Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2015, Blaðsíða 8
8 Fréttir Helgarblað 20.–23. febrúar 2015
Ferming · Brúðkaup · Skírn
Alhliða veisluþjónusta
Kökulist ehf. | Firðinum í miðbæ Hafnarfjarðar | Sími: 555 6655 og 662 5552 | kokulist@kokulist.is
Gerðu daginn eftirminnilegan
Tertur – Tapas snittur – Spjót – Súrdeigsbrauð
Konfekt – Kransakökur – Súpur – Brauðréttir
Veisluréttir úr smiðju meistarans · Eingöngu fyrsta flokks hráefni
Stærsti
sandstormurinn
Norðaustanillviðri á Skógaheiði
í nágrenni Eyjafjallajökuls 14. og
15. september árið 2010 er talið
hafa valdið mestu efnisflutning-
um og landrofi sem mælst hefur
á jörðinni. Þetta sýna niðurstöður
mælinga sem Landgræðsla ríkisins
og Landbúnaðarháskóli Íslands
gerðu á sand- og gjóskufoki sem
var í kjölfar eldgossins í Eyjafjalla-
jökli. Niðurstöður þessara mæl-
inga voru birtar í Scientific Reports
sem gefið er út af Nature, en Vísir
greindi fyrst frá. Jóhann Þórsson,
sérfræðingur hjá Landgræðslunni
og einn þeirra sem rannsökuðu
fokið, segir ómögulegt að mæla
nákvæmlega hversu mikið af efni
fluttist með rokinu. Það yrði að
vera mælt í milljónum tonna. Að
sögn Jóhanns sýndu mælingar að
allt að 12 tonnum af efni fuku yfir
eins metra breitt svæði á aðeins
einum klukkutíma. Þannig hafi
þeir getað áætlað hversu mikið
gosefni var á ferðinni.
93 ökumenn
eiga von á sekt
Brot 93 ökumanna voru mynd-
uð á Bústaðavegi í Reykjavík
á þriðjudag. Fylgst var með
ökutækjum sem var ekið Bú-
staðaveg í vesturátt, á móts við
Veður stofu Íslands.
Á einni klukkustund, eftir
hádegi, fóru 705 ökutæki þessa
akstursleið og því óku all-
margir ökumenn, eða 13 pró-
sent, of hratt eða yfir afskipta-
hraða. Meðalhraði hinna
brotlegu var 74 kílómetrar á
klukkustund en þarna er 60
kílómetra hámarkshraði. Sá
sem hraðast ók mældist á 88
kílómetra hraða á klukku-
stund, að sögn lögreglu.
Tíunda hvert barn ekki
bólusett gegn mislingum
n Bólusetningar besta vörnin n Læknir óttast minna hjarðónæmi í samfélaginu
H
elsta áhyggjuefnið snýr að
bólusetningu við misling-
um,“ segir Vilhjálmur Ari
Arason, heimilislæknir
hjá heilsugæslunni í Firði.
Í svörum heilbrigðisráðherra við
spurningum Jóhönnu Maríu Sig-
mundsdóttur, þingkonu Fram-
sóknarflokksins, kemur fram að
þátttaka í bólusetningu við misling-
um, hettusótt og rauðum hundum
var 90 prósent hjá 18 mánaða börn-
um. Það þýðir að um 10 prósent
barna á þessum aldri eru ekki bólu-
sett sem veldur því að hætta á smiti
verður talsvert meiri.
Vilhjálmur segir að ef fleiri hætta
að bólusetja börnin sín við misling-
um hætti þeir sem eru þegar bólu-
settir að geta haldið uppi vörnum.
„Við köllum það þekju þegar við
höfum það marga bólusetta að þeir
vernda þá einstaklinga sem eru ekki
bólusettir. Það eru þá allir verndaðir
í kring. Ef það kemur upp eitt smit er
hægt að verjast því að smitið gangi
lengra því flestir aðrir eru bólusett-
ir,“ segir hann. Það eru ekki nein 100
prósent mörk öryggis, nema að upp
undir 100 prósent íbúa séu bólusett-
ir, en hærri mörk þýða minni líkur á
útbreiðslu.
„Þegar við förum niður fyrir 90
prósent geta farið af stað faraldrar
og meiri líkur eru á að fleiri smitist
ef upp kemur einstakt tilfelli.“
Mislingasmit í Los Angeles
Mikil vinna hefur verið lögð í að út-
rýma sjúkdómum sem áður plög-
uðu samfélagið og hefur sjúk-
dóma svo sem mislinga og rauðra
hunda varla orðið vart um árabil.
„Mislingar eru miklu meira smit-
andi en til dæmis inflúensan,“ segir
Vilhjálmur og segir að oft geri fólk
sér ekki grein fyrir því hversu smit-
andi þeir eru í raun og veru. „Þeir
eru átta til tíu sinnum meira smit-
andi en hún og fólk áttar sig ekki á
því,“ segir hann.
Fyrir skemmstu kom upp
mislingasmit í Los Angeles sem hef-
ur orðið til þess að bólusetningar
barna eru aftur í brennidepli. Einnig
hafa komið upp mál í Þýskalandi og
á Englandi, þar sem hópar sem tala
gegn bólusetningum virðast hafa
náð að hafa mikil áhrif. Samkvæmt
íslenskum tölum er þekjan á Íslandi
um og í kringum 10 prósent, það
er að um 90 prósent eru bólusett-
ir fyrir þeim sjúkdómum sem bólu-
sett er fyrir. Tölurnar má sjá hér til
hliðar varðandi einstaka sjúkdóma.
„Þetta telst á mörkunum með að
vera viðunandi árangur,“ segir Vil-
hjálmur.
„Þótt engar vísindalegar sann-
anir séu til gegn almennt viður-
kenndum bólusetningum í dag,
eru heilu byggðarlögin á Íslandi
með ófullnægjandi þekju gegn
sumum þeim smitsjúkdómum sem
við hræðumst hvað mest í dag, eins
og mislingum,“ segir Vilhjálmur en
sem dæmi má nefna að árið 2013
höfðu aðeins 75 prósent foreldra
í Vestmannaeyjum látið bólusetja
börnin sín fyrir mislingum, hettu-
sótt og rauðum hundum við 4 ára
aldur. Það getur valdið minnk-
uðu hjarðónæmi í samfélaginu, en
líkt og áður sagði eru þekjumörk-
in um 10 prósent almennt það
sem telst að lágmarki viðunandi.
Hjarðónæmi þýðir hvað margir eru
ónæmir fyrir ákveðnum smitsjúk-
dómi í samfélaginu.
Tvær kenningar
„Það eru tvær kenningar um það
hvers vegna börnin hafa ekki verið
bólusett. Það er annars vegar að
börnin séu til dæmis veik þegar
þau eru 18 mánaða og því komi
foreldrar ekki þá með þau og að
það gleymist svo í kjölfarið,“ seg-
ir Vilhjálmur og segir að hann telji
það þó hæpið enda séu bólusetn-
ingar mikið í umræðunni, sérstak-
lega hjá foreldrum barna á þess-
um aldri. Hin ástæðan segir hann
er hópur þeirra sem telja bólusetn-
ingar óþarfar og jafnvel skaðlegar.
„Það eru ekki stórir hópar, en há-
værir. Þetta byggist á rannsókn sem
var mikið vitnað til hér á árum áður
en hefur nú verið dæmd ómarktæk
og fölsuð í læknaheiminum. En það
er enn verið að vísa til þess að það
sé samband við einhverfu sem er
ekki rétt. Engin tengsl eru enda talin
vera á milli einhverfu og mislinga-
bólusetningar,“ segir hann en segir
að áróðurinn hafi orðið til þess að
valda ótta meðal foreldra sem helst
í hendur við aukinn fjölda mislinga-
tilfella. „Bólusetningar eru besta
vörnin gegn smitsjúkdómum,“ segir
hann. n
Ásta Sigrún Magnúsdóttir
astasigrun@dv.is
n Þátttaka í bólusetningum fyrir
barnaveiki, stífkrampa, kíghósta,
Hib-heilahimnubólgu og lömunarveiki
var 95% hjá þriggja mánaða gömlum
börnum, 93% hjá fimm mánaða gömlum
börnum og 88% hjá tólf mánaða gömlum
börnum.
n Þátttaka í bólusetningum fyrir misling-
um, hettusótt og rauðum hundum var
90% hjá 18 mánaða gömlum börnum.
n Þátttaka í bólusetningum fyrir men-
ingókokkum C var 95% hjá sex mánaða
gömlum börnum og 88% hjá átta
mánaða gömlum börnum.
n Þátttaka í bólusetningum fyrir
pneumókokkum var 96% hjá þriggja
mánaða gömlum börnum, 93% hjá fimm
mánaða gömlum börnum og 88% hjá tólf
mánaða gömlum börnum.
n Þátttaka í bólusetningum fyrir HPV-
veirusýkingu (gegn leghálskrabbameini)
er hjá tólf ára stúlkum 93% við fyrstu
bólusetningu, 92% við aðra bólusetningu
og 90% við þriðju bólusetningu.
Meðaltal þátttöku barna í
bólusetningum frá árinu 2005:
„Þeir eru átta til
tíu sinnum meira
smitandi en hún og fólk
áttar sig ekki á því.
Besta leiðin „Bólusetningar eru besta
vörnin gegn smitsjúkdómum,“ segir Vil-
hjálmur. Mynd SigTryggur Ari
Mjög smitandi
18 mánaða börn
eru bólusett fyrir
mislingum.
Mynd úr SAfni