiðinlegum fyrirlestri um Havanahérað. Mest töl- fræðilegar upplýsingar sem við græddum lítið á. Kvöldið er besti tími dagsins, suðrænn andvari og tónlist úr hátölurunum. Þegar dimmir byrja skordýrin að syngja. Það lætur vel í eyrum. Ég sofna fljótt draumlausum svefni. […] 1. 7. Vaknaði við söng Söru Gonsález klukkan sex eins og venjulega. Endalausar raðir af sítrustrjám bíða okkar en tíminn í vinnunni líð- ur fljótt. Appelsínurnar eru enn óþroskaðar. Þó má finna eina og eina sem má borða og smakkast þær vel í hitanum. Það er stöðugt ráp á okkur í vatnsbrúsana þegar líður á daginn og sólin er hvað hæst á lofti. Það fer vel á með okkur Ís- lendingunum og Norðmönnunum. Og eftir því sem þeir búa norðar, því betur náum við saman. En erfiðlega gengur mér að skilja norskuna. [...] Nú er að byrja fyrirlestur um menningu Kúbu og fyrirlesarinn lofar að ljúka sér af á fjörutíu og fimm mínútum eða rétt fyrir klukk- an tíu. Hann fær gott klapp fyrir þessa huggun. Hann segist hafa skrifað átta hundrað síðna doðrant um menningu Kúbu og ætlunin er að renna í gegnum doðrantinn á þremur kortérum. Listamönnum er frjálst að segja hvað sem þá lystir, en því má náttúrlega ekki gleyma að það er bannað að vera á móti byltingunni. Hermenn eru til að verja föðurlandið og svo gera lista- menn einnig, segir hann. Það er ekki af því að við séum hræddir við rithöfunda sem gagnrýna þjóðfélag okkar að við prentum ekki bækur þeirra, heldur er pappírsskorturinn það mikill að meira liggur á að prenta kennslubækur og skáldrit í anda byltingarinnar. Dálítið skond- in skýring á ritskoðun. Sósíalreal- ismi sem fjöðrum töfraraunsæis hefur verið stungið í, þannig sýnist mér kúbanska bókmenntaformúlan vera. Hann stóð við orð sín og við sluppum út eftir klukkutíma. Að ýmsu leyti var þetta ágætis fyr- irlestur. Ég er kominn með bein- verki, brunninn á baki og allur ómögulegur. 2. 7. Ég vaknaði endurnærður og vann á við tvo fram að hádegi, en lengur vinnum við ekki á laugardögum. Súsanna og Gilbert fá nú að gista sjúkraskýlið. Ofnæmi fyrir mosk- ítóbitum segir læknirinn. Fæturnir bólgna upp og æskilegt er að sjúk- lingurinn hreyfi sig sem minnst. Ég hef enn sem komið er sloppið við all- ar pestir en margir hafa fengið slæma magakveisu. Í dag var okkur tilkynnt að við hefðum náð 100% vinnuafköstum og vel það. Ég skil ekki út á hvað þessar mælingar þeirra ganga. Ég talaði lengi við Maríu, kornunga túlkinn okkar. Hún leggur stund á þýðingarfræði í háskólanum í Havana. Hún segist halda mikið upp á vísindaskáldsög- ur og kvikmyndir í sama dúr og tel- ur upp ýmsar bandarískar geim- verumyndir. Eins og Fidel hefur hún mikið dálæti á Frankenstein. Í kvöld verður ball. Kúbanskir tón- listarmenn ætla að heimsækja búð- irnar og skemmta okkur með söng og dansi fram á rauðanótt. Sjálf Sara Gonsález ætlar að „vekja okk- ur“ um miðnætti. Það var dansað til klukkan tvö undir björtum stjörnu- himni. Hljómsveitin spilaði dillandi rúmbu með jass- og rokkívafi. Hörku dansmúsík. Man ekki eftir því að ég hafi dansað svona mikið og lengi eins og þetta kvöld. Það er gott að gleyma sér í dansinum og ranka ekki við sér fyrr en ballið er búið. Það var töluvert um samdra- gelsi og ekki laust við að það braki óvenjumikið í kojunum í nótt. Íslenskir verkamenn á Kúbu Í júní 1983 hélt Óskar Árni Óskarsson í vinnuferð til Kúbu með þrettán Íslendingum. Ferðin var á vegum Vináttufélags Íslands og farin til að vinna verka- mannavinnu og kynnast landi og þjóð. Óskar hélt dag- bók í þessari ferð sinni. Hér eru færslur þriggja daga. Ljósmynd/Óskar Árni Óskarsson Júní 1968: Óskar Árni Óskarsson til hægri. Með honum er Ólafur Ragn- arsson og á milli þeirra kúbverskur félagi þeirra í verkamannavinnunni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.