Morgunblaðið - 29.10.2016, Side 87

Morgunblaðið - 29.10.2016, Side 87
DÆGRADVÖL 87 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2016 Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | sími 511-2022 | www.dyrabaer.is – fyrir dýrin þín Bragðgott, ho llt og næringarrí kt Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Sérkennileg atburðarás kann að leiða til þess að þú hljótir loks umbun erfiðis þíns. Gefstu ekki upp því þér verður þakkað þótt síðar verði. 20. apríl - 20. maí  Naut Taktu höndum saman við aðra til þess að ná markmiðum þínum. Nýtt fólk hefur líka eitthvað fram að færa – hugsanlega ást. Reyndu að sitja á strák þínum þótt öðrum verði á mistök. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Farðu varlega í samræðum við systkini þín, ættingja og nágranna í dag. Taktu frumkvæðið sjálfur og þá muntu eiga auðvelt með að fá hina til liðs við þig. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Fátt er betra en góðir vinir svo leggðu þig fram um að eiga með þeim ánægjulega stund. Gerðu ekki meir en þú hefur efni á. Vertu þakklátur þeim sem hjálpuðu þér og leiðbeindu í æsku. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Mundu að þú ert dæmdur af verkum þínum og það þýðir ekki að slá ryki í augu fólks með einhverjum látalátum. Segðu vin- um þínum frá framtíðaráætlunum þínum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Framfarir eru ekki ímyndanir einar. Hugmyndir þínar um umbætur geta breytt miklu fyrir þig og þá sem eru í kringum þig. Líkurnar eru þér ekki í hag núna. 23. sept. - 22. okt.  Vog Nú er tækifæri til þess að lífga upp á heimilið. Taktu andbyr með brosi á vör, því þinn er sigurinn, þegar upp verður staðið. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Farðu ofan í saumana á öllum fjármálum og gefðu þér til þess góðan tíma. Sóaðu ekki tímanum í tilgangslausar tiktúrur. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú hefur verið særður – það er gott að viðurkenna það. Ef þig endilega lang- ar að láta hlutina flakka gerðu það þá í ein- rúmi. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú myndir gefa allt til að fá sönn- un fyrir því að þú sért á réttri leið, og verðir betri manneskja. Ef þú vilt sjá fram úr þeim skaltu prófa að standa á öxlunum á risa. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Lausnirnar sem leiða til betra lífs eru augljósar. Hafðu hugfast að séu menn einlægir má síður búast við að allt fari í bál og brand. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú skarar fram úr jafningjum þínum, en ekki athugasemdalaust. Mundu að ganga frá öllum reikningum áður en þú svo mikið sem lætur þig dreyma um að eyða peningum. Laugardagsgátan er sem endra-nær eftir Guðmund Arnfinns- son: Á það flykkist manna mergð. Mjög er þarft við kökugerð. Með þeim svipur sést ei par. Saman koma leiðir þar. Lausn Hörpu á Hjarðarfelli: Á mannamótin fólkið fer. Fyllt af deigi kökumót. Ættarmót þar enginn sér. Ökum við um gatnamót. Helgi R. Einarsson svarar: Er ég gátukornið kanna, kryf það alveg nið’r í rót, upp þá lúkast orðin: Manna-, ættar-, köku-, og vegamót. Þessi er ráðning Helga Seljan: Fólkið sækir ákaft mannamót, mót er brýnt við ýmsa kökugerð. Svipmót bræðra ekkert hætis hót hér að vegmótum enduð ferð. Guðrún Bjarnadóttir á þessa: Fer á stöku mannamót, úr móti köku gef ég þrjótum þó engin sjái ættarmót, enda þrengsli á gatnamótum. Sjálfur skýrir Guðmundur gát- una þannig: Fólks er oft á móti mergð. Mót er þarft við kökugerð. Svipmót ekki sést með þeim. Svo eru mót á leiðum tveim. Síðan er það limran: Það var eftirminnilegt öllum ættarmót niðja frá Hjöllum, þeir brutust í byl byggða til, sem ekki frusu á fjöllum. Og að lokum kemur Guðmundur með nýja gátu: Veröld dagsins vitrast mér, víkur draumsins glýja, losa svefn, á fætur fer, og fæst við gátu nýja: Í sorpinu rótar sífellt og hrín. Í sjó er það reyndar hvalur. Svo er það eins konar auraskrín. Örlagabytta sá halur. Stakan er sígilt yrkisefni hagyrð- inga. Pétur Stefánsson yrkir Kann að yrkja þessi þjóð, það hún sannað getur. Stytt hefur mér stakan góð stundir heldur betur. Ingólfur Ómar bærir við: Eyðir drunga örvar sál ærið slungin baga. Lipurt sungið ljóðamál létt á tungu braga. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Ekki er allt í sama móti steypt Í klípu „OG SKILDU ÞJÓRFÉ Í ÞETTA SKIPTIÐ. NETTENGING Á KRISTALSKÚLU ER DÝR.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÞAÐ ER EINHVER VIÐ DYRNAR AÐ SPYRJA HVAÐ MÉR FINNST UM JAFNRÉTTI KYNJANNA. HVERNIG Á ÉG AÐ SVARA ÞVÍ?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að vera enn jafn bjartsýn og daginn sem við kynntumst. ÉG VILDI AÐ ÞESSI LEIÐINDASTORMUR MYNDI BARA HÆTTA STRAX! GÆTTU ÞESS HVERS ÞÚ ÓSKAR ÞÉR! HÓHÓHÓ! HVAÐ HÖFUM VIÐ HÉR? HVAÐ ER HANN AÐ GERA? HVAR HEFUR ÞÚ VERIÐ ALLT MITT LÍF? REYNA VIÐ ÍS Í BRAUÐI. ÉG HELD ÉG SÉ ÁSTFANGINN! Tískuorðið hjá íslenskum stjórn-málamönnum fyrir alþingis- kosningarnar sem fram fara í dag er „innviðir“. Innviðirnir hafa setið á hakanum, hlúa þarf betur að innvið- unum og þar fram eftir götunum. Annað kemst varla að. Það eru bara innviðir, um innviði, frá innviðum, til innviða. Svo sem ekkert nema gott um það að segja, innviðirnir skipta vitaskuld verulegu máli í samfélag- inu en skondið hvernig orð geta komist með afgerandi hætti í tísku. x x x Muni Víkverji það rétt var tísku-orðið fyrir síðustu alþingis- kosningar „úrræði“. Finna þurfti úr- ræði fyrir heimilin, úrræði fyrir atvinnulífið, úrræði fyrir aldraða og öryrkja og úrræði fyrir ungt fólk. Minna ber á úrræðum að þessu sinni enda innviðir búnir að velta þeim úr sessi. Vonandi hafa stjórnmálaflokk- arnir þó ekki gleymt úrræðunum, alltént þegar kemur að innviðunum. x x x Víkverji hleypti brúnum þegarhann frétti að Ashley Grimes væri á Íslandi. Það var sérstaklega tvennt sem sætti tíðindum í hans huga: Annars vegar er Ashley Grim- es hér til að spila körfubolta og hins vegar er Ashley Grimes kona. Ashley Grimes sem Víkverji man eftir er karlmaður sem kunnastur var fyrir sparkiðkun sína; gerði garðinn til að mynda (sæmilega) frægan hjá Manchester United, Lut- on Town og fleiri liðum á áttunda og níunda áratugi síðustu aldar. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að til er annar knattspyrnumað- ur sem gegnir nafninu Ashley Grim- es. Sá er enn að og leikur nú með hálfatvinnumannaliðinu Southport. Víkverji veit minna um körfu- boltakonuna Ashley Grimes en hún leikur í vetur með Grindavík í efstu deild hér heima og er, að sögn, fram- bærilegasti leikmaður. x x x Hverfandi líkur eru á því að okkarAshley Grimes sé skyld knatt- spyrnumönnunum nöfnum sínum. Alltént eru þau ekki eins á litinn. víkverji@mbl.is Víkverji Guð er kærleikur og sá sem er stöð- ugur í kærleikanum er stöðugur í Guði og Guð er stöðugur í honum. (1. Jh. 4.16)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.