Morgunblaðið - 29.10.2016, Side 74
74
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2016
BÆKUR
Hvalgrafir (lýsi, reipi, tennur)
[...] Í Breiðafirði eru kjöraðstæður
fyrir rostung, sel og margar teg-
undir smáhvela. Á nokkrum stöðum
í landnámi Geirmundar koma fyrir
örnefnin Hvallátur/Hvallátrar sem
merkir ,staður þar sem hvalir kæpa‘.
Einu hvalirnir sem kæpa á landi eru
rosmhvalir, (þ.e. rostungar) og þá
merkingu hafa fræðimenn lagt í
nafnið. Merking nafnanna var að
hluta staðfest þegar bein rostungs-
kópa fundust í Bjarneyjum í ná-
grenni við aðalból Geirmundar. Ör-
nefnið Hvalsker kemur víða fyrir og
þar á sama skýring við. Oft eru sker
með þessu nafni kjörlendi fyrir rost-
ung vegna þess hve mikið er um
skelfisk í nágrenninu.
Selurinn bjó einnig við kjör-
aðstæður hér. Sennilega hafa bæði
útselur og landselur verið í Breiða-
firði eins og nú er en einnig fleiri
selategundir, þar á meðal kampselur
sem annars lifir á heimskautasvæð-
inu. Hann er feitur og hefur þykkt
skinn, sem hlýtur að hafa verið eft-
irsótt til reipagerðar. En þessar
selategundir kunna að hafa horfið
jafn skjótt og rostungarnir ef veiði-
menn voru ágengir. Eitt verkefna
þrælanna var að framleiða lýsi úr
spikinu. Lýsisbræðslustöðvarnar
heita „hellegroper“ á Norðurlanda-
málum, og margar slíkar hellu-
gryfjur hafa fundist á norðurslóðum.
Fornleifarannsóknir sem greint hafa
fituleifar í slíkum gryfjum hafa tekið
af allan vafa um að þær hafi verið
notaðar til að vinna lýsi úr ýmsum
sjávarspendýrum.
***
Sumarið 2010 gerði ég, í félagi við
nokkra vini, tilraun til að framleiða
lýsi að hætti landnámsmanna. Með
okkur var sérfræðingur í greininni
frá Háskólanum í Tromsø, dr. Gørill
Nilsen. Við grófum gryfju í fjörunni,
um það bil 60 x 110 sentimetra að
stærð, og fóðruðum hana að innan
með steinhellum. Þetta var hellu-
gryfja.
Örnefnið Hvalgrafir kemur fyrir
við naust Geirmundar, mitt á milli
höfuðbýla hans, Búðardals og Geir-
mundarstaða.
Þetta er gott
norrænt heiti á
lýsisbræðslu-
stöðvum, ekki
síst ef rosm-
hvalaspik hefur
verið brætt í
þeim. Slíkar
gryfjur finnast
oft við skip-
anaust, sú stað-
setning hlýtur
að hafa þjónað
hagnýtum til-
gangi. Bóndinn
á staðnum, Her-
mann Karlsson,
sagði okkur að
samkvæmt
gömlum ör-
nefnasögnum á
svæðinu hafi
stóru nausta-
tóftirnar við Hvalgrafir tilheyrt
Geirmundi heljarskinn. Óumdeilt er
að þetta er á hans landnámssvæði.
Við gerðum tilraunina ekki langt
frá Geirmundarstöðum í Selárdal,
sem er syðst af jörðum Geirmundar
á Ströndum. Við höfðum meðal ann-
ars náð í tæplega 400 kílóa útsel en
bara spikið af honum vóg um 100
kíló. Vinnan felst í því að veiða dýrið
og flytja það til strandar. Þvínæst
þarf að flá skrokkinn þannig að spik-
ið fylgi húðinni. Nokkrar skinn-
kápur eru geymdar þannig, en önn-
ur skinn eru verkuð þannig að
spikinu er flett frá húðinni og það
skorið í stykki. Það segir sig sjálft
að þetta verk þarf að fara fram í
fjörunni. Að auki þarf svo að kljúfa
við.
Þegar við höfðum safnað eldiviði,
kveiktum við bál í gryfjunni. Við
lögðum kringlótta fjörusteina í eld-
inn. Þegar við höfðum náð upp mikl-
um hita var gryfjan tæmd og heit
viðarkolin fjarlægð. Sé ætlunin að
framleiða mikið lýsi má setja þau í
næstu gryfju. Skinn með áföstu
spiki er svo lagt í botninn á gryfj-
unni þannig að skinnið snúi niður, og
gryfjan fyllt af meira spiki ásamt
heitu steinunum. Gufa og sterk
bræðslulykt stígur upp úr gryfjunni
svo maður getur auðveldlega ímynd-
að sér þefinn í svefnsölum lýsis-
þrælanna. Að lítilli stund liðinni fer
lýsið að skilja sig frá spikinu. Hægt
er að ausa því beint upp úr gryfj-
unni, þar sem húðin kemur í veg fyr-
ir að það leki niður í jarðveginn. Við
framleiddum 50 lítra á tveimur dög-
um í þessari litlu gryfju enda þótt
ein bræðslan færi alveg forgörðum.
Það er ekki óraunhæft að ætla að
þrælar sem kunnu vel til verka hafi
verið færir um að framleiða mörg
hundruð lítra af lýsi yfir daginn.
Margar hendur og mikla samhæf-
ingu hefur þurft til að vinna rostung
á þennan hátt, bæði til að skera
hann upp og flytja spikið og skinnin.
Síðan þurfti að setja dýrmætan
vökvann á tunnur eða geyma hann í
vömbum dýranna. Lýsið var ein
verðmætasta útflutningsvara Geir-
mundarveldisins.
***
Annað sem Kjaran og flokkur
hans urðu að læra var reipagerð.
Óttar heimti skatt eða greiðslu
(fornenska gafol) af fólkinu á norð-
urslóðum, meðal annars í formi
svarðreipa, þ.e. 60 álna langra reipa
(fe. sciprapum) sem gerð voru úr
skinnum rostunga og sela. Sú kunn-
átta hefur að mestu glatast en þó
hefur verið gerð tilraun til að end-
urskapa fram-
leiðslutæknina
meðal annars
með því að nýta
þekkingu inúíta á
Grænlandi.
Samkvæmt
elstu heimildum
var hefðbundin
aðferð sú að
hringskera dýrið
og vinna langar,
mjóar reimar úr
skinninu. Ræm-
urnar þurfti að
leggja í saltlög,
fjarlægja þurfti
hárin af yfirborði
skinnsins og
reimarnar voru
síðan þurrkaðar
til þess að flétta
úr þeim hæfilega
sterk reipi. Þessu
næst þurfti að elta reipin og
strekkja þau. Ekki er vitað að hvaða
marki norrænir menn höfðu tök á
þessari tækni, vera má að einmitt
þessi þekking hafi skipt sköpum fyr-
ir menn á borð við Geirmund.
Selskinnsreipi voru notuð í reið-
ann á minni skipum og rostungsreipi
í þau stærri. Skinnreipi voru lífrænt
efni sem þurfti að endurnýja reglu-
lega en hægt var að lengja ending-
artímann með því að lýsisbera þau. Í
ljósi þess að Írar eigna Dyflinn-
arkonungum einum 200 skip, hlýtur
eftirspurnin að hafa verið gríðarleg
og þessi eftirspurn var Geirmund-
arveldinu hreinasta gullnáma.
Fiskveiðar fóru að mestu fram
með línu og öngli á víkingaöld en
fiskur var töluvert stór hluti fæð-
unnar. Hverskonar línur voru not-
aðar? Línur úr basti og hampi gátu
vissulega verið tiltölulega sterkar en
þessi efniviður stenst ekki stöðugan
núning við borðstokkana eins og all-
ar fiskilínur þurfa að þola. Þunn-
skornar skinnræmur voru kjörnar
til þessa hlutverks þar sem þær voru
mjög sterkar og auðvelt að vefja þær
upp á kefli. Slíkar reimar kunna að
hafa verið eftirsóttar, ekki aðeins í
Dyflinn heldur meðal allra þjóða
sem stunduðu fiskveiðar.
Það voru fyrst og fremst slíkar
vörur sem gögnuðust útgerð vík-
ingaskipa; lýsi og reipi sem fyrstu
landnámsmennirnir gátu selt á háu
verði í Dyflinn.
Landnámsmaður og iðnjöfur
Í bókinni Leitin að svarta víkingnum reynir Berg-
sveinn Birgisson að draga upp mynd af landnáms-
manninum Geirmundi heljarskinn, sem lýst var sem
hann væri göfgastur landnámsmanna. Í bókinni fer
Bergsveinn á slóðir Geirmundar í Noregi, við Breiða-
fjörð og á Vestfjörðum. Hér er gripið niður í bókina.
Ljósmynd/Bjartur/Strandagaldur/Sigurður Atlason
Spikbræðsla Bergsveinn Birgisson og félagar bræða spik að hætti landnámsmanna sumarið 2010.
Ljósmynd/Bjartur/Hans Reidar Bjelke
Selskinn Grænlendingur með línu úr selskinni. Dýrin eru hringskorin og línurnar má svo nota til að flétta reipi.