Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2015, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2015, Blaðsíða 4
Helgarblað 20.–23. febrúar 20154 Fréttir Yfir 20 ára farsæl rekstrarsaga og vel þekkt fyrirtæki um allt land. Við leitumst eftir að vinna með öflugum og sölusinnuðum einstaklingum sem hafa öðlast eða stefna á löggildingu fasteignasala. Boðið er sanngjarnt verð á allt að 49% hlutfjár og sveiganleika í samnings skilmálum. Öllum áhugasömum aðilum er bent á að senda nafn, kennitölu, síma og stutta kynningu á netfangið orustustadir@gmail.com TÆKIFÆRI SEM BÝÐST EKKI AFTUR Ein þekktasta fasteignasala landsins er að hefja starfsemi á ný. Með allar fyrirspurnir verður farið með sem algjört trúnaðarmál Bókaforlagið Salka til sölu Nokkrar fyrirspurnir hafa borist varðandi kaup á fyrirtækinu B ókaforlagið Salka sem hefur verið starfandi í tæp fimmtán ár er til sölu. Að sögn eigandans og framkvæmdastjórans, Hildar Hermóðsdóttur, er verið að kanna hvað fæst fyrir fyrirtækið og þegar hafa nokkrar fyrirspurnir borist. „Það eru einhverjir að skoða mál­ ið,“ segir hún og bætir við að rekstur bókaforlaga hérlendis sé almennt séð erfiður. „Það er verið að hækka virð­ isaukaskattinn og rekstrarumhverfið er erfitt.“ Hildur vill ekkert tjá sig um fjár­ hagsstöðu Sölku en staðfestir að ekki hafi allir höfundar fengið greitt fyrir vinnu sína sem gáfu út hjá forlaginu fyrir jól. „Það er ýmist búið að ganga frá þeim málum eða þau eru í far­ vegi,“ segir hún. Sjö manns starfa hjá Sölku og hef­ ur megináhersla fyrirtækisins verið útgáfa verka fyrir konur og eftir kon­ ur. Stærstur hluti titla eru handbæk­ ur af ýmsu tagi en þó koma út nokk­ ur skáldverk árlega, bæði íslensk og þýdd. Í fyrra voru gefnir út um þrjátíu titlar hjá fyrirtækinu. Á meðal þeirra höfunda sem gáfu út hjá Sölku í fyrra voru Iðunn Steinsdóttir, Guð­ rún Veiga Guðmundsdóttir og Valgeir Skagfjörð. Nýjasta bók forlagsins er Hreint mataræði sem þær Nanna Gunnarsdóttir og Guðrún Bergmann íslenskuðu. n freyr@dv.is Glæsikerrur stjórnenda kostuðu þrjátíu milljónir n Sex stjórnendur Póstsins með bíl frá fyrirtækinu n Rekstur þeirra kostaði níu milljónir í fyrra Í slandspóstur greiddi samtals 29,5 milljónir króna fyrir fimm jeppa og einn fólksbíl sem forstjóri og framkvæmdastjórar ríkisfyrirtæk­ isins hafa til umráða samkvæmt ráðningarsamningum. Kostnaður við rekstur bifreiðanna nam alls 8,8 millj­ ónum króna í fyrra þegar fyrirtækið lagði áfram áherslu á aðhald í rekstri eftir 119 milljóna króna tap 2013. Samkvæmt svari Póstsins við fyrir­ spurn DV hefur fyrirtækið keypt tvo jeppa af gerðinni Ford Explorer, einn Ford Expedition­jeppa og fólksbíllinn Volvo V70. Bílarnir voru keyptir nýir á árunum 2007 og 2008. Seinna eignað­ ist fyrirtækið einnig tvo notaða Toyota Land Cruiser­jeppa sem voru smíð­ aðir árið 2007. Pósturinn greiddi um 4,9 milljónir króna að meðaltali fyrir hvern bíl. Ekki skoðað að selja bílana Framkvæmdastjórn Póstsins sam­ anstendur af Ingimundi Sigurpálssyni forstjóra og fimm framkvæmdastjór­ um. Samkvæmt nýjustu ársskýrslu fyrirtækisins námu laun og hlunnindi stjórnar og æðstu stjórnenda samtals 95 milljónum króna árið 2013. Ingi­ mundur var þá með 14 milljónir í árs­ laun, sem var hækkun um tvær millj­ ónir frá fyrra ári, en stjórnarmenn fengu samtals sjö milljónir. Má því gera ráð fyrir að laun og hlunnindi framkvæmdastjóranna fimm hafi numið um 74 milljónum króna eða í kringum 1,2 milljónir á hvern starfs­ mann á mánuði. Í svari Póstsins seg­ ir að engir aðrir starfsmenn fyrirtæk­ isins hafi bíl til umráða samkvæmt ráðningarsamningi. Ingimundur segir í skriflegu svari til DV að það hafi ekki komið til tals innan ríkisfyrirtækisins að draga úr rekstrarkostnaði með kaupum á ódýrari bifreiðum fyrir stjórnendur. „Bifreiðaafnotin eru hluti af ráðn­ ingarsamningi og það hefur ekki komið til tals að segja upp ráðningar­ samningum við framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Ákvörðun um val bif­ reiða tekur meðal annars mið af fjölda ferða og vegalengdum, sem einstakir framkvæmdastjórar þurfa að fara vegna starfa sinna víða um land. Íslandspóstur hefur á að skipa öflugu stjórnendateymi og það á eins við um stjórnendur sem aðra starfs­ menn fyrirtækisins, að það verður að vera samkeppnishæft í launum til þess að eiga kost á að laða til sína hæfa starfsmenn. Bifreiðaafnot fram­ kvæmdastjóra eru hluti af því,“ segir í svari Ingimundar. Pósthúsum fækkað Á síðustu árum hafa orðið grund­ vallarbreytingar á rekstrarumhverfi Póstsins en fyrirtækið er hlutafélag í eigu ríkisins. Mikill samdráttur hefur orðið í bréfasendingum og nokkuð er síðan bréfamagn hætti að standa undir kostnaði við dreifikerfi Pósts­ ins. „Eigi ekki að fjármagna póstþjón­ ustu landsmanna með skattfé í nánustu framtíð verður Pósturinn að taka breytingum í takt við breytta tíma,“ segir á heimasíðu fyrirtæk­ isins. Tap varð á rekstri Póstsins að fjárhæð 118,8 milljónir króna á árinu 2013 en árið áður var fyrirtæk­ ið rekið með 52,6 milljóna hagnaði. Fyrir tækið hefur þurft að grípa til verðskrárhækkana á undanförnum árum og loka pósthúsum. „Íslandspóstur hefur þurft að hækka verðskrá félagsins, einkum verðskrá bréfa í þyngdarflokknum 0–50 grömm. Það á fyrst og fremst ræt­ ur að rekja til þess að bréfasending­ um hefur fækkað verulega síðast­ liðin sex ár á sama tíma og póstlúgum hefur fjölgað með tilheyrandi kostn­ aði vegna ákvæða laga um dreifingu alla virka daga ársins víðast hvar á landinu, bæði í dreifbýli og þéttbýli,“ segir Ingimundur. […] Það er rétt að pósthúsum hefur fækkað nokkuð á síðustu árum, þar sem samdráttur hefur verið í viðskiptum, en í stað þeirra hefur Íslandspóstur haldið uppi póstafgreiðslu með póstbílum, sem raunar geta veitt betri einstak­ lingsbundna þjónustu í mörgum til­ vikum,“ segir Ingimundur. „Það hefur verið áhersluatriði hjá Íslandspósti um langt árabil að gæta aðhalds og sparnaðar í rekstri. Árið 2014 var ekkert sérstakt hvað það varðar. Verulegur árangur hefur náðst í þeim efnum og víst er að áfram verð­ ur áhersla lögð á sparnað og hag­ ræðingu, þar sem því verður við komið.“ Afkoman kynnt í næstu viku Spurður hvort útlit sé fyrir áfram­ haldandi taprekstur segir Ingi­ mundur að fyrirtækið reikni með frekari samdrætti í bréfa­ dreifingu á næstu árum. Jafnframt megi gera ráð fyrir að bréfum í dreifingu Íslandspósts fækki þar að auki á næstu árum vegna afnáms einkaréttar Póstsins á bréfum undir 50 grömmum að þyngd. „Það mun væntanlega leiða til áframhaldandi taprekstrar í bréfa­ dreifingu, ef ekki verða samhliða því breytingar á lögbundinni skyldu fyrir­ tækisins til þess að veita óbreytta þjónustu. Ég er þó vongóður um að nauðsynlegar breytingar verði gerðar á póstlögum svo ekki þurfi að koma til þess. Annar rekstur gengur til muna betur.“ Ingimundur gefur ekki upp hvort fyrirtækið hafi verið rekið með tapi eða hagnaði á síðasta ári. „Við verðum með aðalfund Ís­ landspósts í næstu viku, þar sem rekstrarniðurstaða nýliðins árs verð­ ur kynnt, og í beinu framhaldi af hon­ um verða afkomutölur birtar.“ n Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Tveir bílanna Fyrirtækið keypti meðal annars jeppa af gerðunum Ford Explorer og Toyota Land Cruiser. myndir siGTryGGur Ari „Það mun væntan­ lega leiða til áframhaldandi tap­ rekstrar í bréfadreifingu Forstjórajeppinn Ingimundur Sigurpáls- son, forstjóri Íslands- pósts, keyrir á Ford Expedition árgerð 2008. stjórnendateymið Allir sex stjórnendur Póstsins eru með bíl til umráða frá fyrirtækinu samkvæmt ráðningarsamningum. Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri fyrirtækisins, sést hér annar frá vinstri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.