Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2015, Blaðsíða 12
12 Fréttir
S
tjórnendum Byggingafélags
námsmanna, BN, hefur ekki
tekist að selja eignarhlut
félagsins í baðstaðnum
Laugarvatni Fontana en
tæp þrjú ár eru síðan formlegt sölu-
ferli hófst. Vorið 2012 átti BN 23 pró-
senta hlut í baðstaðnum en síðustu
ár hefur eignin þynnst niður í rúm
fjórtán prósent. Byggingafélagið á í
viðræðum við lánardrottna um lækk-
un á skuldum sem nema samtals
ellefu milljörðum króna en hlutur-
inn í Fontana er metinn á rúmar 30
milljónir.
„Það hefur ekki mikið gerst í þessu
síðan við auglýstum hlutinn til sölu á
sínum tíma en þá settum við einnig
26 íbúðir á Laugarvatni í sölu og þær
seldust frekar fljótt,“ segir Böðvar
Jónsson, framkvæmdastjóri BN.
Aðrir svari fyrir fjárfestinguna
Laugarvatn Fontana var opnað í júlí
2011 en um er að ræða baðstað sem
var byggður í kringum náttúrulegt
gufubað sem er á lóð fyrirtækisins. Á
þeim tíma átti BN 26 íbúðir í þremur
fjölbýlishúsum á Laugarvatni sem
voru upphaflega byggðar fyrir nem-
endur í íþróttafræði við Háskóla Ís-
lands. Byggingafélagið átti þá einnig
23 prósenta hlut í Gufu ehf. sem er
móðurfélag Laugarvatns Fontana
ehf. Í maí 2012 var Fjármálaráðgjöf
Deloitte falið að annast sölu á eign-
um félagsins í þorpinu.
„Þetta er ekki okkar kjarnastarf-
semi og því höfum við viljað fara út
úr þessu félagi. Það er ekki markmið
okkar að reka ferðaþjónustustað,“
segir Böðvar.
BN á og leigir út 469 námsmanna-
íbúðir á höfuðborgarsvæðinu.
DV greindi frá því á þriðjudag að
byggingafélagið stendur að óbreyttu
ekki undir skuldum sínum en eigið
fé þess, heildareignir að frádregnum
skuldum, var í árslok 2013 neikvætt
um 3,3 milljarða króna. Böðvar segist
ekki geta svarað því af hverju þáver-
andi stjórnendur félagsins ákváðu að
fjárfesta í uppbyggingu baðstaðar á
Laugarvatni.
„Þetta var gert löngu fyrir mína
tíð. En mér finnst líklegt að menn hafi
verið í uppbyggingu á Laugarvatni og
horft til þess að bæta nýtingu íbúð-
anna með því að byggja upp frekari
starfsemi á svæðinu. En það verða
aðrir að svara fyrir það en ég.“
Hlutaféð aukið tvisvar
Baðstaðurinn var rekinn með tapi
frá opnun og til ársins 2013 en þá var
afkoman neikvæð um 57 milljónir
króna. Það ár var hlutafé Gufu aukið
um 22 milljónir króna í kjölfar 86
milljóna taps árið 2012. Stjórnendur
Gufu hafa ráðist í tvær hlutafjáraukn-
ingar en byggingafélagið hefur ekki
tekið þátt í þeim.
„Þess vegna hefur eignarhlutur
BN minnkað með árunum. Við
þynnumst út við hverja hlutafjár-
aukningu sem við tökum ekki þátt í,“
segir Böðvar og heldur áfram:
„Fontana hefur hins vegar vaxið
mikið og er orðið flott félag og er búið
að fara í gegnum uppbyggingarferli
síðustu þrjú ár, sem er oft sá tími sem
þarf til að koma félögum á gott flug.
Nú er sá tími liðinn og því bjart fram
undan hjá félaginu.“ n
Helgarblað 20.–23. febrúar 2015
VIÐ ELSKUM KONUR
KONUDAGURINN – 22. FEBRÚAR
4ra RÉTTA REMEDÍA
Forleikur – Codorníu Cava
Túnfiskur
Bleikja á saltblokk frá Himalaya
Nautalund 200 g
Súkkulaðirós
7.590 kr.
Austurstræti 16 Sími 551 0011 apotek.is
SÆTUR GLAÐNINGUR
Komdu við milli kl. 12–20
og taktu með súkkulaðirós
í fallegri g jafaöskju – 690 kr.
Hefur ekki tekiSt að
Selja Hlut í fontana
n Hlutur Byggingafélags námsmanna í baðstaðnum til sölu í þrjú ár n eignin þynnist út
Haraldur Guðmundsson
haraldur@dv.is
Framkvæmdastjóri BN Böðvar Jónsson
segir fyrrverandi stjórnendur byggginga
félagsins þurfa að svara fyrir það af hverju
ákveðið var að fjárfesta í uppbyggingu
baðstaðar á Laugarvatni.
Laugarvatn Fontana
Hópbílafyrirtækið Reykjavík Ex
cursions og Flugleiðahótel ehf.,
sem er í eigu Icelandair Group,
eru stórir hluthafar í Fontana.
MyNd VIGFUS BIRGISSON / LISTASAFN ISLANdS