Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2015, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2015, Blaðsíða 56
56 Menning Sjónvarp Helgarblað 20.–23. febrúar 2015 Ótrúleg afrekskona Íþróttakona frá Keníu vann afrek með viljastyrk að vopni F jölmiðlar dekra af einurð við íþróttaáhugamenn. Þeir fá sinn reglulega skammt af íþróttafréttum á hverjum degi í blöðum og útvarpi og sér- tíma í sjónvarpsfréttum. Við hin sem lítinn sem engan áhuga höf- um á íþróttum látum þetta yfir okkur ganga svo til möglunar- laust. Í einrúmi furðum við okkur hins vegar á því af hverju það sé talin stórfrétt þegar sparklið skipta um þjálfara og botnum ekkert í því að það hafi talist harmafrétt á sínum tíma þegar maður eins og Alex Ferguson hætti í vinnu hjá Manchester United vegna aldurs. Það kemur þó fyrir að íþrótta- fréttir veki verulega athygli okkar sem alla jafna höfum nokkurn ama af þeim. Þetta gerðist á dögun- um þegar sagt var frá óvenjulegu íþróttaafreki í tíu-fréttum RÚV síð- astliðið þriðjudagskvöld. Hin 29 ára Hyvon Ngetich frá Keníu var að keppa í maraþonhlaupi í Texas en örmagnaðist þegar 300 metrar voru í mark. Í stað þess að gefast upp ákvað hún að skríða í mark. Það var engan veginn hægt að sjá fyrir sér að henni tækist það því hún virt- ist hafa tapað öllum kröftum. En áfram skreið hún og þokaðist ör- lítið nær og komst loks í mark. Hún varð þriðja í hlaupinu og forsvars- menn keppninnar dáðust svo að baráttuþreki hennar að þeir hækk- uðu verðlaunafé hennar. Þarna varð íþróttafrétt að dæmisögu um það að með vilja- styrknum er hægt að ná markmiði sínu og takast hið ómögulega. Allir sem sáu myndir af Hyvon Ngetich þar sem hún tók að skríða í átt að markinu hafa örugglega viljað segja við hana: Þú kemst ekki í mark, þú ert örmagna. Sættu þig við að þú hefur tapað. Hættu og hvíldu þig! En hlaupakonan frá Keníu lét ekkert stöðva sig. Ótrúlega afreks- kona! n dv.is/blogg/skaklandid Stefán Bergsson skrifar Skáklandið F rá stofnun Rimaskóla árið 1993 hefur Helgi Árna- son skólastjóri lagt mikla áherslu á að nemend- um standi til skákiðkun til boða. Margir hafa komið að skák- starfi skólans og skólastjórinn ötull í því að virkja fólk til góðra verka. Má segja að skólinn hafi i raun ver- ið hálfgerð framleiðslustöð ungra og sterkra skákmanna. Sterkasti skákmaðurinn sem kemur frá skól- anum er án efa Hjörvar Steinn Grétars son en nú hefur ný kynslóð komið fram á sjónarsviðið svo um munar. Dagur Ragnarsson fer um þessar mundir fyrir þeirri kynslóða skákmanna sem er á framhalds- skólaaldri. Um helgina tefldi Dagur í elsta flokki á Norðurlandamótinu í skólaskák. Fyrir mótið var hann um miðjan hópa keppenda litið á ELO- stigin. Dagur lét það þó lítið á sig fá og hóf mótið með miklum látum og vann fyrstu þrjár skákirnar. Í fjórðu og fimmtu umferð tefldi hann við stigahæstu keppendurna og hélt jöfnu í miklum baráttuskákum. Fyrir síðustu og sjöttu umferðina var hann jafn sænskum skákmanni að vinningum og framundan var skák við landa hans MR-inginn og Akureyringinn Mikael Jóhann Karlsson. Dagur vann þá skák og sá sænski missteig sig í sinni skák. Niðurstaðan sú að þessi kraftmikli skákmaður úr skákdeild Fjöln- is og nemandi við MH er Norður- landameistari í skólaskák. Sannar- lega glæsilegur árangur og Degi og þjálfara hans Helga Ólafssyni stór- meistara til mikils sóma. Heilt yfir stóð íslenska liðið sig vel. Óskar Víkingur Davíðsson Huginn og Jón Kristinn Þorgeirs- son Skákfélagi Akureyrar hlutu silfrið í sínum flokkum. Danir urðu hlutskarpastir í heildarkeppninni en Íslendingar, Norðmenn og Sví- ar komu í humátt á eftir. Mótið fór fram í Klakksvík í Færeyjum og var allur aðbúnaður til fyrirmyndar hjá þeim færeysku. n Dagur Ragnarsson Norðurlandameistari Sjónvarpsdagskrá RÚV Stöð 2 SkjárEinn Stöð 2 Sport Föstudagur 20. febrúar 16.25 Paradís e (3:8) (Paradise) Ljúf þáttaröð um Denise og drauma hennar um ást og velgengni. 17.20 Vinabær Danna tígurs 17.31 Litli prinsinn (5:18) 17.54 Jessie (1:26) (Jessie) 18.15 Táknmálsfréttir 18.25 Eldað með Ebbu (3:8) Matreiðsluþáttur fyrir alla fjölskylduna með skemmtilegu fræðsluívafi. 19.00 Fréttir 19.25 Íþróttir 19.30 Veðurfréttir 19.35 Hraðfréttir (18) 20.00 Árið er: Íslensku tónlistarverðlaunin Íslensk dægurlagasaga í tali og tónum fjalla um sögu Íslensku tónlistarverðlaunanna frá 1993 til 2013 í tali, tónum og myndum. Umsjónarmenn eru þeir sömu og í útvarpsþátta- röðinni Árið er: Ásgeir Eyþórsson, Gunnlaugur Jónsson og Haraldur Sigurjónsson. 20.30 Íslensku tónlist- arverðlaunin 2015 Bein útsending frá afhendingu Íslensku tónlistarverðlaunanna í Hörpu. 22.20 Rocky 6,7 (Rocky III) Rocky Balboa missir sjálfstraustið þegar hann tapar titlinum í bardaga við illskeytt- an mótherja. Annar fyrrum andstæðingur hans tekur málið í sínar hendur, hvetur kappann til dáða og hjálpar honum að endurheimta trúna á sjálfan sig. Aðalhlutverk: Sylvester Stallone, Talia Shire, Burt Young og Charl Weathers. Leikstjóri: Sylvester Stallone. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi ungra barna. 00.00 Á bláþræði 7,6 (The Thin Red Line) Úrval leik- ara prýðir þessa mögn- uðu mynd sem tilnefnd var til sjö Óskarsverð- launa og er byggð á raun- verulegum atburðum í seinni heimsstyrjöldinni. Sean Penn, Adrien Brody, James Caviezel, Ben Chaplin, George Clooney, John Cusack, Woody Harrelson, Nick Nolte og John Travolta fara allir með hlutverk hermanna sem hafa það hlutverk að brjóta á bak aftur andstöðu Japana á eynni Guadalcanal í Suður- Kyrrahafi. Leikstjóri: Terrence Malick. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. 02.45 Útvarpsfréttir í dagskrárlok Stöð 2 Sport 2 Bíóstöðin Gullstöðin Stöð 3 07:00 UEFA Europa League (Young Boys - Everton) 08:40 UEFA Europa League (Liverpool - Besiktas) 12:50 UEFA Champions League (PSG - Chelsea) 14:30 UEFA Europa League (Young Boys - Everton) 16:10 Meistaradeildin í hestaíþróttum 2015 (Samantekt og spjall) 16:40 UEFA Europa League (Tottenham - Fiorentina) 18:20 UEFA Europa League (Liverpool - Besiktas) 20:00 La Liga Report 20:30 Meistaradeild Evrópu - fréttaþáttur 21:00 Evrópudeildarmörkin 21:50 Ensku bikarmörkin 22:20 UFC Live Events 2015 00:30 Meistaradeild Evrópu - fréttaþáttur 01:00 Evrópudeildarmörkin 10:55 Enska 1. deildin (Bolton - Watford) 12:35 Premier League World 13:05 Football League Show 13:35 Premier League (Swansea - Sunderland) 15:15 Premier League (Aston Villa - Chelsea) 17:00 Premier League (Tottenham - Arsenal) 18:45 Premier League (Man. City - Hull) 20:30 Match Pack 21:00 Messan 21:40 Enska úrvalsdeildin - upphitun 22:10 Premier League (Everton - Liverpool) 23:50 Messan 00:30 Enska úrvalsdeildin - upphitun 01:00 Match Pack 17:25 Friends (1:24) 17:50 New Girl (13:24) 18:15 Modern Family (12:24) 18:40 Two and a Half Men (10:24) 19:05 Pressa (2:6) 19:50 It's Always Sunny In Philadelphia (12:13) 20:15 Prime Suspect 4 (1:3) 22:00 Game of Thrones (5:10) 22:55 The Secret Circle (5:22) 23:35 Fringe (20:22) 00:15 Pressa (2:6) 01:00 It's Always Sunny In Philadelphia (12:13) 01:25 Prime Suspect 4 (1:3) 03:10 Game of Thrones (5:10) 04:05 Tónlistarmyndbönd frá Bravó 11:10 Free Willy: Escape From Pirate's Cove 12:50 My Cousin Vinny 14:50 Night at the Museum: Battle of the Smithsonian 16:35 Free Willy: Escape From Pirate's Cove 18:15 My Cousin Vinny 20:15 Night at the Museum: Battle of the Smith- sonian 22:00 Jackass Presents: Bad Grandpa 23:30 Dead Man Walking 01:30 The Iceman 03:15 Jackass Presents: Bad Grandpa 19:00 Raising Hope (7:0) 19:20 The Carrie Diaries (8:13) 20:05 Community (2:13) 20:30 American Idol (14:30) 21:15 True Blood (10:10) 22:10 Survivors (1:3) 23:05 Longmire (9:10) 23:45 The Carrie Diaries (8:13) 00:30 Community (2:13) 00:50 American Idol (14:30) 01:35 True Blood (10:10) 02:25 Survivors (1:3) 03:20 Tónlistarmyndbönd frá Bravó 06:00 Pepsi MAX tónlist 08:00 Everybody Loves Raymond (24:26) 08:20 Dr. Phil 09:00 The Talk 09:45 Pepsi MAX tónlist 14:10 Cheers (10:25) Endur- sýningar frá upphafi á þessum vinsælu þáttum um kráareigandann og fyrrverandi hafnabolta- hetjuna Sam Malone, skrautlegt starfsfólkið og barflugurnar sem þangað sækja. 14:35 The Biggest Loser - Ísland (5:11) Vinsælasti þáttur Skjá- sEins snýr aftur! Fjórtán einstaklingar sem glíma við yfirþyngd ætla nú að snúa við blaðinu og breyta um lífstíl sem felst í hollu mataræði og mikilli hreyfingu. Umsjón hefur Inga Lind Karlsdóttir 15:45 King & Maxwell (7:10) 16:30 Beauty and the Beast (11:22) 17:10 Agents of S.H.I.E.L.D. (11:22) 17:50 Dr. Phil 18:30 The Tonight Show Leikkonan Sigourney Weaver er gestur Jimmy í kvöld ásamt Andy Cohen, metsöluhöfundi og spjallþáttastjórn- anda. Ella Henderson söngkona sér um tónlist kvöldsins. 19:10 The Talk 19:50 Parks & Recreation 8,6 (5:22) Geggjaðir gamanþættir með Amy Pohler í aðalhlutverki. 20:10 Karate Kid 6,2 Hinn 12 ára gamli Dre Parker (Jaden Smith) flytur með mömmu sinni til Kína. Hann lendir fljótlega upp á kant við villinginn í skólanum sem lætur hann finna fyrir því með Kung Fu brögðum og leitar hann því til húsvarðarins Mr. Han (Jacke Chan) sem kennir honum að verða Kung Fu meistari og mæta villingnum augliti til auglits. 22:30 The Tonight Show 23:15 The Other Guys 6,6 Bandarísk grínmynd (2010) með Will Ferrell og Mark Wahlberg í aðalhlutverkum. Tvær ólíkar löggur ákveða að grípa tækifærið til að skara fram úr í lögreglu- liðinu og til að sýna sig fyrir öðru löggupari sem þeir dá og dýrka. Hlutirn- ir fara þó ekki alveg eins og áætlað var. 01:05 Ironside (8:9) 01:50 The Tonight Show 02:35 The Tonight Show 03:20 Pepsi MAX tónlist 07:00 Barnatími Stöðvar 2 08:05 The Wonder Years (11:22) 08:30 Drop Dead Diva (11:13) 09:15 Bold and the Beautiful 09:35 Doctors (123:175) 10:15 Last Man Standing (17:18) 10:40 Heimsókn (2:28) 11:00 Grand Designs (3:12) 11:50 Junior Masterchef Australia (18:22) 12:35 Nágrannar 13:00 The Way Way Back Skemmtileg mynd frá 2013 með Steve Carell, Toni Collette og Liam James í aðalhlutverkum. 14:40 Africa United 16:05 Kalli kanína og félagar 16:25 Batman 16:45 Raising Hope (13:22) 17:10 Bold and the Beautiful 17:32 Nágrannar 17:57 Simpson-fjölskyldan 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:47 Íþróttir 18:54 Ísland í dag. 19:11 Veður 19:20 Simpson -fjölskyldan (14:22) 19:45 Spurninga- bomban (3:11) 20:35 NCIS: New Orleans (13:22) 21:20 Louie (5:13) 21:45 Dallas Buyers Club 8,0 Þreföld Óskarsverð- launamynd frá 2013 sem segir sögu rafvirkjans Ron Woodroof, venjulegs manns sem lenti í bar- áttu upp á líf og dauða við heilbrigðiskerfið og lyfjafyrirtækin. Árið 1985 var Ron greindur með alnæmi og sagt að hann ætti skammt eftir. Ron brást við á sinn hátt og verslaði ýmiss konar lyf alls staðar að úr heiminum, bæði lögleg og ólögleg. Í kjölfarið stofnar hann kaupenda- klúbb fyrir aðra HIV smit- aða sem fengu þar með aðgang að þeim birgðum sem Ron sankaði að sér. Matthew McConaughey fékk Óskarsverðlaunin sem besti aðalleikari í myndinni og Jared Leto fékk Óskarsverðlaunin fyrir besta leik í auka- hlutverki. 23:40 Priest Vísindatryllir frá 2011 sem gerist í hliðar- veröld þar sem geisað hefur stríð um aldir milli manna og vampíra. Myndin segir frá hinum goðsagnakennda stríðsmanni Priest sem rís gegn harðræði kirkjunnar sem stjórnar hans heimaborg þegar frænku hans er rænt af morðóðum vampírum. 01:05 Fargo 8,2 Mögnuð bíó- mynd eftir Coen-bræður um bílasala sem fær illa þokkaða náunga til að ræna konunni sinni. Ætlun hans er að hirða megnið af lausnar- gjaldinu sem forríkur tengdafaðir hans á að punga út. En ekkert fer eins og ætlað var. 02:40 Do No Harm (1:1) 04:10 Boys Don't Cry Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Við tækið Hyvon Ngetich í maraþonhlaupi í Texas Hún sýndi gríðar- legan viljastyrk þegar hún ákvað að skríða í mark.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.