Morgunblaðið - 29.10.2016, Síða 84

Morgunblaðið - 29.10.2016, Síða 84
84 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2016 Kristín Sigríður Hannesdóttir, forstöðumaður Dvalarheimilisaldraðra í Stykkishólmi, á 50 ára afmæli í dag. „Við erum með 17 heimilismenn og 15 þjónustuíbúðir sem eru tengdar dvalarheimilinu og er elsti íbúinn 107 ára. Dvalarheimilið er í gömlu húsnæði sem áður var heimavist, en fólkinu líður vel og fé- lagsstarf á dvalarheimilinu er gott.“ Kristín hefur gegnt starfi forstöðumanns í rúmt ár en var fyrir það aðstoðardeildarstjóri á gigtardeild á Landspítalanum í Fossvogi. „Ég útskrifaðist árið 2001 úr hjúkrunarfræði og hef starfað sem hjúkr- unarfræðingur síðan. Upphaflega ætlaði ég að verða ljósmóðir og fór þess vegna í hjúkrun en svo stoppaði ég þar og hef fundið mig vel í því sem ég hef verið að gera sem er að starfa með öldruðum.“ Kristínu líkar mjög vel í Stykkishólmi og finnst gott að búa þar. „Ég hafði engin tengsl við Hólminn þegar ég flutti hingað en er frá Bíldu- dal og líkar vel við fámennið úti á landi. Áhugamál mín eru aðallega útivist og að vera með fjölskyldunni, syni mínum sem er 12 ára og heitir Jason Helgi. Hann er mjög ánægð- ur í Hólminum. Hann er á fullu í körfuboltanum og er að æfa með Snæfelli. Það snýst allt um körfuboltann hérna og við erum því á hár- réttum stað.“ Kristín er stödd í höfuðborginni og ætlar að eyða deginum með fjöl- skyldu og vinum. Mæðginin Kristín og Jason Helgi í Ósló í fyrrasumar. Líkar vel að búa í Stykkishólmi Kristín Sigríður Hannesdóttir er fimmtug G uðjón Ketilsson fæddist í Reykjavík 29.10. 1956 og ólst þar upp í Smá- íbúðahverfinu. Hann er Strandamaður í báðar ættir og dvaldi öll sumur í æsku hjá ættingjum sínum, á sveitabæ skammt frá Hólmavík. Guðjón var í Breiðagerðisskóla og Réttarholts- skóla, lauk myndlistarnámi frá Ný- listadeild Myndlista- og handíða- skóla Íslands árið 1978 og stundaði framhaldsnám við skúlptúrdeild Nova Scotia college of Art and Design í Kanada. Við heimkomuna kom Guðjón sér strax upp vinnustofu og hefur sinnt myndlist síðan. Guðjón hefur haldið yfir þrjátíu einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga, hérlendis sem erlendis, s.s. á Norðurlöndunum, í Banda- Guðjón Björn Ketilsson myndlistarmaður – 60 ára Morgunblaðið/Einar Falur Listafjölskylda Hjónin Guðjón Björn og Ragnheiður Elfa eru hér með börnum sínum, B irtu Guðlaugu sem er deild- arstjóri sýningardeildar í Listasasfni Íslands, og Hrafnkeli Erni tónlistarmanni og unnustu hans, Ester Ýrr. Setti ungur að árum stefnuna á listsköpun Listamaðurinn Guðjón við eitt verka sinna í Hafnarborg árið 2013. Herdís Fjeldsted Jakobsdóttir og Hartmann Páll Magnússon fagna gullbrúð- kaupsafmæli sínu í dag, 29. október. Hjónavígslan fór fram í Hólakirkju 1966. Þau fagna þessum tímamótum á Tenerife. Árnað heilla Gullbrúðkaup Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is gerðu tónlist á makkann þinn Duet 2 stúdíógæði í lófastærð One fyrir einfaldar upptökur MiC hágæða upptökur Jam alvöru gítarsánd
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.