Morgunblaðið - 29.10.2016, Qupperneq 79

Morgunblaðið - 29.10.2016, Qupperneq 79
nánast heyrnarlaus og með göngugrind við sófann. Jóna mín, þú fórst ekki ein í gegnum baráttu þína, þinn elskulegi jákvæði Biggi stóð þér við hlið ásamt börnum, tengda- börnum og tengdafjölskyldu. Guð gefi fjölskyldunni styrk á þessum erfiðu tímum. Elsku Jóna, ég kveð þig með þakklæti fyrir allt það sem þú gafst mér, sem lítilli stelpu að fá að skottast með þér ófáar bæj- arferðirnar, vináttu alla tíð og öll prjónalistaverkin þín fyrir mig og börnin mín. Jóna mín, „það þarf fólk eins og þig“. Þín Kristný. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.J.H. ) Skrítið og erfitt að sitja hér og kveðja þig, kæra vinkona. Þú þurftir að lúta í lægra haldi fyrir krabbanum. Við brölluðum svo margt saman og nú flæða minn- ingarnar. Vorum með börn á sama aldri sem gengu inn og út á báðum heimilum. Prjónuðum margt og mikið, lituðum augun og kláruðum peysurnar fyrir Þjóðhátíðarnar. Fórum saman í sumarbústað þrjár fjölskyldur, bara gleði og gaman. Gengum um hverfið og seldum fyrir Krabbavörn, þú alltaf svo tilbúin að gera allt fyrir alla. Síðasta ár var þér erfitt en þetta verkefni ætlaðir þú að vinna vel og klára með sigri. Við ætlum okkur margt en Guð ræður og hann tók þig frá okkur alltof snemma. Fjölskyldan þín er svo yndislega samhent og gerði allt fyrir þig sem hægt var. Elsku Biggi, Guð- jón, Anna Kristín, Toke, Ólafur Vignir, Halla Kristín, Nanna, systkini, Anna, Þura og Óli og öll fjölskyldan, innilegar samúðar- kveðjur til ykkar frá öllum í minni fjölskyldu. Elsku Jóna, góða ferð í Sumarlandið og takk fyrir allt. Þín vinkona, Ester Ólafs. Gott er að koma að garði þeim sem góðir vinir byggja. Þá er meira en hálfnað heim, hvert sem vegir liggja. (Guðmundur Böðvarsson) Vinir eru eins og stjörnur, þær eru ekki alltaf sýnilegar en eru alltaf til staðar. Þannig voru kynnin af Jónu. Það var mikill happafengur að fá að vera ná- granni þeirra hjóna, Birgis og Jónu. Með fjölskyldunum í Ás- hamri 6, 8, 12 og 14 tókust góð kynni og ómetanleg vinátta. Hópurinn átti margar skemmtilegar stundir. Það voru allir saman, bæði börn og full- orðnir. Sumarbústaðaferðin ógleymanlega, pysjuveiðar, söl- vatínsla á háflóði, afmælisveisl- ur, útskriftir, kaffispjall, leikir barnanna úti og inni. Ef einhver hélt veislu þá voru húsgögn og borðbúnaður færð á milli húsa. Ef eitthvað vantaði til heimilis- halds var hlaupið yfir til Jónu í næsta húsi. Það var ekki hægt að hugsa sér betri nágranna. Með íbúum úr hinum húsunum í botnlanganum var svo margt brallað, brenna á gamlárskvöld með skrúðgöngu, lúðrablæstri, brennu- kóngum og drottning- um og götugrillin ógleymanlegu. Þjóðhátíðin var á sínum stað og kankvísi hláturinn hennar Jónu er falleg minning sem við geym- um. Það var gott að eiga Jónu að, hún var hrein og bein og sagði sína meiningu ef því var að skipta. Hörkudugleg, hjálpsöm, félagslynd og glaðvær. Prjón- arnir voru aldrei langt undan og handbragðið fallegt. Það gekk allt áreynslulaust þegar Jóna var annars vegar. Hún vann sín verk hljóðlega af alúð og setti aðra í forgrunn. Styrkur hennar kom ekki síst fram meðan hún barðist við þann vágest sem að lokum hafði betur. Hún var ákveðin að berjast til loka og var dyggilega studd af sinni góðu fjölskyldu. Nú hefur skarð verið höggvið í þennan góða hóp, en tíminn í Ás- hamrinum uppúr 1980 og fram undir aldamótin gleymist ekki. Vinaböndin sem bundin voru slitna ekki. Við vorum heppin að fá þennan tíma saman. Það er sárt að kveðja elsku Jónu og hugur okkar er hjá ástvinum hennar, við sendum samúðar- kveðjur til Bigga, Guðjóns, Önnu Kristínar, Ólafs Vignis og ann- arra ættingja og vina. Takk fyrir allt, elsku Jóna, samfylgdin með þér gerði lífið betra, hvíl þú í friði. Guðný, Kristján, Einar, Ester, Gylfi, Guðrún og krakkarnir í Áshamrinum. Komið er að kveðjudegi, kæra vinkona. Of ung yfirgefur þú þennan heim og skilnaðurinn er sár. En minningarnar eru ljós í myrkrinu og birtast mér ljóslif- andi er ég hugsa til stunda okkar saman. Hugurinn reikar til Grænuhlíðar þar sem þú vandir komur þínar á æskuheimilið mitt. Tvær stelpur saman í leik mynduðu þar vinabönd að eilífu. Einlæg vinátta, hlátur og gleði einkenndi okkar samband. Ótal samverustundir á Heimaey eða erlendis, með margar fullar ferðatöskur eins og þá tíðkaðist. Svo uxum við úr grasi. Þú kynnt- ist Bigga og ég minnist þess þeg- ar ástin vaknaði í hjarta þínu og óx í brennandi þrá. Börnin komu í líf okkar, ég var aðeins fyrri til, og þú, Jóna, lést þitt ekki eftir liggja. Boðin og búin að sinna mínum sem þín eigin væru. Fluttir inn á heimili mitt til að taka þar við rekstri ef ég þurfti af bæ að fara. Prjónaðir peysur á drengina mína og færðir þeim gjafir. Þannig varst þú, Jóna, og þannig mun ég minnast þín, ósérhlífin, dugleg og myndarleg til allra verka. Kletturinn í fjölskyldu þinni sem allir treystu á. Nú er sól þín sest eftir erfiða baráttu. Eftir eru fjölskyldan, Biggi og börnin sem þú varst svo stolt af, sem nú syrgja móður sína og konu. Hugur minn er hjá ykkur öll- um, kæra fjölskylda Jónu. Ég kveð þig í friði og söknuði, kæra vinkona. Auróra. Þegar við Ólafur kynntumst fyrst fyrir alvöru komum við ósjaldan eftir skóla á heimili ykkar Bigga, sem varð fljótlega eins og félagsmiðstöð fyrir mig og vini Ólafs Vignis, öðrum mömmum til mikillar ánægju. Sá vinskapur vatt upp á sig og urð- um við fljótlega óaðskiljanlegir. Með því uxu þó vandamálin. Fleiri símtöl bárust frá Lása skólastjóra sem og stöku bréf frá barnaverndarnefnd. Þó að at- hæfin hafi verið saklaus í flestum tilvikum, á ég það þér enn að þakka að úr hafi ekki orðið lög- reglumál þegar ég ákvað að kveðja 6. bekk með stæl og brenna allar kennslubækurnar mínar í hrauninu fyrir ofan Bú- hamarinn. Þetta, ásamt mörgu öðru, fékk mamma aldrei að vita, enda tókst þú á þessu líkt og hún myndi gera og taldir þú það óþarfa að hringja í hana og hræra dýpra í þeim potti. Þú hafðir þennan einstaka hæfileika að takast á við svona verkefni, kláraðir þau á staðnum og þá voru þau bara búin. Ef það brotnuðu fimm nýkeypt kristals- glös í partíi, þá var þeim sópað í poka, partíinu haldið áfram og daginn eftir var farið út í búð og keypt ný. Engin eftirmál, svo einfalt var það. En verkefnin sem deilt er niður á fólk eru mis- munandi og oft óskiljanleg, en kannski er manni bara ekki ætl- að að skilja þau. Í þínu tilfelli sannar það hve lífið getur verið hverfult. En þó að verkefni þitt hafi verið stórt var baráttan að- alsmerki þitt, með stuðningi frá- bæru fjölskyldu þinnar og vina. Á móti því sem ólæknandi er stendurðu alltaf uppi sem sigur- vegari. Elsku Jóna. Þínar 90 mínútur eru liðnar, en þrátt fyrir það munum við, einum færri, halda áfram fjörinu á Áshamrinum, eins og þú hefðir viljað hafa það. Það verður ótrúlega skrítið að labba „óboðinn“ þangað inn í framtíðinni og mæta þér ekki í sófanum með ástarsögurnar góðu eða prjóna í hendi. En ég veit það að Biggi mun taka vel á móti mér og mínum í staðinn. Þú verður hjá mér í hug og hjarta líkt og alltaf. Það er sumt sem maður saknar, vöku megin við. Leggst út af á mér slokknar. Svíf um önnur svið, í svefnrofunum finn ég, sofa lengur vil. Því ég veit að ef ég vakna upp, finn ég aftur til. (BJF og DÁH.) Guðni Freyr Sigurðsson. Mig langar með fáeinum orð- um að kveðja vinkonu mína, hana Jónu, eða Jónu hans Bigga eins og hún var svo oft kölluð. Oft finnst manni lífið rosalega órétt- látt þegar kemur að því að kveðja þessa jarðvist. Fyrir rétt rúmlega ári síðan greindist Jóna með illvígan sjúkdóm, langt fyrir aldur fram. Hún ætlaði svo sann- arlega að sigrast á veikindum sínum og barðist hetjulega en varð að lokum að lúta í lægra haldi. Við Jóna urðum vinkonur fyrst í gegnum börnin okkar. Börnin þeirra þrjú og börnin mín þrjú eru öll á sama aldri, eins yndislegt og sérstakt og það er eru þau öll vinir. Guðjón og Ein- ar Hlöðver, Anna Kristín og Erla Signý, Ólafur Vignir og Guðni Freyr. Heimili þeirra Jónu og Bigga að Áshamri 6 hefur alltaf verið börnunum mínum opið eins og í raun öllum þeim sem lögðu leið sína til þeirra hjóna, allir eru þar velkomnir og hefur alltaf verið gott að koma til þeirra. Við Jóna náðum vel saman í leik og starfi og unnum við mikið saman í sjálfboðaliðastarfi fyrir ÍBV. Það var mjög gott að starfa með Jónu, hún var hörkudugleg, hress og mikill ljúflingur. Hún fór oftast hljóðlega í því sem hún gerði og ég held að kannski hafi ekki alltaf verið tekið eftir því hvað hún skilaði miklu í starfi. Jóna var mikill Týrari en ég aft- ur á móti mikill Þórari og ef það er hægt að segja að við höfum einhvern tímann verið ósammála hefur það mjög líklega tengst rígnum þar á milli, en þó var það alltaf í góðu. Elsku Jóna, ég vil þakka þér fyrir allt. Ég veit að við hittumst síðar og ég mun geyma allar fal- legu minningarnar um þig í hjarta mínu að eilífu. Elsku Biggi, Guðjón, Anna Kristín, Ólafur Vignir og fjöl- skylda. Ég bið algóðan Guð að styrkja ykkur í sorginni. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem) Guðný Hrefna Einarsdóttir. ÍBV íþróttafélag vill með nokkrum orðum kveðja góðan fé- laga sem lést á Landspítalanum í Reykjavík eftir erfiða baráttu við krabbamein. Jóna var starfsmað- ur félagsins til margra ára og var mikill stuðningsmaður knatt- spyrnuliðs ÍBV. Sem starfsmaður sá Jóna um hin ýmsu verk hjá félaginu og sinnti þeim af natni en hún kom einnig mikið að starfi félagsins sjálf og ekki síst í gegnum hann Bigga sinn sem hefur setið í þjóðhátíðarnefnd félagsins í ára- tugi. Það eru ekki margir makar sem sýna þá þolinmæði sem hún sýndi til margra ára þeim störf- um sem þarf að sinna árlega í kringum verslunarmannahelgi. Sem dæmi um umburðarlyndi hennar gagnvart félaginu þá vantaði sængur í dalinn eina há- tíðina til að hlúa að gestum, Biggi er maður framkvæmda og dreif sig heim og sótti sængurn- ar úr hjónarúminu. Þegar þau hjónin komu heim undir morgun eftir að hafa gengið úr skugga um að allt væri í lagi á hátíð- arsvæðinu þá undraðist Jóna mjög hvar sængurnar væru nið- urkomnar, en eins og svo oft áð- ur þá sýndi hún þessu fullan skilning. Þrettándahátíðin átti líka sinn sess í hjarta Jónu, enda ættuð úr Gíslholti. Undirbúningur og framkvæmd þessarar hátíðar var fyrirferðarmikil á heimilinu hjá Jónu, mikið líf og fjör og ekkert var sjálfsagðara en að lána bónd- ann í þrettándaverkefni. Um leið og við þökkum Jónu fyrir alla hennar margþættu og ósérhlífnu vinnu fyrir ÍBV, mikið framlag til þjóðhátíðar og þrett- ándans og ekki síst alla þá þol- inmæði sem hún hefur sýnt fé- laginu þá viljum við senda Bigga, Önnu Kristínu, Guðjóni og Ólafi Vigni sem og öllum aðstandend- um innilegar samúðarkveðjur og megi guð og góðar vættir styrkja þau á sorgartímum. Minning um góðan félaga mun lifa með félaginu. Fyrir hönd ÍBV íþróttafélags, Dóra Björk framkvæmdastjóri. MINNINGAR 79 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2016 HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, REYNIR JÓNSSON, Sunnubraut 16, Reykjanesbæ, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja föstudaginn 21. október. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 3. nóvember klukkan 13. . Sævar Reynisson, Gunnhildur Guðlaugsdóttir, Guðmundur Óli Reynisson, Svala Rún Jónsdóttir, Jóhanna Reynisdóttir, Ólafur Eyþór Ólason, Guðný Reynisdóttir, Axel Arnar Nikulásson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, JÓNÍNA I. G. MELSTEÐ hjúkrunarfræðingur, sem lést 21. október 2016, verður jarð- sungin frá Háteigskirkju miðvikudaginn 2. nóvember kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. . Gunnar H. Gunnarsson, Gunnlaugur M. Gunnarsson, Halla Gunnarsdóttir, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Pétur Daníelsson, Sveinborg H. Gunnarsdóttir, Eiríkur G. Ragnars, Gísli Héðinsson og barnabörn. Hjartkær sonur okkar, bróðir, mágur, móðurbróðir, barnabarn og frændi, FINNBOGI FANNAR JÓNASSON KJELD, sem lést fimmtudaginn 20. október, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 2. nóvember klukkan 15. . Ragnhildur Kjeld Jónas Helgason Anna Andrea Kjeld Haukur Guðmundsson Arnljót María Kjeld Hauksdóttir Heba Eir J. Kjeld Halldór Sturluson Helgi Snær J. Kjeld Helgi Ágústsson móður- og föðursystkini. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓNSTEINN HARALDSSON, Mánatúni 4, verður jarðsunginn frá Áskirkju mánu- daginn 31. október klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á SÍBS. . Halldóra H. Kristjánsdóttir Borgar Jónsteinsson Þórunn Inga Sigurðardóttir Rebekka Rut Borgarsdóttir Ernir Snær Ólafur Örn Jónsson Halldóra Óla Hafdísardóttir Ísold Braga Ólafur Kiljan Ólafsson Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar dóttur, eiginkonu, systur, móður, tengdamóður og ömmu, HELGU TRYGGVADÓTTUR STOLZENWALD, Nesvegi 3, Grundarfirði. . Jóhanna Rakel Jónasdóttir, Þorsteinn Björgvinsson, systkini, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.