Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2015, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2015, Blaðsíða 60
Helgarblað 20.–23. febrúar 201560 Fólk  Alltaf flottur Óskarsverðlaunaleikarinn Matthew McCon- aughey spilaði bæði golf og tennis þegar hann var í námi við Longview-fram- haldsskólann í Texas. Matthew hélt iðkuninni áfram í háskólanum í Texas og vann þar til verðlauna sem besti golfari í Delta Tau Delta-bræðralaginu. Íþróttaafrek stjarnanna Margar frægustu stjörnurnar áttu sér drauma um frægð og frama í sportinu Þ að kemur ef til vill einhverj- um á óvart að heyra að hótelerfinginn Paris Hilton spilaði einu sinni íshokkí. Samkvæmt fyrrverandi liðsfélaga hennar úr Canterbury-heimavist- arskólanum í Connect- icut var Hilton þó ekki á meðal bestu spilaranna. n  Keppti í sundi Poppstjarnan Gwen Stefani var virkur meðlimur í sundliði Loara-skólans í Anaheim í Kali- forníu. Stefani hefur látið hafa eftir sér að hún hafi byrjað að æfa sund í von um að léttast.  Ávallt svalur Hasarmyndaleikarinn Jason Statham keppti í kappakstri á sínum yngri árum. Leikarinn keyrði til að mynda fyrir England árið 1990 í Commonwealth-leikunum. Eftir akstursferilinn lá leiðin í fyrirsætustörfin og þaðan í kvikmyndirnar.  Góður í öllu Brad Pitt var einn af þeim nemendum sem voru allt í öllu. Leikarinn tók þátt í uppsetningum á söngleikjum, var meðlimur í ræðuliði skólans og í golfliðinu, sundliðinu og tennisliðinu í Kickapoo-skólanum í Springfield í Missouri í Bandaríkjunum.  Hestakona Sport Illustrated-fyrirsætan Kate Upton keppti í hestaíþróttum á sínum yngri árum og að sögn þeirra sem til hennar þekkja var hún efnilegur reiðmaður.  Körfu- boltastjarna Það var meðal annars stjórnmála- konunni Söruh Palin að þakka að körfuboltaliðið í Wasilla-skólanum sigraði á landsmóti í Alaska árið 1982.  Bolta-George Leikarinn og leikstjórinn George Clooney spilaði bæði hafnarbolta og körfubolta með framhaldsskólaliði sínu í Augusta í Kentucky. Árið 1977 reyndi hann að komast inn í atvinnumannadeildina en mistókst. Sem betur fer kannski.  Elskar tennis Grínist- inn og sjónvarpskonan Ellen DeGeneres spilaði og keppti í tennis þegar hún var í Atland High School í Texas. Ellen er mikill aðdáandi íþróttarinnar og mætir reglulega á stærstu mótin.  Prinsinn á vellinum Vilhjálmur Bretaprins þótti afar góður knattspyrnu- og vatnspóló- leikmaður þegar hann gekk í Eton-skólann á Englandi. Svo hefur hann einnig spilað póló á hestbaki eins og sönnum bresk- um heiðursmanni sæmir.  Fyndin í tennis SNL-leikkonan og 30 Rock-stjarnan Tina Fey spilaði tennis fyrir lið sitt í Upper Darby- skólanum í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum.  Kann þetta Leikarinn Jamie Foxx spilaði bæði körfubolta og fótbolta í Terrell í Texas á sínum yngri árum. Sú reynsla hefur án efa hjálpað honum að takast á við hlutverk sitt sem „Steamin“ Willie Beamon í kvikmyndinni Any Given Sunday.  Þjálfaði lið Leikarinn Ashton Kutcher spilaði amerískan fótbolta þegar hann bjó í Homestead í Iowa. Árið 2008 var hann aðstoðarþjálfari fyrir North Hollywood's Harvard-Westlake-liðið.  Hokkí og tennis Harry Potter-stjarn- an, Emma Watson, ólst upp á hokkí- og tennisvöllum. Leikkonan gekk í Brown-háskólann þar sem hún keppti með hokkíliðinu.  Íþróttakappi Leikarinn Jon Hamm var stórtækur í íþróttalífinu þegar hann var í skóla en Hamm ólst upp í Ladue í Missouri. Mad Men-stjarnan spilaði bæði fótbolta og hafnarbolta auk þess sem hann keppti í sundi fyrir skólann.  Númer 25 Allir vita að Britney Spears var ein af Mouseketeers þegar hún var yngri. Færri vita líklega að söngkonan þótt einnig efnilegur körfu- boltaspilari en Britney keppti með liði sínu í McComb-skólanum í Mississippi.  Meiðsl bundu enda á ferilinn Leikar- inn Forrest Whitaker komst inn í Cal Poly Pomana-skólann á fótboltaskólastyrk. Þegar íþróttaferilinn endaði sökum meiðsla ein- beitti hann sér að leiklistinni en fyrsta hlut- verkið var einmitt í Fast Times at Ridgemont High þar sem hann lék fótboltamann.  Sk8er Söngkonan Avril Lavigne er ekkert ólík löndum sínum þegar kemur að íshokkí. Kanadíska stjarnan steig fyrst á skauta þegar hún var aðeins tveggja ára og átti farsælan feril á svellinu. Sagan segir að Avril taki með sér rúlluskauta þegar hún ferðast um heiminn svo hún geti tekið smá æfingu á malbikinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.